Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 15

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 15
Jólin 1947 ÞJÓÐVILJINN 13 á svellinu að standast öll vélabrögð freistarans en landshornamenn af minni gerð. Kannske hefði ég heldur átt að þakka honum hugulsemina, því auðvit- að var mér ekki eins leitt og ég lét að setjast hjá hinni. Við fengum nú að vita að það hafði orðið uppi fótur og fit hjá Bretunum, engu siður en okkur, þeg- ar ferðaáætlunin breyttist daginn áður og að það var ekki fyrr en kl. 11 um kvöldið að það tókst, fyr- ir milligöngu biæzka ræðismannsins, að útvega þeim síðustu áritun hernámsstjórnarinnai'. Það lá við að okkur fyndist þetta nokkur huggun'. Borgir, þorp, engi, akrar og skógar runnu fram hjá — nú var haldið til vesturs. Við fórum að ræða betur við Kenyon, þenna góðmannlega gentleman, i beztu merkingu orðsins. Hann kvað sjálfsagt að reyna að koma brezka hernum í skilning um að hættu- laust væri að hleypa okkur í gegn — og jafnvel taka pei’sónulega ábyi'gð á því að við fremdum engin spellvirki á yfirráðasvæði Breta- En þegar hann vissi að okkur vantaði einnig belgiska áritun (hennar þurfa Bretar ekki með) sagði hann eftir nokkra um- hugsun: — í ykkar sporum myndi ég snúa aftur til Praha og bíða. þar eftir áritun. Nú sá ég fyrsta sinni í svip Emils alvarlegt lát á bjartsýni hans. Úr því sem komið var varð ég því feginn að einmitt í þessu tók lestin kipp og rann af stað — frá Tékkó- slóvakíu — og Kenyon sagði: — Jæja, það er nú hvort sem orðið of seint og ég skal leggja ykkur það lið sem ég get. i Teningunum var kastað. Héðan af varð ekki snú- ið aftur. Fast við brautina, í brekku ofan við Cheb, var rammgert skotbyrgi með illyrmislegri rauf fyrir vélbyssuhlaup út bð teinunum. Dyraumbúnaðurinn niNN ókunni hafði verið rifinn burt- Það var slíuSf vinuk ratn a gólfinu. — Minningar stríðsins. Beggja megin brúar nokkurrar skammt. frá höfðu sprengjugigirnir (sem nú voru teknir að gróa) breytt sléttri grundinni þannig að hún líktist einna helzt jökulhólum heima á íslandi. Við komum til Nurnberg kl. rúmlega 7 siðdegis. Fram að þessu höfðum við verið í fullum rétti, héðan skyldi haldið 5 aðra átt en áður, úr þessu gátum við bráðlega átt von á þvi að hinn brezki vörður krefðist skýringa á þvi hvert við værum að flækjast. Fram- reiðslumaðurinn hafði tilkynnt að matarvagninn yrði Iosaður frá áður en farið yrði inn á brezka hernáms- svæðið, síðan yrði enginn matur fyrr en í Belgíu. Við bárum saman ráð okkar Nei, það var betra að vera matarlaus einn dag en alveg peningalaus. — Ætlið þið ekki að koma að borða, spurðu þær brezku. Fyrr um daginn höfðu þær af móðurlegri umhyggju skipt með okkur nestispakka sínum. — Nei, okkur langar ekki í mat, sögðum við. — Eruð þið blankir? — Ojá, en við erum heldur ekkert svangir. Þær horfðu tor- tryggnislega á okkur og fóru. Allir samferðamenn- irnir voru setztir að snæðingi. I okkar augum skipti sulturinn minna máli en áritunarleysið. Þegar við höfum setið nokkra stund kemur inn til okkar einn úr hópnum, hæglátur maður og fáskiptinn, sem við höfðum aldrei skipzt á orðum við og vissum það eitt um að hann var brezkur blaðamaður. — Komið þið að borða. Eg get vel lánað ykkur. Það nær engri átt hjá ykkur að ætla að svelta. Þetta var drengilegt boð, sem við þáðum. Við tróðum í okkur matnum. Þessi Breti skyldi ekki fleygja peningum sínum til einskis. Að snæðingi loknum fór ég til hans til að spyrja um nafn hans og 'hvar við gætum hitt hann og borgað honum í London. — Það skiptir engu máli hvað ég lieiti. Nefndu þetta ekki franiar. Gleymdu því. Eg varð að fara við svo búið. Við spurðum klefa- nauta okkar, hvort þær vissu nafn hans. — Hann er einhversstaðar ,frá Mið-Englandi eftir framburðiniun að dæma, sagði sú, sem hjá mér sat, en nafnið vissu þær ekki. Lestin hélt áfram að bruna til vesturs, án þess nokkuð bæri til tíðinda. Enn hafði enginn hermaður LÚTHER, FJANDINN birzt með óþægilegar spurning- rauðvinsAman ar' Klukkan 10 um kvöldið og katrin komum við til Wiirzburg. Var sað ekki þar sem Marteinn sál- ugi Lúther sá f jandann og henti í hann blekbyttunni sinni, með þeim afleiðingum að byttan brotnaði á steinveggnum en fjandinn slapp! Og þótt hundruð pilagríma hafi síðan stolið sér flís úr múmum með blekinu hans Lúthers ku blekbletturinn alltaf vera jafn greinilegur. En þetta gerðist víst annars í Vart- borgarkastala, þegar Lúther var að þýða biblíuna. Hvað sem því líður fórum við Emil að ræða um Lúther, meðan lestin rapn eftir árbakka milli vina- legra, skógivaxinna hæða, og þær brezku blaðakonm' sváfu vært. Urðum við bróðurlega sammála um að hann hefði verið helvíta mikill karl, jafnvel þrátt fyrir „höggvið þá, hengið og skjótið“, eða hvernig það nú var orðað, sem hann bauð að gert skyldi við bændurna í uppreisninni, sem hann hafði sjálfur magnað fram. Einkum fannst mér til um það, þegar hann stal Katrínu sinni úr- nunnuklaustrinu, dreif

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.