Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 19
Jólin 1947
ÞJÓÐVILJINN
17
The Tower of Londón, kastolinn og dyflissan, þar sem kon-
ungar Englands geymdu „hættulega" menn og gerðu þá oft
%
höfðinu styttri, er eins gan;alt og á grönum má sjá. Talið er
að elzti hluti hans sé frá 1078.
foss til Borgarness. Mér þótti kaldinn 4 sundinu nap-
ur og kom mér undir þiljur. 1 veitingasalnum varð
ekki séð að þetta skip væri að láta úr höfn frá
hungrandi meginlandi. Lystisemdir matmanna virt-
ust þar nægar. Eg varð að fara upp og láta Emil
vita af þessu. Yfir veitingasalnum voru tvær sam-
hliða dyr út að dekkinu. Yfir öðrum þeirra stóð: Að-
eins fyrir dömur. Nú varð mér það á að fara. einmitt
inn um þessar dyr. Inni í hinni rúmgóðu vistlegu
kvennadyngju sátu aðeins þrjár innþornaðar hefðar-
frúr með eldsúnim svip. Það var því engin uppgerð,
þegar þjónustustúlkan gekk í veg fyrir mig til að
endurtaka áletrunina á hurðinni, að ég sagði henni
að ég hefði sannarlega ekki komið hingað til þess að
setjast hér að. Hvar voru allar kvinnumar? Auðvit-
að voru þær uppi á þilfari og um allt skipið — hjá
karlmönnunum!
Um kvöldið sofnuðum við út frá brimgný umferð-
arinnar í London. Gistihússtjórinn virtist kátur yfir
,, .n,T . a„„„ því að við hefðum komið aftur til
> sín, og var hinn ræðnasti. Hann
kvaðst margan Islendinginn hafa hýst, þetta væru
í rauninni ágætir náungar. Svo þuldi hann upp: þessi
hafði verið gentleman, þessi hafði verið gefinn f jári
mikið fyrir kvenfólk og wiský, þessi hafði oft komið
harla seint heim o. s. frv., o*s. frv. Hvort við þekkt-
um þá?
Meðan við biðum eftir því að íslenzkur togari kæmi
til 'hafnar í Bretlandi notuðum viá tímann til að nasa
ofurlítið af London, þessari alitgleypandi borg, scm
sumstaðar minnir á eyðihraun, en annarsstaðar á
Eden. — Eg hef nú bráðum verið í London 20 ár,
en samt þekki ég hana ekki, sagði einn kunningja
okkar. Þó er áuðvelt að fá þar á nokkrum dögum
efni í margra blaðsíðna ferðaþistil —, en þótt það
væri kannske einhverjum til ánægju yrði það öðrum
til leiðinda, og af þvi það eru jólin er bezt að vera
jafn sáttur (eða ósáttur) við báða. Og hver vill t. d.
lesa á jólunum um The Tower, kastalann og dyfliss-
una þar sem konungar Englands fyrr á öldurn
geymdu andstæðinga sína (oft saklausa) og gerðu þá
höfðinu styttri ? Og gengur það ekki guðlasti næst
Hér sést hvernig aðeins hlutar sumra húsanna í London stóðu
uppi eftir sprer.gjuárásir Þjóðverja.