Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 20
Jólin 1947
18
ÞJÓfiVT LJ1NN
Þessi kirkja, gnæfir eftirm|pnilega,,yfir lágreist, húsin í krirjg
einhversstaðar í „Danalögum" þar sem norrænir víkingar hafa
vkfalaust brennt bæi, höggvið presta, nauðgað nunnum og
hndppt menn i únauð.
á jólunum, að játa að frá WestmMster' Abbey sé
manni einna minnisstæðastúr óásjálegi, máði, ryk-
fallni sandsteinninn frá Scone? „öriagasteinninn",
sem Skotakonungar voru krýndir á aftur í grárri
foimeskju, en Bretar rændu um J 300, þegar þeir voru
að brjóta Skotland undir sig. Og ekki má þessa dag-
ana minnast á lífið í bjórkránum án þess áð vera viss
um að dauðmóðga bæði vini bjórsins og andstæð-
inga!
Við skulum heídur taka upp léttara hjal um ís-
lenzkt andlit óg hve undarlega atvikin færa leiðir
ISLENZKT ANDLIT íslendinSa saman innanum millj-
ónir annarra manna. Eitt kvöldið
röltum við Emil eftir Piccadilly, áleiðis til Hyde Park,
erindið var m. a. að sjá „karlinn á kassanum“, þeirra
Bretanna. Allt í einu sjáum við þar andlit, sem kem-
ur okkur svo kunnuglega fyxúr sjónir að við star-
blínum á manninn um leið og hann fer fram hjá. Og
þegar við lítum við sjáirm við að hann hefur gert það
samá. Nei, við þekkjum hann ekki, en samt, þetta
var íslenzkt andlit. Sjálfsagt hefur 'okkur skjátlazt,
og við röltum áfram og röbbum á íslenzku. Augna-
bliki síðar er sagt fyrir aftan okkur: — ,Gott kvöld.
Eruð þið ekki úr Reykjavík? Hann hafði þá snúið við
til að 'heyra hvaða mál við töluðum. Þetta var sem
sé verzlunarmaður héðan úr bænum. Nú vorum við
orðnir þrír og þrömmuðum áfram upp á hornið á
Marble Arc, þar sem brezku kassakarlarnir safna
þúsundum áheyrenda. Þar voru kassakarlar á 9' stöð-
um með örstuttu millibili. Þar voru sungnir sálmar,
einn kvaðst lesa Poetry, sem mig minnir að hvorki
væri rímað né órímað, og því auðvitað alls enginn
skáldskapur, annarsstaðar voru sungnar amorsvísur;
þarna steytti fingralaus blökkumaður stubbana
framan í lýðinn og flutti þrumandi reiðilestur um
nýlendukúgun Breta; og þarna stóð einn, er kvaðst
vera frá Sósíalistaflokki Bretlands (ekki þó samein-
ingarflokki alþýðu) og rakkaði niður brezka Verka-
mannaflokkinn,.og hver stendur þarna í fremstu röð
áheyrenda hans beint á móti ræðustólnum, annar en
Gylfi Þ Gíslason prófessor, einn . af þingmönnum
Reykvikinga ?! ,
Fyrst við annars erum farin að tala um „garðlífið1-
(því Bretar eiga hvorki hraun né gjár og þar af leið-
andi ekkert gjálífi) þá skulum við skreppa í Kensing-
j>að var meira ton Garden- Það kvöld vorum
EN gudfræöing- við raunar a austurleið. Dagur-
urinn þoldi inn katði verið dásamlega beit-
ur; kvöldið var fagurt, sólin
setzt og fólkið fáldætt. Við röltum þarna, teyguðum
skógarilm og nutum þess eins að vera til og anda,
þar til við komum að lokuðu hliði. I runnunum, fyrir
innan það lágu maður og kona. Ósjálfrátt hrukkum
við frá — í stað þess að samfagna þessum hamingju-
sömu Adam og Evu, sem enginn öfundsjúkur guð
sigaði á varðenglum til að reka þau út fyrir. Við
fórum bara inn um annaö hlið. Inn á dásamlega gras- ,
velli, sem gömul, voldug tré breiddu krónurnar yfir.
Eins og vera bar horfði Emil til himins, en ég hélt
mig við jörðina. Við vorum því komnir langt inn á
vellina og setztir undir eitt tréð, þegar Emil kom
niður úr skýjunum og sá hvað var að gerast á jörð-
inni í kringum okkur, enda hrópaði hann þá upp yfir
sig: — Nei, sjáðu bara maður! Og þarna! Og þarna!
Og þarna! — Blessaður góði, ég hef ekki horft á ann-
að síðan við komum hingað.
— Ne,-ei! Þetta er ekki hægt!
Það var ekkert þarna annað en fólk sem fann að
það er „yndislegt að vera til“, — og ég fullvissa ykk-
ur um að þarna gerðist ekkert sem er ljótt að hugsa
eða tala um á jólunum, því þarna var ástin.
Það var áreiðanlega Emil en ekki ég sem sagði:
— Eg held það sé bezt fyrir okkur að fara heim!
í lestinni til Grimsby urðum við samferða ungum,
íslenzkum myndhöggvara, sem var á heimleið eins og
við. Nokkurn liluta leiðarinnar var
með okkur Breti, sem var í senn
ræðinn og meinfyndinn. Hann virt-
ist kunna allgóð skil á Norðurlanda-
þjóðum og þ. á. m. vita töluvert meira um ís-
IIVORT IIELDUR
AMMA EÐA
MAMMA?