Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 21

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 21
Jólin 1947 ÞJ ÓÐVILJINN 19 Kokkurinn á Helgafellinu .Pigmundur Eymundsson, og sonur hans, Eymundur, — innan við fermingu. — Dagarnir á Heiga- feliinu eru hcir einu á ævinni sem ég hef riíið mig á fætur kl. 6 til þess eins að éta! Það talar sínu máli um hæfni kokksins. lendinga en að þeir væru til. M. a. ræddi hann um þann hluta Englands, er áður nefndist Danalög; þar var hann borinn og barnfæddur og þangað voruir: við að fara. Út frá því komst hann í viðkvæmar kapp- ræður við félaga mína. Hann hélt því sem sé fram að Alþingi við öxará væri alls ekki elzta þing í álf- unni, því í héraði á þessum slóðum, hefði verið stofnað fyrsta þingið um 650, minnir mig að hann segði. — Slíkt læt ég sagnfræðingunum eftir að bít- ast um. Raunar var hann nýkominn úr herþjónustu í Ind- landi og var jreirrar skoðunar að núlifandi kynslóð þar yrði að hverfa undir græna torfu áður en heil- brigt þjóðfélag gæti skapazt. Við spurðum fyrsta lögregluþjóninn sem við hitt- um í Grimsby hvar íslenzki togarinn lægi. (Það er ekki hægt annað en að vorkenna heima hjá brezku lögregluþjónunum að vera islenzkum alltaf með bölvaðan jám]:x)ttinn. á sjómönnum höfðinu, en þrátt fyrir pöttinn eru þeir einhverjir viðkunnanlegustU menn, sem hægt er að hitta). Jú, auðvitað vissi hann hvar „Elgafel" lá. Brátt var drasl okkar komið í vörzlu hins brezka vakt- manns. Og við vorum næstum þvi eins stoltir á þilfari þessa glæsilega togara, sem bar eins og gull af gömlU fleytunum í kringum hsnn, eins og það hefði verið ísland sjálft, þetta var hluti af íslandi. ' • Að koma til áhafnarinnar á Helgafellinu var eins og að vera kominn til föðurhúsanna. Þeim móttökum og ferðinni með þeim heim munum við ekki gleyma. Eg hef engan þeirra hitt síðan, og ef þeir skyldu lesá þetta. vil ég nota tækifærið og þakka þeim ölluni fyrir þessa daga, en einkum þó skipstjóranum,- Sig- fúsi Magnússyni og kokkinum, Sigmundi Ejnnunds- syni, — þessir dágar eru nefnilega þeir einu á æV- inni, sem ég hef rifið mig á fætur kl. 6 á morgnana til þess eins að eta! .. - ■ Það væri ýmislegt hægt að segja um ferðina heim, þessa júnídaga og nætur, heim, norður í hina nótt- lausu voraldar veröld, sem þegar til kom lék okkur ærið grátt, því Dyrhólaey heilsaði okkur eins og dimmur skuggi vafinn skýjum og regni. Það er ekki alltaf eins erfitt og margur heldur, að komast milli landa óséður af hinu vakandi auga yfir- valdanna: í Grímsby urðum við að leita útlendipga- eftirlitið uppi til að fá það bókað og stimplað að við værum famir frá Englandi, og í Reykjavík þurftum við að bíða góðan tíma eftir þvi að fá það staðfest að við værum komnir heim. Þegar við stigum hér á land af Hclgafellinu 21. júnj sl. var það einkum þrennt sem fastast ruddist fram í hugann: allt í kringum höfnina var kyrrt, nærri þvj eins og 1 dauðs manns gröf —: Það var Dagsþrúnar- verkfall. Og ekki höfðum við lengi farið þegar við höfðum séð fleiri nýtízku bíla en á ferðalaginu um þvera Evrópu. Og hið þriðja og síðasta var -r-: að þakka guði almáttugum fyrir það hve hann þefur gefið okkur íslendingum fallegar konur! B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.