Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 22

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 22
20 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1947 i Úshar it~ Kjarnason: Hjá Islendln gum í Seaftle Laugardagskvöldið 25. ág. 1945 kom ég til Seattle eftir sólarhrings ferð með hraðlestinni frá San Frans- isco. Eg var orðinn langþreyttur á ferðalögum og hótelum, eða öllu fremur þreyttur á að bíða eftir ferðum og snúa bónleiður frá hóteldyrum. Það var því með nokkrum kvíða að ég gekk að símaklefa. á járnbrautarstöðinni og hringdi upp Kon- ráð Þórðarson, íslenzka vararæðismanninn í Seattle. Jú, hann hafði fengið skeytið frá séra Octavíusi, en því miður, honum hafði ekki tekizt að útvega mér hótelherbergi 1 allri Seattle borg. ,,En“, segir Konráð, „það er hérna íslenzk kona, sem vill gjarna hýsa þig. Hún heitir Jakobína Johnson.“ Þetta þótti mér nú heldur bót í máli og keypti ég mér strax kort af borginni og tók að spyrjast fyrir um st^ztu leið með strætisvagni út til Jakobínu og Isaks Johnson í 59. stræti nr. 3208 í vesturhluta Seattle borgar. Eins og margir vita hefur Jakobína Johnson ort kvæði á íslenzku og gefið út tvær litlar ljóðabækur, auk þess þýtt mikið af íslenzkum kvæðum á ensku og gert það fallega. Frumortu kvæðin hennar eru hugþekk og hlý eins og hún sjálf, full samúðar með öllu lifandi, mönnum og dýrum, leit að fegurð, trú á sigur hins góða. Oft- ast yrkir hún um ísland, fjöllin, blómin, fuglana, vorið, íslenzk ömefni, íslenzka fornöld. Islenzkan hjá henni er hrein og falleg, þótt hún hafi alið allan sinn aldur í Vesturheimi frá því í bemsku. Það var gott að ræða við Jakobínu um bæk- ur og skáldskap, þótt þar væri hún mér fróðari. Hún á talsvert safn góðra bóka, heldur mikið upp á ís- lenzkar bækur, ekki sízt ef þær eru gamlar og sa-fn- ar öllu, sem hún kemst yfir af bókum um Island á ensku. Hún hafði verið persónulega kunnug öllum helztu andans mönnum íslenzkum þar vestra. Step- han G. og Káinn vom kunningjar hennar báðir. Sér- staklega varð henni tíðrætt um Stefán og talaði um hann með lotningu, og það gera Vestur-íslendingar yfirleitt. Sonur Jalcobínu og ísaks, Stefán, heitinn eftir skáldinu, féll í stríðinu við Japani, aðeins 19 ára. Hann var ekki herskyldur, en gaf sig fram tví- vegis sem sjálíboðaliði á kafbát, sem sendm- var í sérstaka hættuför. Úr þeirri síðari kom hann ekki aftur. Kafbátsins hafði nú verið saknað í bráðum heilt ár. ★ i Jakobína sýnir mér nokkur bréf frá Stefáni G. Þau höfðu lengi skipzt á bréfum og margt ber þar á góma og einkum þó skáldskapur og trúmál. I trúmálunum er auðséð að skoðanir þeirra fara ekki saman. Hún einlæglega trúuð á lúterska vísu, en Stefán metur trúarbrögðin sem menningarsögu- legt fyrirbæri, þau lýsa mönnunum meir en guðunum. Hann segir á einum stað: ,,Guð skapaði ekki manninn í sinni mynd, heldur mennirnir guð. Hið eina pósitíva í trúarbrögðunum er hið góða í mönnunum sjálfum, en því miður, vonskan getur einnig orðið að trúar- brögðum.“ I einu bréfinu þakkar Stefán Jakobínu fyr- ir enska þýðingu á tveim kvæðum eftir sig. Honum þykir mikils um vert að andi kvæðanna hefur haldizt í þýðingunni. „Það er svo oft að skáldskapurinn er hengdur í oröabókarólinni", bætir hann við. Það er undarlegt að sitja með þessl bréf fyrir framan sig. Það er nærri því eins og að tala við Klettaf jallaskáldið sjálfan, því hann hefur' dregið þessa stafi með eigin hendi, rithöndin skýr og falleg, en þó ofurlítið óstyrk á síðustu bréfunum. Siðustu ræðu sína flutti Stefán fyrir minni Jakobínu, er hún kom til Alberta til að lesa upp kvæði fyrir landa sína- þar. Það mun hafa verið um haustið 1925 eða 1926. Nú fer Jakobína að segja mér frá vesturferðum og högum landnemanna. Hún var sjálf aðeins 5 ára er hún fluttist með föður sínum úr Þingeyjarsýslu til Argyle byggðar. Sumir seg'ja að allir séu skáld í Þingeyjarsýslu, a. m. k. hafa skáldaættir staðið að Jakobinu. Þeir Guð- mundur á Sandi og Indriði á Fjalli kváðu vera frænd- ur hennar. Fyrstu landnemarnir áttu við ótrúlega örðugleika að etja. Enginn læknir var i íslendingabyggðinni fyrst framan af, og þegar bólan herjaði, dóu nær öll börn í Nýja íslandi. Jakobína var um tíma skóla-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.