Þjóðviljinn - 23.12.1947, Page 23

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Page 23
Jólin 1947 ÞJÓÐVILJ INN 21 Úr Ilepiaiiieron Margrétar ai Nararra 1 borginni Saragossa bjó eitt sinn kaupmaður nokkur. Og er hann fann dauðann nálgast, og hlaut að ráðstafa fjármunum sínum, sem óvíst var um, hversu vel hann var að þeim kominn, hugðist hann að afplána syndir sínar með því að gefa aleigu sína betlimunkunum, og gætti þess þá ekki, að kona hans og börn hlutu að verða forsjá- laus, er hann var fallinn frá. Er hann hafði ráð stafað mestöllum eigum sínum, skipaði hann svo fyrir, að hest sinn hinn góða, sem var miklu meira virði en allt hitt til samans, skyldi selja hæstbjóð- anda, og andvirðinu skipta svo sem liann skipaði fyrir. Að jarðarförinni afstaðinni, og að úthellt- um sorgartárunum, gekk fruin á fund þess manns, sem var handhafi arfleiðsluskrárinnar, og mælti svo: ,,Svo mætti virðast, sem ég hefði beðið nógu mikið tjón við missi þess manns, sem ég unni um alla hluti fram, þó að ekki bætist þar við missir aleigu minnar. Samt vil ég ekki óhiýðnast fyrirmælum lians, heldur ieitast við að sam- rýma þau hagsmunum mínum. Það er auð- séð, að hann hefur ætlað sér að þóknast guði vel með því að gefa slíka stórupphæð til lians þakka, hann, sem aldrei lét úti skilding ótilknúinn, og með semingi þó tilknúinn væri. Eg ætla mér nú að bæta um ákvarðanir hans, eins og hann sjálf- ur mundi liafa gert, ef hann hefði haft ráðrúm til að hugsa sig betur um, því að mér ber skylda til að sjá börnum mínum farborða, og skulum við, halda þessu leyndu.“ Þjónninn lofaði að þegja, og mælti hún þá: „Þér skuluð selja hestinn, og skul- uð þér segja, að hann kosti einn dúkat. Eg á afar fallegan kött, sem ég vil að fylgi með í kaupinu, og skal hann kosta níutíu og níu dúkata, og kosta þá báðir, kötturinn og hesturinn, hundrað dúkata, en það er sú upphæð, sem maðurinn minn vildi fá fyrir hestinn.“ Þjónninh gerði sem fyrir hann var lagt, og er hann leiddi hestinn yfir markaðs- torgið, en hélt á kettinum, undir hendinni, bar þar að aðalsmann, sem áður hafði viljað kaupa hest- inn, og spurði hann, hvað hann ætti að kosta. „Einn dúkat“, svaraði maðurinn. „Sleppum öllu gamni,“ svaraði aðalsmaðurinn. „Ég fullvissa yð- ur um það, herra, að hesturinn á ekki að kosta nema einn dúkat. Hins vegar á þessi köttur að fylgja með í kaupinu, og á hann að kosta níutíu og níu dúkata.“ Aðalsmaðurinn galt þegar í stað það sem upp var sett, og þöttist komast að góðum kaupum, hafði síðan hvorutveggja heim með sér. Þjónninn skilaði andvirðjnu, og frúin lét ekki hjá líða, að koma til réttra skila andvirði hests- ins, andvirði kattarins hafði hún handa sér og börnum sínum. Fríða Einars þýddL kennari í Nýja íslandi og ég held sá fyrsti. Þau Jakobína og ísak eignuðust 7 börn. Það er auðskilið að húsmóðirin á svo barnmörgu heimili hefur ekki mikinn tíma aflögu til andlegra iðkana, svo sem eins og að yrkja kvæði, en þetta hefur Jakob- ína samt gert. ísak er nú hærugrár öldungur á níræðisaldri og hefur smíðað mörg hús í Ameríku um æfina, lærði timbursmíði í Kaupmannahöfn. Bræður hans cru þeir Einar Páll, ritstjóri Lögbergs og Gunnar frá Fossvöllum, sem margir þekkja. Einn sunnudag er messað hjá söfnuði Islendinga í :Seattle. Allir Vestur-Islendingar eru trúaðir og kirkjuræknir. Svo virðist sem kirkjan hafi verið það sem helzt gat haldið saman þjóðarbrotinu sem sér- stakri heild, og svo mun það hafa verið hjá innflytj- endahópum af öðrum þjóðernum. Guðsþjónustan fer fram á enska tungu. Unga kynslóðin, þriðji ættliður skilur ekki íslenzku og hjá mörgum þeirra eldri hef- ur rnálið stirðnað og aflagazt. Innan skamms verður íslenzkan útdauð í Vesturheimi. Mest ber á öldruðu fólki við kirkjuna. Ég verð að heilsa mörgum, Konráð sér fyrir því. Þarna er Jón Magnússon úr Borgarfirði, fonnaður Islendingafé- lagsins ,,Vestra“, Mag’nús Sigurðsson, breiðfirðingur, Björg Þórðarson ,gömul kona úr Skriðdal, Presturinn er ungur maður af þriðju kynslóðinni. Afi hans og amma eru fædd á íslandi, en foreldrar hans í Canada. Faðir hans, Haraldur Sigmar, er líka prcstur, nokkuð við aldur, en þó nýtekinn við bírauði hjá Islendingum í Vancouver. Hér verður hver söfn- 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.