Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 30

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 30
28 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1947 fyrir augunum, þegar ég lít þær. Hryglan og hæsin — þetta lága veika suð, þegar þeir eru að tala — yfir- gnæfir þys og glaum heillar stórborgar. Ég kemst ekki hjá að heyra. Stellingar þeirra og hreyfingar eru á þann veg, að þáð er eins og þeim sé stjórnað af óþarflega meinfýsnum leikstjóra, sem hafi þá festa á þræði og geri sér far um að láta brúðurnar sínar líta út sem herfilegastar. Þeir eru hoknir og slapir; þau sáralitlu þægindi, sem bekkurinn getur veitt, hafa þeir tæplega uppgötvað; ég veit, að rendur og horn stingast í þá, særa þá, deyfa þá; þeir myndu hafa betra af því að ganga eða hlaupa en liggja þannig; ég veit, að ekkert af trjánum gefur þeim forsælu, þótt ég héldi það fyrst (leikstjórinn vill ekki láta brúðumar vera í forsælu), ég finn, að þá verkjar í hverja taug, hvergi í þessum skrokkum er minnsta hvíld hvað þá nautn af því, sem veitist, hér eru ekki menn sem hvílast á bekk, heldur rykfallnar leikbrúð- ur hins mikla og forríka leikhúshaldara, sem í þessu tilfelli stillir þeim út á hvitglóandi torg. Þeir eru líkir einhverju, sem ég þekkti fyrr, — ekki endilega mönnum, kannske miklu fremur dauðum hlutum, sem ég þekkti fyrr og man. Illa meðförnum hlutum, sem enginn vildi eiga. Þá hluti má svo víða sjá. Svo eru þeir einnig líkir einhverjum mönnum jafnvel mönnum, sem ég umgekkst í bernsku, sumum vinum mínum. Mönnum, sem þá voru fjarska ungir og fallegir og bjartsýnir, ætluðu að leggja undir sig allan heiminn. Þá menn má svo óvíða sjá. Nú ætla ég hinsvegar að fara heim til að sjá þá, til pess að fá fréttir af þeim, kynnast þeim að nýju. Ég ætla að leggja af stað fimm mínútur yfir fjögur. Þeir ungu menn voru skáld, ætluðu sér að verða meiri skáld, stöðugt meiri og meiri skáld, unz þeir dæju; þannig ætluðu þeir að leggja undir sig allan heiminn. Einn hét Konkordíus, sextán ára þegar ég fór, hár og grannur, ljóshærður, bláeygur, tekinn að stillast, las, vapn í búð, spilaði á píanó, hafði þau undarleg- pstu augu, sem ómögulegt var að horfa í, ætlaði að kaupa sér gleraugu, hlustaði á klassíska músík án þess að stæra sig af því, safnaði bókum um listamenn, kunni sjö orð í þýzku, slóst aldrei, hafði aldrei gaman af að raka sig (ekki einu sinni í fyrsta skiptið), hélt broti í buxum sínum ótrúlega vel, orti kvæði undir f jölmörgum ’háttum. Annar hét Demosþenes Dóstójevskí, lítill, fjörleg- ur, svarteygur, með dökkblátt hár nærri svart, gulur í framan, sautján ára, hafði gaman af dansi, bauð <><3k><><S3k><><X5><3><3k><><><><><><>0<><><><><><5<><><><><^^ é A CARL SANDBURG: SI(Í RSFi A * Maður var hcr, sem sá heiminn allan í líki beinagrindar með holum augnatóttum og glottandi tanngarði. Honum sýndist holdið ílettast af hverju andliti. Honum íannst allt vera iánýtt. Hann sá engan tii- gang í neinu' heldur dui't og ösku á duft og ösku ofan, gamalt myrkur og gagnslausa þögn. Svona sýndist honum heimurinn. Svo fór hann að hlusta á Mischa Elman. I tvo tíma bárust hljóðöldur að cyrum hans. Tón- arnir brutu niður og byggðu upp eitthvað í heila hans og hjárta. Þegar hann kom út snertu iijar hans strætið öðruvísi en áður. Ilann yar hinn sami maður og áður í hinum sama heimi. En nú loguðu giaðir eldar og spruttu aevarandi rósir um allan hciminn hvert sem hann leit. FRÍÐA EINARS þýtldi ><<<<<<<><><>0<><><><<><><><><><><><><><><<<^ stúlkum upp í bíla, hafði einu sinni farið utan ásamt mömmu sinni, át konfekt, þráði stundum einveru, langaði til að passa hænsn í afskekktum f jalldal, þar sem hann gæti skrifað í næði, vildi skrifa margar og þykkar bækur um lífið, ætlaði að taka sér skáldnafn, hugsaði mikið um þetta allt. Sá þriðji var Harún. Hann sagði alltaf sæll og bless þegar hann heilsaði og bless þegar hann kvaddi, svo sagði hann það held ég nú í tíma- og ótíma og það er nú það. Hann var kaþólskur, enginn var kaþólskari en hann. Fimmtán ára, yngstur allra ungra lista- manna, lá hann á hnjánum oftast i hliðarskipi kirkj- unnar, innarlega, bað þannig til guðs vissa tíma dags, vel 'heima í litúrgíu móðurkirkjunnar, vissi fyrirfram í hvert skipti er söngmeyjarnar kváðu við fyrir altar- inu, ætlaði ekki að reykja eða drekka fyrr en hann væri orðinn þrítugur, lagði stund á flestar tegundir skáldskapar. Þetta voru ungu skáldin vinir mínir, þeir sem ég hefi ekki séð i f jölmörg ár, þeir sem ég ætla að sjá og dveljast með það sem ég á ólifað, skáldin sem ætluðu að leggja undir sig heiminn. Eg var farinn að horfa á sessunauta mína stanz-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.