Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 32

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 32
30 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1947 Dr „Vökunóttum” eftir Eigjólf Guðmundssim á iivoli ÞORLÁKSMESSA Eyjólfnr Guðmundsson, höfundur „A-fa og limmu" og „Pttbba inömmu", scndi í fyrra frá sór htna ranunv Þegar lokið var útiönnum, tók pabbi hangikjötslæri ofan úr eldh#si, afturfall af sauð, bjúgu og fleira smávegis. Kjöt- ið brytjaði hann í mátulega parta, eftir því 'hvað margir voru á heimili, en Anna gamla skóf það og þvoði upp í pottinn. Var þá heldur matarþefur í bænum, og við bömin fengum sneið af hráu hangi- kjöti, en svo máttum við ekki vera í eldhússvælunni hjá önnu. Þegar við skutumst þangað, rak hún okkur óðara til baka. Þar var samt gaman að vera. Þar logaði í tveim eldstæðum og brak- aði í eldiviðnum, allavega litum logum sló upp með pottinum og út úr hlóðar- vikunum. Anna sat á torfbing eins og drottning í hásæti og raulaði vísur. Kirnum og koppum var snyrtilega raðað meðfram taðstálinu, og grútarlampinn vel tendraður. Ljósið á honum var eina og rautt tungl í gufunni frá hlóðunum. Þá var ilmur af hangikjöti og brauð- bakstri ekki lítið heillandi. Og svo úti í dimmunni, allt mnhverfis, voiu jóla- sveinar og aðrar hræðilegar vofur. Anna skipaði mér strax að fara inn, þegar ég mæltist til, að hún segði mér sögu. „Hérna er ekki óhætt fyrir krakka,“ Þorláksmessa, það var fallegt nafn á degi. Og dag- urinn var eins og morgunroði jólahátíðarinnari Eftir mörgum björtum Þorláksmessum man ég. Aðeins ein- um Þorláksmessubyl — frá æskudögum. Þessi Þor- láksmessa var björt. Pabbi og drengirnir komu inn, þegar sólin var að renna sér á rönd ofan í hafið. Anna gamla eldakona sópaði göngin, lagaði til í taðstálinu, isicnzku barnubók .,Vökuna>tur“, J>ai- oeru luiuu frú bernskuminniiif-um sinum. Nú er riýkomið út aun- að blndl þessarar bókar, og eru Jrofr tvelr kaflar, sem hér l'ara á eftir, teknlr lir Jnu. setti eld í gömlu híóðimar, svo að tvennir eldar voru í eldhúsinu. í öðrum hlóðúnum var sett jámhella á glóð og hvolft potti á hana, s’vo var kveikt í þurru torfi kringum pottinn. Þar var bakað jólabrauðið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.