Þjóðviljinn - 23.12.1947, Qupperneq 34
32
ÞJÓÐVILJINN
Jólin 1947
öllum lokið klukkan 6—7 um kvöldið.
Kertalykkjurnar lágu á baðstofuborð-
inu, og byrjaði mamma að kveikja á
þeirri fyrstu og lét brenna sundur rakið
á milli þeirra, logaði þá á tveim kertum
undir eins. Þau vora svo gefin elztu
mönmun í baðstofunni. Þessi athöfn
stóð talsverðan tíma, og biðum við
börnin, meðan allt eldra fólk tók á móti
sínum kertum. Loksins tók mamma
kertalykkjuna okkar og kveikti á henni.
Svo rétti hún mér og Óíu systur sitt
kertið hvoru með ljósi.
„Takið þið við, börnin mín góð,“ sagði
hún, og tárin rannu niður kinnar henni.
Ég tók við mínu kerti og kyssti mömmu
og strauk með litlu lófunum tárin henn-
ar. Hún brosti og sagði:
,’,Þykir þér falleg jólaljósin, Eyfi
minn. Þrír bræður þínir og systir njóta
þó fegurri jólaljósa hjá jólabarninu
Jesú.“
Svo kveikti hún á tveim hákertmn,
sem stóðu í stjökum á borðinu, — það
voru hjónaljósin. Gesturinn, sem var
aldraður bóndi, sat við annan borðs-
endann og fékk líka sitt kerti.
Af háhillunni yfir baðstofugluggamun
vora nú teknar lestrabækurnar. Það var
Péturspostilla, bænakver og tvær sálma-
bækur. Pabbi flutti sig inn til mömmu
sinnar í norðurbaðstofuna, en söngfólk-
ið var kyrrt í frambaðstofunni. Gesturinn var góður
raddmaður og bvrjaði jólasálminn. Tveir sálmar voru
sungnir á undan og tveir á eftir. Hjá pabba sat ég
allan lesturinn og mændi á opna postilluna.' Hvenær
ætlaði þessi lestur að enda? Og svo átti ég að muna
eitthvað úr honum. Þetta mundi ég: ,,Guð — Drott-
inn — allt — Amen!“ og pabbi brosti. Þetta var allt
og sumt, en söngnum tók ég betui' eftir. Og braut
heilann um það, hvað Guð mundi eiga margt í ,,horn-
um“ sínum. Seinna um kvöldið spurði ég ömmu, hvort
hún vissi það. Hún varð byrst og sagði, að hjá Guði
væru engin horn.
„Svona máttu ekki spyrja, dengi minn,“ sagði hún.
baðið, og fólkinu létti 1 skapi. Vænir spaðbitar — feit- „En það var sungið i jólasálminum," sagði ég. Það
ur og magur — voru í hvers manns aski. Allir höfðu mundi ég glöggt. Forsöngvarinn sagði svo skýrt:
skipt u. nærföt, er þeir komu úr baöinu, og nú ,,. . . .minn Guð gaf af hornum sér“. Amma leiðrétti
klædd ; ir sig í sparifötin. Svo var kvöldverkum mig með andakt, og bágt átti ég að skilja, að hennar
stóð stór skál á borðinu með hreinu köldu vatni og
sápu, sem hver notaði síðast — eftir vild.
Þegar búio var að skola okkur börnin, kom full-
orðna íóikið og lét lika lauga sig. Það var bara ein-
staka manneskja, sem ekki tók nema keytuþvottinn.
Þegar stúlkurnar voru búnar, lokuðu karlmennirnir
sig inni og bára áður að margar fötur af volgu og
köldu. vatni. Mátti þá heyra^bomsara boms, en ekki
fékk ég að korna inn til þeirra. Það var talsvert verk
á efiir að hreinsa út úr vefjarhúsinu og færa þar í
lag.
Að öliu þessu loknu var borin inn rjúkandi kjöt-
súpa, þykk eins og grautur. Það verkaði vel á mann