Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 35

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 35
Jólin 1947 ÞJÓÐVILJINN 33 Htms Kirks Hilmimundur heildsali — dósamatur, magálar og soja — stóð þögull í dagstofunni og hneigði sig virðulega framan við stóran spegil. Maðui’ stóð upp í speglinum og hneigði sig jafndjúpt og kurteíslega. Er þeir höfðu heilsazt, leit Hildimundur í kringum sig til að sjá, hvar maðurinn væri. Einhver heyrðist ræskja sig úti á svölum, og Hildimundur hraðaði sér þangað. Ungur maður, sköllóttur og magur með stór- ar hendur, sat þar og laut yfir kassa með sniglum í. — Góði, gamli vinur, kæri Reykness, sagði Hildi- mundur. En hvað það er ánægjulegt að hitta þig aft- ur.... — Ég heiti Gunnlaugur Geirdal, náttúrufræðing- ur, sagði hái maðurinn. Ég er mágur. . . . — Nú, já, einmitt það, hélt Hildimundur áfram og lét sér hvergi bregða. Svona hornspeglar eru einstak- lega hentugir. Maður getur setið hérna á svölunum og fylgzt með öllu, sem fram fer í dagstofunni. Ég hefi mikinn hug á að eignast svona prýðilegt tæki. Ég heiti Hildimundur Hreggviðsson, heildsali — dósa- matur, magálar og soja — þér kannizt kannski við firmað? Þetta eru sniglar, er ekki svo? — Hér skal ég sýna yður einn Helix nemoralis með mjög sjaldgæfum bandvefsbreytingum, sagði Geir- dal, náttúrufræðingur. Og hér er Helix aspersa, það er ætur snigill, sem lifir aðeins í garðinum fyrir utan Rannsóknarstofnun Háskólans . . . . en nú ætla ég að flytja hann í garð mágs míns. . — Þér eruð vísindamaður, sérfræðingur í sniglum, dýrafræðingur, heyri ég, sagði Hildimundur. Vísindin . . . . já, ég dáist að vísindunum. Visindin eru óvé- fengjanlega undirstaða allrar nútímamenningar. Ég mun aldrei láta mér um munn fara nokkurt niðrun- arorð um vísindin, enda þótt ég sé hms vegar gjör- samlega sannfærður um óbifandi sannleiksgildi krist- innar trúar. Hildimundur heildsali skaut neðri kjálkanum langt fram, en þaut í sömu andrá á móti Reykness, skrif- il!inilll!!ll!l!!>il!l!!illllllllllll!!llllíll!llllllll!l!!!ll!llllll!l!lll!llllll!llllllll!llll!lílllllll!WIIIIIIIÍIIIIIII!!llllli llll!ll!lillllllll!l!|lll!llllllllllllll!lll!llllll!llllllllllllllll!l!lllllllllllllll!llllllllllllllllllllll!llllllllllllll!llllíllllllll!lllll!!!lllllllll'!HII!!lllll!llllllllll!illlillllllil!lllll!li!llllllll!lllll!!lll!!llll!!l!lll!ll!lllllllllllllll!lllllllllllll!!lllllllllllllll!!ll!UH!in meining væri réttari en mín. — Eftir húslesturinn byrjaði sálmasöngur á víxl og góðlátlegt samtal. Og brátt rauk upp af stórri leirskál, barmafullri af ,,púnsi“. Pabbi kveikti á henni, og var það fallegur rauðblár logi. Svo fengu allir púns i bolla, og sló þá nokkuð í glaðværð. Svo kom fullt trog af lummum og kaffi. Hin ánægjulegasta stund þetta kvöld varð meðan á jólagjöfum stóð. Mamma gaf öllum einhverja nýja flík, þegar að afloknum jólalestri. Karlmennimir fengu nýjar milliskyrtur eða nýjan jakka, jólaskó bryddaða og nýja háleista. Stúlkurnar fengu milli- pils eða svuntu og sjalhyrnu, stundum allt þetta hver, sauðskinnsjólaskó og sortulitaða sokka.. Börn- in fengu ný föt, rauða eða bláa sokka og jólaskó. Enginn mátti fara í jólaköttinn. Jólagestur var í þetta sinn Ólafur bóndi frá Brekk- um. Hann var ókátur og einmana, en glaðnaði við púnsdrykkjuna og jólagjafirnar. Konu sína hafði hann misst á þriðja hjónabandsári þeirra. Hún dó af barnsförum. Eftir lát hennar eirði hann hvergi, en sat helzt í smiðju sinni og klambraði sitthvað smá- vegis, sem engu var nýtt. Fann hann þá eitt sinn á smiðjuaflinum blað, sem skrifaðar voru á þrjár vísur. Huggaðist hann við að lesa þær og vissi, að gþiðs engiii hafði flutt honum þær til styrkingar, — þær voru frá konunni hans. Þessar vísur söng hann tár- fellandi, þó að jólanótt væri. Mamma byrjaði sjálf jólasálmana, engin rödd vai svo fögur eins og hennar. Síðast var sungið 'per.ia vers úr Passíusálmunum, ,,Gef þú að móðurmálið mitt,“ o. s. frv. Ljósið á baðstofulampanum var ekki slökkt, þegar háttað var, og logaði alla nóttina á honum. Reyndi ég að vaka sem lengst til þess að njóta birtunnar. Síð- ast streymdu ljósstafir frá lampanum til mín, og ljósbrotir mynduðu geislakrans um baðstofuna. Og ég þoldi ckki að horfa móti allri þeirri dýrð, sem myndaðist un jólabarnið. ,,Góða nótt, mammc nún,“ sagði ég, og tungan drafaði. Drauniur tók við.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.