Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 39

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 39
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 37 og tölum í ró og næði um gamlar endurminningar og drekkum svona framúrskarandi gott viskí, þá segðu mér eitt: Mynduð þið ekki geta notað neitt af mður- suðuvörum okkar? — Ja, við 'höfum nú í mörg ár haft föst viðskipti við Sláturfélag Suðurlands, svaraði Reykness með semingi. — Ég veit það, góði vinur, ég veit það, sagði Hildi- mundur. Og mér myndi aldrei detta til hugar að láta mér um munn fara nokkurt lastyrði um vörur þess. Allur dósamatur frá Sláturfélagi Suðurlands er óað- finnanlegur. En við höfum eitt og 'annað, sem Slát- urfélagið framleiðir ekki. Rækjusalat’ yrði áreiðan- lega vel séð í messanum. Ég skal senda þér nokkrar dósir til reynslu, og þú getur látið framreiða það, þegar konan þín býður forstöðukonum Rússlands- söfnunarinnar til morgunvérðar. Og við framleiðum ódýrari fiskibollur en nokkur annar — heyrðu, þú ættir að koma einhvem daginn og leyfa mér að sýna þér verksmiðjuna okkar. Ég veit, að þú munt hafa gaman af því, og ég myndi ekki hafa eins mikla á- nægju af að skipta við neinn og þig og þitt félag, góði, gamli vinur. — Ég veit ,svei mér, ekki, sagði Reykness. Kann- ski gætum við keypt dálítið af þér til reynslu. — Prýðilegt, alveg piýðilegt, sagði Hildimundur. Ég mun senda þér sýnishom af öllum niðursuðuvör- um okkar. Þú getur verið viss um, að þær munu falla þér vel í geð. Og sojan okkar er tvímælalaust sú bezta í heiminum. Hún. . . . Hildimundur lækkaði róminn, eins og hann ætlaði að segja vini sínum helgasta leyndarmál lífs s'u.s. .... hún er alltaf notuð á forsetaheimilinu á Bessa- stööum. Yfirmatsveinn íorsetans er alveg einstskur afbragðsmaður. Ég sendi syni hans bók í fermingar- gjöf. Það var ,,Ben Húr“ — hefurðu lesið liana? Það er ákaflega góð og hákristileg bók . — Ne-ei, ég hefi ekki lesið hana, sagði Reykness annars hugar. — Þá skal ég gefa þér hana. Það er bók, sem þú verður að lesa, sagði Hildimundur, ákafur. Ég las hana- upphátt fyrir konuna mína í vetur. Svo ski upp- um við til Parísar um páskana, og ég hafði bókina með mér í töskunni, af því að okkur langaði til að ljúka við hana. Og svo sátum við í herberginu á hótel- inu okkar, og ég las, en hún hlustaði á. Annars varð ég fyrir miklum vonbrigðum með frönsku hótelher- bérgin. Hugsaðu þér bara, það vantaði algerlega — Já, sem sagt, þáð vantaði algerlega náttpott, og ég átti í hinum mestu erfiðleikum með að koma þern- unni í skilning um, hvað olckur vantaði. Un pot du chambre . Ja, slík orð finnast ekki í vasaorðabókum. Annars er það í sannleika sagt vítavert, því að þetta er þó hlutur, sem maður getur ekki án verið. Og svo hringi ég til þín og tala nánar við þig um send- inguna til Skipaútgerðarinnar. . . . — Já, já, sagði Reykness, undrandi yfir þessu ó- vænta hliðarhoppi heildsalans. Ég skal reyna.... ég skal gera það, sem ég get. En meðal annarra orða: Þú tókst eftir honum mági mínum áðan. Hann er vis- indamaður og bráðvel gefinn, en hefur mjög einhliða þekkingu. Sniglar eru það eina, sem hann þekkir til nokkurrar hlítar, og það veldur honum nokkrum erfiðleikum með að útvega sér lífvænlegt starf. Hann á nokkurt fé á vöxtum, en þó ekkí svo mikið, að hann geti lifað af því. Hann hafði atvinnu hjá Náttúru- gripasafninu, en nú hefur hann misst hana. Heldur þú ekki, að þú, sem hefur svo góð sambönd mnan viðskiptalífsins, gætir útvegað honum eitthvert starf? Svo gæti hann hugsað um sniglana sina á sunnudögum.... — Heyrðu, góði vinur, hvers vegna i ósköpunum minntistu ekki á þetta fyrr? sagði Hildimundur. him- inlifandi af fögnuði og faðmaði skrifstofustjórann heitt og innilega. Okkur vantar einmitt mann á skrif- stofuna. Launin eru reyndar ekki há, en þetta er verk, sem allir geta unnið. Það er einkum fólgið í því að skrásetja bréf og faktúrur, hreinasti bamaleikur fyrir mann með vísindalega þjálfaða hugsun. Þú sendir hann bara til mín á morgun, og ég skal sjá um það að öðru leyti. ★ Stundu síðar hitti Hildimundur heildsali félaga sinn, Harald heildsala, inni á veitingahúsi. — Hvernig gekk það? spurði Haraldur. — Alveg prýðilega, sagði Hildimundur og ljóm- aði af fögnuði. Við fáum pÖntun. Og þegar við erum komnir inn á hann, gengur allt auðveldar. Þaö var mikið lán, að ég skyldi muna eftir, að ég hafði gengið i skóla með þeim góða manni, Reykness. Já, en heyrðu, það er alveg rétt, Haraldur, við neyðumst til að ráða mág hans sem frímerkjasleikjara hjá okkur. — Og hve lengi þurfum við að drattast með þann ónytjung? spurði Haraldur, úrillur. — Hann er pi'ýðilegur maður, vísindamaður, sem veit beinlínis allt um snigla, sagði Hildimundui-. Ef við höfum hann á skrifstofunni, getum við nokkurn- veginn treyst því, að við fáum stórar pantanir fi'á

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.