Þjóðviljinn - 23.12.1947, Page 41

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Page 41
Jólin 1947 ÞJÓÐVILJINN 39 .Tónsson frá Akurseli, faðir Friðriks á Hóli á Sléttu. J >að stóðst á endum, að Pétur kom rneð stúlkurnar 5 hlaðið á Snartarstöðum, þá er bylurinn brast á. Jón bóndi kom til dyra og var fremur viðskotsillur. Sagð- ist hann ekki vita, hvern fjandann Pétur væri að dragast með kvenmannsvæflur í þessu veðri, og kvað sig ekki undra, þótt svona flökkukindur hittu sjálfar sig fyrir fyrr eða síðai. Þótti Pétri nú nóg komið, kvaddi í skyndi og hvarf út í hríðina. Víkur nú sög- unni aftur heim í Leirhöfn. Pétri bónda þótti veðurútlit ótryggt og fór þvi tímanlega til fjár síns. Þar á sléttunni hagar svo til, að sauðfé er hýst í húsum við sjóinn, sem kölluð eru borgir. Eru þær oft alllangt frá bæ. í Leirhöfn voru í þennan tíma tvær f járborgir, önnur á tanganum fyr- ir neðan Leirhafnai’vatnið, þar sem nú er Nýhöfn. Þar voru hafðir sauðir og annað fullorðið fé. Hin borgin svonefnd Kollsborg, stóð alllangt vestur með sjónum, og er hún enn á sama stað. Þar voru lömb höfð. Pétur bað þær Sesselju og Guðríði að hýsa lömbin fyrir sig í Kollsborginni. Þau höfðu um daginn verið í svonefndri Byrgjafjöru. Sjálfur fór Pétur til sauð- anna, sem voru út með bökkunum austan við Leir- höfnina. Þau fóru öllu á stað í sama mund, en Kristín Ás- mundsdóttir varð eftir ein heima með drengina. Er nú fyrst að segja frá Pétri, að rétt um það leyti, sem hann náði til f járins, brast bylurinn á. Sauðirnir voru í fjöninni framan við bakkana, og átti hann upp á þá að sækja með féð. Skóf mjög fram af bökkunum, og leituðu sauðimir æ meir undan að sjónum. Gekk nú í þófi fyrir Pétri, og tók þá að dimma af nótt. Þótti honum sem sauðunum væri kastað í fang sér aftúr, þótt hann kæmi einhverjum af þeim upp á bakkana. Krepptu sauðirnir svo að Pétri, að hann stóð í sjó allt að mitti framan við þá. Sá hann nú, að svo búið mátti ekki standa og ham- aðist^að sauðunum. Tókst honum að lyktum að koma þeim upp á bakkana, enda var hann hraustmenni og harðfylginn sér. Rak hann síðar féð, sem leið liggur, inn fyrir Leirhöfning. og í'ram á tangann, og gekk það þolanlega. En þegar hann ætlaði að reka þá inn í borgina, fengust sauðirnir ekki með nokkru móti til þess að ganga inn og komu jafnharðan í fang honum aftur. Þótti Pétri þetta ekki einleikið og litaðist um í borg- inni Sá hann þá glætu nokkra sem maurildi, og í glæt- unni sá hann mórauðan hund. Þótti honum sem Móri varnaði fénu inngöngu. Gekk svo lengi nætur, að Móri hörfaði undan Pétri, er hann gelck inn í borgina, en var jafnharðan kominn í veg fyrir sauðina, þegar hann vék út aftur. Að lokum tókst Pétri þó að byrgja féð inni og hélt síðan heimleiðis. Náði hann bænum mjög þrekaður. Þær Sesselja og Guðrún voru þá ókomnar, en Knstín sat með drengina nær örvita af hræðslu í myrkrinu, því að eldurinn var dauður. Kvaðst hún hafa heyrt umgang og læti fram í bænum um nóttina, svo að allt hefði ætlað um koll að keyra. Pétur tók púðurhorn sitt og pönnubyssu þamla og fór fram í eldhús tíl þess að reyna að kvéikja eld. Hellti hann nokkru af púðri i hlóðirnar ,en vegná myrkurs sá hann ekki, hve mikið það var. Reyiidi hann síðaú að kveikja með pönnubyssunni, ert á þeim byssum var kveikt með stáli og tinnu. Laust1 nú neista i púðrið á hlóðunum, sem var alltof mikið; og varð af blossi mikili. Slcað- brenndist Pétur bæði á höndum og andliti. Staulað- ist hann síðan til baðptqfu og lá þar ósjálfbjarga það sem eftir var nætur. ’ / Nú vikur sögunni að Grjótnesi. Þar bjó Björn bróðir Péturs. Hjá honum voru Jón og Halldóra, for- eldrar þeirra. Um kvþlcþð, þetta hið sama, sat Björn og spilaði ,,púkk“, lá vel á honum og hló hann hátt við.^ a i Þá. reis Halldóra móðir hans af rökkursvefni og gekk til sonar síns. Stuþdi hún hönd á öxl honum og mælti: „Það væri betur„að svona lægi vel á aumingj- anum honum Pétri, bróður þínum í kvöld.“ Bjöm mun hafa fengið eftirþanþa, nokkum af þessu, því að í bíti morguninn eftir þjqst hann með piltum sínum og fór, sem leið liggur, inp í Leirhöfn og náði þangað laust eftir birtingu. Þáj var veður enn hið sama og lítt ratandi nema með sjónum. Skömmu síðar kom Pétur Hákonarson heim illa farinn og nokkuð kalinn. Hafði hann náð Snartar- staðaf járborg vestan undir Snartarstaðanúp og látið þar fyrirberast. En þegar sauðamaður kom með féð, hafði Pétur eitthvað gletzt við hann. Varð þeim sundurorða, og stökk Pétur þá enn út í hríðina og lagði á Snartarstaðanúp. Komst hann við illan leik norður af núpnum og náði Ivollsborg. Þar lét hann fyrirberast, þar til skímá tók. Færði hann þær fréttir að lömbin hefðu öll ýerið í borginni og vel frá þeim gengið .Þegar ögn rofaði, var farið að leita að stúlk- unum. Fundust þær eftir nokkra leit, sín í hverju lagi, Guðríður austan við svokallaða Stékkjarhæð, en Sesselja nokkru nær bænum úti á vatninu. Hafði vindhviða auðsjáanlega kastað henni aftur á bak á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.