Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 48
/
46
Þ JÓÐ.V I.LJINN
saman nægilegu magni af úraníum og kolum og skilja
síðan eftir hæfilegan tíma það plút|>níum, sem mynd-
azt hefur, frá hinum efnunum.; Þetta var þó ef til
vill ekki eins auðvelt og það vihðist í fljótu bragði,
því að það er ekkert smá fyrirtæki að framleiða nýtt
frumefni svo kílóum skipti. Það varð því að byggja
stórar verksmiðjur og jafnvel reisa heila bæi. Aðal
verksmiðjurnar voru byggðar við Columbia ána í rík-
inu Washington, en vatn árinnar var notað til kæl-
ingar, en mikill hiti er samfara plútoníummynduninni.
Sumarið 1945 var búið að framleiða nægilega mörg
kíló af plútoníum og úraníum 235 til að hægt væri að
reyna sprengjuna. Hún var smíðuð á afskekktum
stað í New Mexico og í júlí 1945 var fyrsta tilraunin
gerð á eyðimörk New Mexico, en hún tókst svo vel
að skömmu síðar var tveim kjarnorkusprengjum
varpað á Japan, en árangur þeirra er öllum kunnur.
Breytt viðhorf til vísindanna
Hinn mikli árangur, sem starf vísindamannanna á
stríðsárunum bar, opnaði augu almennings fyrir þýð-
ingu þeirra. Hermönnunum á vígstöðvunum var það
ljóst, að framgangur þeirra var fyrst og fremst undir
því kominn, sem gerðist á rannsóknastofunum heima
fyrir, en almenningur fékk þó ekki mikla vitneskju
um árangurinn af rannsóknum þessum fyrr en eftir
stríðið, en þá vakti það almenna undrun, hve mikið
hafði á unnizt á svo mörgum sviðum. Mönnum varð
á að spyrja, hvers vegna þessum mönnum hafði ekki
fyrr verið gefinn kostur á að njóta sín til fulls, og
stjórnmálamennirnir sáu, að þarna var fjársjóður,
sem þjóðin mátti ekki við að láta ónotaðan. Þó að
merkilegt megi virðast, voru þó vísindamennirnir
sjálfir ekkert sérlega hrifnir af þessum breytingum
á högum þeirra. Þeir höfðu ekkert á móti því að fá
góðar vinnustofur og að þeim yrði séð fyrir þeim
tækjum, sem þeir þörfnuðust, en flestum þeirra hraus^
hugur við að verða leiksoppar stjórnmálamannanna.
Á ófriðaráninum höfðu þeir ekki verið frjálsir menn.
Nánustu ættingjar þeirra vissu ekki, hvar þeir voru
niður komnir, og stöðugt eftirlit var haft með, hvað
þeir hefðust að og hvar þeir færu. Á stríðsárunum
'höfðu þeir séð nauðsynina og sætt sig við þetta, en
þá langaði ekkert til að vinna þannig allt sitt líf.
Þegar stríðinu lauk, voru margir svo barnalegir, að
halda, að nú myndu þeir geta birt árangur rannsókna
sinna og síðan sótt samstarfs við vísindamenn ann-
arra þjóða, svo að heimurinn í heild gæti notið ávaxt-
anna af verkum þeirra. Þetta var eflaust barnalegt,
Jólin 1947
en við megum ekki gleyma þvi að Vísindamennirnir
vonj alltaf vanir að líta á vísindin sem eign allra
þjóða, en ekki sem séreign neinnar sérstakrar þjóð-
ar. Allar merkar vísindalegar uppgötvanir hafa kom-
ið fram við náið samstarf milli vísindamanna margra
þjóða, og jafnvel gæfa sú, sem amerískir vísinda-
menn áttu að fagna á stríðsárunum var borin uppi af
áratuga starfi ótal vísindamanna um allan heim.
Eina vörnin gegn árásarvopnum
nútímans er friður
En stjórnmálamennimir litu nú öðrum augum á
málið. Þeir sáu 'hvílík völd þeir höfðu öðlast, og þeir
sáu fyrst og fremst hvílík hætta heiminum stafaði
af þeim auknu völdum, sem menn höfðu náð yfir
náttúruöflunum. En fyrsta skylda stjónimálamann-
anna er þjóðrækni, og hinir amerísku stjómmálamenn
sögðu þá líka sem svo: Fyrst björgum við Ameriku
en síðan heiminum! Það getur þó svo farið að þetta
reynist nokkuð þröngsýnt sjónarmið. Árásarvopn nú-
tímans eru að verða svo ægileg, að eina vömin gegn
þeim virðist vera að koma í veg fyrir stríð. Ef til
nýrrar styrjaldar kemur getur svo farið að enginn
verði þar sigurvegari, en til að aftra styrjöld verður
að eyða þeirri tortryggni, sem ríkir á milli þjóðanna,
en það verður erfitt á meðan hver býr yfir sínu leynd-
armáli.
Eftir styrjöldina hafa flestir amerískir eðlisfræð-
ingar hætt bombusmíðum. Það er nú varla lengur vis-
indi heldur iðnaður, og hjálpar þeirra er þar ekki
lengur þörf. Þeim er það ljóst, að framgangur þeirra
á stríðsárunum var mikið því að þakka, að vel var í
hendur þeirra búið af þeim, sem á undan höfðu unnið
að verkefnum þeirra og að þeir fengust yfirleitt að-
eins við verkefni, sem búast mátti við að gæfu skjót-
an árangur. Hins vegar var ekkert gert til þess að
afla sér grundvallarþekkingar, sem koma myndi að
haldi síðar meir. Flestir þeirra hafa því aftur snúið
sér að shkum rannsóknum. Það gefur þeim meira
starfsfrelsi, því að þar fá þeir að birta árangur verka
sinna, en vinna þó við bætt kjör, því að hið opin-
bera veitir ríflega styrki til starfsemi þeirra.
— Hvenær heldur þú að harlmaður lendi i mestum vand-
raeðum á lifsleiðinni?
_ ? ? ?
— Þegar hann þarf að kynna seinni konuna sína, sem er
aðeins 19 ára, fyrir 20 ára gamalli dóttur sinni frá fyrra hjóna-
bandi.