Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 13
LEIGUHERBERGI
MEÐ
HÚSGÖGNUM
Eirðarlausir, flöktandi, stöðv-
unarlausir og óstöðvandi eins
og sjálfur tíminn, þannig er
farið sérstökum flokki manna,
sem rauðu tígulsteinshúsin í
neðsta Vesturbæ hýsa. Heimil-
islausir, sem þeir eru, eiga þeir
sér þó ótal smugur. Þeir flytja
í sífellu stað úr stað, úr einu
leiguherbergi með húsgögnum
í annað. og herbergi þessi, sem
hýst hafa svo marga, ættu að
geyma ótal sögur, að vísu ekki
merkilegar allar. en þó væri
furða, ef ekki leynist einn og
einn svipur horfins manns í
fyrri híbýlum þessara farand-
svipa.
Það var kvöld eitt eftir sól-
setur, að ungur maður sást á
vakki fyrir utan þessi hrörlegu,
rauðu hús. Hann hringdi
hverri dyrabjöllunni eftir aðra,
og er hann kom að hinum
tólftu, lagði hann frá sér tösku
sína, litla fyrirferðar, og þurrk-
aði svitann af enni sér og af
svitagjörðinni á hattinum. Þeg-
ar hann studdi á hnappinn,
hljómaði bjallan eins og úr
fjarska og með holum hljómi.
tJt í gættina á þessu hinu
tólfta af húsunum kom kona,
sem honum fannst líkjast feit-
um, oföldum maðki, sem búinn
væri að éta allt innan úr hnot-
skel sinni, og væri nú áfjáður
að fylla hann aftur af ein-
hverju ætilegu.
Hann spurði hvort hún hefði
herbergi til leigu.
..Gerið svo vel að koma inn‘‘,
sagði hún. Röddin kom neðan
úr barka. og sá barki virtist
vera fóðraður loðskinni „Ég
hef herbergi á þriðju hæð- sem
hefur staðið autt í viku.. Mund-
uð þér vilja líta á það?“
Ungi maðurinn fór með
henni upp. Birtan á göngunum
var dauf, og virtist ekki koma
úr neinni sérstakri átt, svo að
skuggar urðu tæplega greindir.
Á teppunum í stigunum heyrð-
ist ekki fótatak, en annars var
svo um þau háttað að vefar-
inn. sem óf þau, mundi hafa
aftekið að hafa gert það: Það
virtist vera komin í þau nokk-
urskonar ofhyidgun, eins og
hefðu þau orðið fyrir þeim á-
lögum hér í þessu rakafulla
hálfrökkri, að umbreytast í lif-
andi vef af sveppum og myglu
eða mosa, svo þau voru sleip
undir fæti eins og bessar jurt-
1 ir.
( Á hverjum stigapalli voru
SMÁSAGA
EFTIR
O. HENRY
útskot í veggina, sem öll voru
auð. Líklega höfðu einhvern-
tíma verið settar þarna jurtir
til prýði, en ekki getað þrif-
izt þar í slíku birtuleysi og
saggafullu ólofti. Einnig hefðu
það getað verið myndir af
dýrlingum, en það mátti vel
ímynda sér að púkar og árar
hefðu stolizt að þeim í myrkri
og dregið þær niður í eitthvert
óþrifadýki í kjallaranum.
„Þetta er nú herbergið,“
sagði konan hálfu loðmæltari
en áður. ,,Þetta er fallegt her-
bergi, aldrei stendur það lengi
autt. f fyrrasumar hafði ég úr-
vals leigjendur, sem aldrei
fundu að neinu, og borguðu
alltaf á réttum gjalddaga. Vask-
urinn er þarna við endann á
ganginum. Sprowls og Moony
voru hérna í þrjá mánuði. Þeir
voru að semja söngleik í ljóð-
um. Þarna er gasið, og þér sjá-
ið að hér er fjöldinn allur af
skápum f þessu herbergi líður
öllum vel. Það stendur aldrei
lengi autt.“
„Leigja margir leikarar
hér?“ spurði maðurinn.
,.Já, þeir koma og fara. All-
margir af leigjendum mínum
eru eitthvað við leikhús riðnir.
En leikarar verða aldrei mosa-
grónir neinsstaðar. Já, þeir
koma og fara.“
Hann tók herbergið á leigu
og borgaði viku fyrirfram.
Hann sagðist vera þreyttur, og
þurfa að hafa næði án tafar.
Hann taldi peningana fram og
iagði þá á borðið. Konan sagði
að herbergið væri alveg tif
reiðu. það væri búið að leggja
fram handklæði og vatn. Þeg-
ar hún fór að búast tif að
kveðja. herti hann upp hugann
og bar fram spurninguna. sem
brunnið hafði honum á tungu
allan tímann. spurninguna sem
hann hafði ótal sinnum áður
spurt.
„Þér munið víst ekki eftir að
nokkurn tíma hafi leigt hjá
yður ung stúlka sem heitir
Eloise Vashner? Það er líkleg-
ast að hún hafi haft fyrir at-
vinnu að syngja í einhverju
feikhúsi. Þetta er bjartleit
stúlka, meðallagi há og grönn,
hefur rauðgult hár og dökk-
brúna vörtu við vinstra gagn-
auga.“
„Nei, ég man ekki eftir
bessu nafni. leikhúsfóik er allt-
af að skipta um nöfn. Það
kemur og fer. Nei. ég man
ekkert eftir þessari stúlku.“
Þetta var ekki í fyrsta
skipti, sem spurningunni var
neitað. Fimm mánuðir höfðu
farið í þrotlausa leit, og svarið
var alltaf hið sama. Á hverj-
um degi sleitulaust span frá
einum forstöðumanni til ann-
ars, frá einum umboðsmannl
til annars, einum skóla til ann-
ars, og á kvöldin frá einu leik-
húsinu til annars, einni söng-
höll til annarrar, allt frá hin-
um frægustu til svo laklegra,
að hann hræddist að finna þar
það sem hann annars langaði
mest af öllu til að finna,
Það var stúlkan hans, sú
sem hann aldrei gat gleymt og
hann hafði leitað hennar lengi.
Hann þóttist handviss um það
að einhversstaðar í þessari sæ-
girtu borg væri hennar að
leita, en borgin var lík þeim
kviksandi, þar sem hvert korn
færist til án afláts, og ekk-
ert stendur á stöðugu, heldur
er það, sem efst lá í dag, graf-
ið djúpt í slý og leðju á morg-
un.
Herbergið virtist gestinum
ekki með öllu fráfælandi við
fyrstu sýn, það heilsaði gestin-
um með einhverskonar tilfinn-
ingarlausri ákefð, grunnfærn-
um fleðuskap og uppgerðar-
brosi hálfgildings vændiskonu.
Það var eins og þessi úr sér
gengnu húsgögn, þetta slitna,
þvínær tætta, glitofna áklæði á
sófanum og tveimur stólum,
spegillinn milli glugganna,
mjór og lítilfjörlegur, tvær
myndir í gylltum römmum, og
látúnsrúmið, vildu gera sitt
ýtrasta til að gera herbergið
vistlegt og aðlaðandi, en það
var síður en svo að það mætti
takast.
Hann lét fallast niður í stól,
sat grafkyrr og fór að virða
fyrir sér herbergið, en það var
sem talaði það til hans mörg-
um tungum, að hver horfinn
íbúi þess hefði einhverja sögu
að segja.
Á miðju gólfi var skrautlegt
teppi, en utar frá var allt þak-
ið óhreinum mottum, og þetta
líktist fallegri frjósamri eyju
úti í öldóttu hafi. Veggfóðrið
var litskrúðugt og á veggjun-
um héngu þessar myndir sem
ætíð verða fyrst fyrir augum
hins heimilislausa í hverju
nýju herbergi, sem hann leigir
sér: Fyrsta sennan Hádegis-
JÓLABLAÐ -