Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 22
ILL-
KYNJAÐUR
DRAUGUR
— Trúið þið á drauga?
spurði mr. Mulliner skyndilega.
Ég tók málið til ítarlegrar
yfirvegunar en raunar dálítið
undrandi, þar eð ekkert í und-
anfarandi umræðum hafði lotið
að þessum efnum.
— Bæði og, svaraði ég svo.
— Með öðrum orðum sagt,
hélt mr. Mullinger þolinmóður
áfram, trúið þér á draugagang
í húsum. Trúið þér því, að það
sé mögulegt fyrir ill áhrif að
ná til þeirra, sem í húsdð
koma?
Ég hikaði. Bæði og, sagði ég
svo aftur.
Mr. Muiliner gaf frá sér
stunu. Það var eins og hann
væri að velta þvi fyrir sér,
hvort ég væri alltaf svona
treggáfaður.
— En auðvitað hefur maður
lesið draugasögur. hélt ég á-
fram.
— Ég er ekki að tala um
skáldsögur.
— Ég hitti raunar mann
einusinni sem þekkti náunga . .
— Frændi minn James Rod-
man eyddi nokkrum vikum í
draugahúsi. sagði mr Mulliner,
sem ekki tekur alltaf sem bezt
eftir því, sem aðrir seg.ja. Það
kostaði hann fimm búsund
sterlingspund. Það er að segja,
hann fórnaði þessari fjárupp-
hæð með því að vera ekki um
kyrrt. Hafið þér nokkurn tíma
heyrt getið um Leilu J. Pinck-
ney? sagði svo mr. Mulliner
skyndilega. og að þvl er virtist
alveg út í bláinn.
Auðvitað hafði ég heyrt getið
um Leilu J. Pinckney. Hún var
látin fyrir fám árum, og frægð
hennar nokkuð tekin að dvína,
en um tlma var ógjörlegt að
fara framhjá bókabúð án þess
að rekast á langa röð af rit-
verkum hennar. Sjáifur hafði
ég aldrfi lesið neitt eftir han^
1 en vissl þiá, að á væmnisbók-
menntasviðinu átti hún fáa
sína líka. Gagnrýnendur gátu
vanalega um útkomu bóka
hennar með orðunum: Nýr
Pinckney, eða — ef þeir vildu
vera ósvífnari: Enn einn
Pinckneyi! Og einn gagnrýn-
andinn lauk dómi sínum um
ritverkið. Ástin sigrar allt, með
orðunum: Ó guð minn góður!
— Hvað um Leilu Pinckney?
spurði ég.
— Hún var frænka James
Rodmans.
— Nú?
— Jú.
— Og þegar hún dó komst
James að því, að hún hafði
arfleitt hann að fimm þúsund
sterlingspundum og sveitar-
húsinu, þar sem hún hafði bú-
ið síðustu tuttugu ár.
— Allra laglegasti arfur, það.
— Síðustu tuttugu ár, endur-
tók mr. Milliner. Takið vel
eftir þvl. það hefur úrslitaþýð-
ingu fyrir það, sem á eftir fer.
í tuttugu ár hafði Leila J.
Pinckney reglulega gefið út
tvær skáldsögur árlega, auk
tólf smásagna, og gefið auk
þess ungum stúlkum mánaðar-
lega góð ráð og leiðbeiningar í
einu afþreyingartímaritinu.
Þetta hefur það svo aftur I för
með sér. að fjörutíu skáldsögur
hennar að minnsta kosti og
hvorki meira né minna en 240
smásögur voru skrifaðar innan
veggja þessa húss. Húsið hét
Unaðslundur
— Fallegt nafn.
— Nafnið er hrein viður-
styggð. sagði mr. Mulliner í
ströngum tón, og hefði átt að
geta orðið James frænda mín-
um aðvörun þegar I upphafi.
Eruð þér með blað og biýant
á yður? Hann krotaði nokkrar
tölur á blað og yggldi sig síðan
yfir útkomunni. Jú, ef útreikn-
ingar mínir standast hefur
Leila J. Pinckney skrifað níu
miljónir, eitt hundrað og fjöru-
tíu búsund orð af væminni
22 ~ JÓLABLAÐ