Þjóðviljinn - 24.12.1965, Side 23

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Side 23
 GAMANSAGA EFTIR P.G. WODEHOUSÉ rómantík innan veggja þessa húss. Það var svo á kveðið 1 erfðaskránni, að James frændi hennar yrði að dveljast í hús- inu að minnsta kosti sex mán- uði ár hvert. Gerði hann það ekki, skyldi hann missa bæði húsið og fimm þúsundin. — Það hlýtur að vera gaman að búa til erfðaskrá svona upp á grín. Ég vildi að ég hefði efni á því. — Það var ekkert að erfða- skránni, og skilyrðin eru fylli- lega skiljanleg. James Bodman skrifaði leynilögreglusögur og Leila frænka hans hafði alltaf litið þær bókmenntir homauga. Hún hafði mikla trú á áhrifum lumhverfisins, og ein ástæðan fyrir því, að hún setti þessi skilyrði í erfðaskrána, var sú, að hún vildi neyða frænda sinn til þess að flytjast frá Lundúnum. Hún taldi nefni- lega, að stórborgin hefði ill áhrif á hann og mótaði skoðan- ir hans hörku. Hún hafði oft haft orð á því við frænda sinn, hvort honum þætti það eigin- lega viðeigandi að þrástagast á fjárkúgun og morðingjum. Það var nóg til í veröldinni af morðingjum og fjárglæfra- mönnum, þó að ekki væri verið að skrifa um þá í þokkabót. Þessar mismunandi skoðanir á eðli bókmenntanna höfðu eðlilega leitt til nokkurrar sundurþykkju með þeim frænd- systkinunum, og James hafði aldrei látið sig dreyma um að hann myndi hagnast neitt við andlát gömlu konunnar. Hann hafði heldur aldrei farið neitt dult með það, að hann hefði viðurstyggð á stflsmáta frænku sinnar. Skoðanir hans á list bók- menntanna voru einkar af- dráttarlausar. Að hans dómi gat ekki rithöfundur, sem ein- hverja virðinu bar fyrir sjálf- um sér, látið eftir sér þann munað að skrifa sætsúpuróm- antík og ástarvellu. Hann átti að halda sig við skammbyss- ur, glötuð leyniskjöl, hróp i náttmyrkrinu, dularfulla Kín- verja og rýting í bakið. Og það kom fyrir ekki, þótt frænka hans hefði dillað honum á kné sér sem barni — ekkert gat fengið James Rodman til bess að leyna þeirri skoðun sinni, að Leila frænka hans skrifaði yfirspennt volæðisþrugl. Það var því með undrun, sem James komst að því, að frænka hans hafði minnzt hans í erfðaskrá sinni. Þetta var að sjálfsögðu þægileg uppgötvun. James hafði allra sæmilegustu tekjur af þrem leynilögreglu- sögum og átján smásögum, sem hann gaf út árlega, eh rithöf- undur getur alltaf komið fimm þúsund sterlingspundum í lóg. Og hvað húsinu viðkemur, hafði hann raunverulega verið að svipast um eftir þægilegu sveitarsetri, þegar honum barst bréf lögfræðingsins. Eftir viku var hann setztu að í Unaðs- lundi. * James segir mér, að i fyrstu hafi sér litizt bara vel á húsið. Það leit ljómandi fallega út, enda lítið og lágt, rómantískt gamalt hús með skrítnum, litl- um skorsteinum og rauðu þaki — og umhverfið allt eftir þessu. Þetta var í fáum orðum bezti hugsanlegi vinnustaður- inn, sem rithöfundur gat óskað sér. — Það var einmitt á þess- um stað, hugsaði hann með sér í gázka, sem frænka hans hafði skrifað bækur sínar af svo mikilli innlifun. Jafnvel búldu- leita ráðskonan hefði sem bezt getað stokkið beint út úr ein- hverri þeirra. James virtist sem hann hefði verið lukkunnar pamfíll. Hann hafði tekið með sér bækur sín- ar, pípu og golfkylfur, og vann nú af kappi að beztu bókinni, sem hann hafði nokkurn tím- ann skrifað, Leyndardómamir níu, hét hún, og á fögru sum- arsíðkveldi, þegar þessi saga hefst, sat hann í vinnuherberg- inu og lamdi ritvélina, sáttur við guð og menn. Ritvélin skrölti áleiðis, nýtt píputóbak, sem hann hafði keypt daginn áður virtist ágætt, og hann gekk nú fyrir fullum dampi við að ljúka kaflanum. Hann setti nýja örk í ritvél- ina, tuggði pípu sína hugsandi augnablik og skrifaði svo af flýti: — Augnablik hélt Lester Gage, að honum hefði skjátl- azt. Svo heyrði hann hljóðið aftur, lágt en greinilegt — eins og varlega væri krafsað íhurð- ina hinum megin. Hörkudrættir birtust um munninn. Hljóðlaust, líkt og hlébarði, leið hann að skrif- borðinu og dró upp skamm- byssu sína upp úr skúffunni. — Eftir eiturnálina forðum ætlaði hann ekki að láta koma sér að óvörum aftur. í dauða- þögn læddist hann að dyrunum og hrinti þeim upp með byss- una til taks. Fyrir utan dyrnar stóð feg- ursta stúlkan, sem hann hafði nokkru sinni augum litið. Sannkölluð álfamær. Hún horfði á hann andartak með hugljúfu brosi, síðan lyfti hún vísifingrinum glettnislega: Ég er hrædd um, að þér séuð búnir að gleyma mér, herra Gage, sagði hún strengi- lega og með uppgerðaralvöru. James horfði sem í leiðslu á pappírinn. Honum var öllum lokið. Sizt af öllu hafði hann ætlað sér að skrifa eitthvað á borð við þetta. f fjrrsta lagi var það föst regla hjá honum; regla sem hann braut aldrei, að leyfa ekki ungar stúlkur í sögum sínum. Það var út af fyrir sig með skuggalegar knæpumatrónur og allt 1 lagi með ævintýrakvendi, sem töl- uðu með erlendum hreim. En aldrei, ekki undir nokkrum kringumstæðum, neitt, sem lauslega talað má lýsa sem ungum stúlkum. Leynilögreglu- saga átti að hans dómi ekki að hafa neina kvenhetju. Kven- hetjur töfðu bara fyrir og reyndu að daðra við einka- spæjarann, þegar hann átti að vera önnum kafinn við að leysa morðmálið. Og svo Iétu þær glæponinn nappa sig og hertaka með einhverju nauða ómerkilegu gabbi. James var með öðrum orðum nánast múnkur í skrifum sínum. Og svo birtist þessi kvenper- sóna á hans eigin blaðsíðum með hugljúft bros og glettinn vísifingur, einmitt þegar spenn- an í sögunni nálgaðist hámark- ið. Þetta var óhugnanlegt. Hann leit aftur yfir uppkast- ið. Nei, allt í lagi með það. I uppkastinu stóð það skýr- um stöfum, að þegar dymar opnuðust, hefði dauðvona mað- ur fallið inn í herbergið og rétt getað tautað áður en hann gaf upp andann: Bjallan! Segið Scotland Yard að bláa bjallan sé. . . Með það lagði hann upp laupana á gólfteppinu, og Lest- er Gage stóð eftir fullur undr- unar — eins og eðlilegt má teljast. Argur og undrandi strokaði James út þessa sætsúpu og bætti við nauðsynlegum leið- réttingum. Og þá var það sem hann heyrði Snata spangóla. Eini gallinn á þeirri Paradís. sem James taldi sig hér hafa fundið, var hundkvikindið Snati. Að nafninu til var dýrið í eigu garðyrkjumannsins og hafði á fyrsta degi ættleitt James, sem lét sér vægast sagt fátt um finnast. Snati hafði JÓLABLAÐ — 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.