Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 34
Séö yfir Napólí-borg við flóann. Eldfjallið Vesúvíus sést í baksýn.
Cr fjarska séð er Napólí
tignarleg, en þegar nær
en komið hverfur samræmið og
aðkoman minnir á óskapnað.
Þannig er borgin nú á dögum.
Á götum hennar ægir öllu sam-
an; saga henrar, húsagerðarlist,
stjómmál og tungutak fólks-
ins, allt þetta beggja blands og
af ýmsum toga spunnið. Borg-
in er undarlegt og miðaldalegt
sambland villimennsku og há-
menningar, myrkurs og ljóss,
þar sem hið ljótasta og hið feg-
ursta, fátækt og auðævi, lestir
og dyggðir eru eins og óað kilj-
anlega samfléttuð. Og í andlit-
um fólksins er eins og speglist
samtimis grátur og hlátur, vin-
semd og grimmd, kjarkur og
kjarkleysi. Dómar þeirra sem
hafa heimsótt borgina eru Iíka
býsna misjafnir. Shelley kennir
hana við Sæluvelli, í augum
Somerset Maughams er hún
spilltasta borg í Evrópu. En
þrátt fyrir alla ósamræmni
sína og andstæður er engin
ítölsk borg með jafn sérkenni-
legan svip og þessi, jafn glögg
sérkenni og þessi, hvergi ber
borgarlýðurinn það eins vel
með sér að vera óháður og
að áhrif einstaklinganna koma
fram.
Við hinn fagra hálfhring-
laga flóa breiöir borgin
Napólí úr sér upp til landsins
og um hæðakambana mitt á
milli höfðanna við Sorrento og
Miseno. Undan landi standa
34 — J ÓLABLAÐ
Kaprí og Ischia eins og verðir
við innsiglinguna, en inn til
landsins sést hinn þungbúni
Vesúvíus gnæfa við himin.
Þegar nær er komið sést að
hæðardragið sem aðalborgin
stendur á nær frá hæðunum
við Sant Elmo fram að úfnum
klettahöfðanum þar sem sjávar-
löðrið leikur um grundvöll Ovo
kastalans. Á báða vegu teygir
borgin anga sína út með afmá-
anlegum flóanum, unz hún fer
að dreifast kringum viðborgirn-
ar Baia, Pozzuoli og Castella-
mare. Lauguð sjávaröldum og
sterku skini sólar er þessi strönd
enn eins töfrandi ogunaðslegog
hún var þegar Grikkir komu
hér fyrir þrjú þúsund árum. Á
undan því sem segir af Grikkj-
um er ekki við neitt að styðj-
ast um það hvað gerðist hér
á þessum slóðum Sírenanna,
nema sögusagnir og ágizkanir.
En þetta er sviðið þar sem áttu
að gerast sögur Hómers, þar
sem Eneas steig á land á leið
sinni til Rómar, þar sem hell-
ar og vötn áttu að vera op
niður til undirheima og þar
sem Tröllaskeiðið mikla eða
gatan greiða meðfram Lúkrín-
vatni var gerð að vegi sem
Herkúles hefði lagt til að geta
hrakið Oxen af Geryon yfir
fenin. Napólí sjálf er borg Sír-
enanna og heitin eftir hinni
fagurrödduðu Parthenópu, sem
seiddi menn í dauðann hjá
Galli-eyjum handan við Sorr-
ento. En eftir að Odysseifur
hafði staðizt hana, fleygði hún
sér í sjóinn og líkið bar á
land á þeim stað sem enn er
við hana kenndur, Via Parthen-
ope.
Grikkir settust fyrst að á
eynni Ischiu um það bil
1000 árum fyrir Krist, en seinna
byggðu þeir borgina Kúma á
meginlandinu, og færðu sig síð-
an smám saman suður á bóg-
inn og reistu nýjar byggðir cg
ein þeirra varð Neapolis eða
Nýja borgin. Staðurinn blómgv-
aðist og þegar veldi Rómverja
fór að færast suður á bóginn,
náðu þær nýjungar sem sú
þjóð flutti með sér fljótlega
fram að ganga hér: stjórnsemi,
blómleg verzlun og hringleika-
húsin með því sem þar fór
fram, hélt innreið sína, en einn-
ig bjó staðurinn að menningu
og verklegri kunnáttu hinna
fornu Grikkja. Hingað bótti
einnig munaðarseggjum gott að
koma, vínið afbragð og mafcur-
inn ágætur (einkum ostrur) og
svo voi-u hinir undraverðu eig-
inleikar hvera og lauga á þessu
jarðhitasvæði, en þetta varð
með öðru til þess að þarna varð
brátt hinn eftirsóttasti veru-
staður í öllu heimsveldinu. Og
til að auka á lystisemdirnar
var hið ,,umdeilda andrúms-
loft‘‘ í Napólí, en það sögðu
menn stafa af undraverðum
eiginleikum loftsins þar sem
byggi yfir ,,töfrafullum ynging-
armætti“. Jafnan þegar keisur-
um fór að leiðast þrasið og
fyrirhöfnin í höfuðborginni leit-
uðu þeir sér afþreyingar með
því að skreppa suður að flóa,
og fylgdi þeim mikill skari
ríkra Rómverja, sem mjög
fúsir voru til hverskonar mun-
aðar og svalls. Því að Övi-
díus hafði sagt þeim, að
,,In otia natam Parthenopen"
eða að Pathenópu hafði verið
eiginlegt að lifa í iðjuleysi, og
þeim var mjög hugleikið að
njóta lystisemda þvílíks lífs.
Hvar sem farið er um Napólí-
flóann mæta manni minn-
ingar um fræga Rómverja.
Ágústus keypti Kaprí til bess
að njóta þar næðisstunda, Tí-
beríus dó í Miseno, Neró iðk-
aði söng sinn í Napólí, en í
Baia varð honum það að
myrða móður sína. Það er kunn-
ugt að Virgilíus samdi nokkurn
hluta Eneasarkviðu í Posillipo;
Brútus og Cassius gerðu sam-
særið um að myrða Cæsar f
Nisida og sælkerinn Lúcúllus
átti herragarð á Castel dell
Ovo þar sem hann lét múrenu-
fiska þá sem hann hafði mikið
dálæti á éta þræla sína lifandi.
Frá Pozzuoli, þar sem Páll post-
uli kom að landi á leið sinn!
til Rómar, lét Kaligúla gera
bátabrú þriggja og hálfrar mílu
langa til borgarinnar Baia þar
sem almælt var að lauslæti
væri meira en I öðrum stöðum.
Virgilíus lofsöng Baia að vera
,,göfugrar gyðju ástar, gullin-