Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 35
ljómandi strönd" En Seneca getur staðarins sem ..lastabæl- is‘‘ og orðrómurinn var víst ekki mjög frábrugðinn því fyr- ir hundrað árum, þegar Sainte- Beuve kallaði Baia ,,sódómuna veð Napólíflóann". Frá Mísenó, vestar á nesinu að innsiglingunni, þar sem rómverski flotinn hafði lagi, hélt Pliníus skipum sínum í hinn misheppnaða björgunar- leiðangur sinn til Pompeii og Hercúlaneum og fórst sjálfur árið 79 e. Kr. Undan sama nes- inu hittust þeir Agústus, Antón- íus og Pompeius til þess að deila með sér heimsríkinu eftir dauða Cæsars. Syðra nesið að innsiglingunni. sem nú heitir Punta della Campanella, hét áður Mínervuhöfði og stóð þar mikið hof. Þar er svo mikið af skrautgripum í jörðu, að hver sá sem fer að grafa oar, getur hitt á að finna þar helgi- myndir, myndastyttubrot og skrautleg leirker, sem eru meir en tvö þúsund ára gömul. En í sjálfri Napólí eru litlar meniar um Grikki eða Rómverja, lema hluti úr veggjum Díoskúra- hofsins, sem fyllir upp í fram- hlið kirkjunnar San Paolo di Maggiore. Napólí er regluleg næst miðju, en utar taka við mjóar götur sem ganga sitt á hvað og að útjaðri þeirra náði gamla borgin. Via Tribunaii var aðalgatan og Via San Biagio neðri aðalgatan. Nú er býsna NAPOLI mikil breyting á orðin, en hver sem séð hefur hofin í Paestum hér fyrir sunnan getur gert sér nokkra hugmynd um glæsibrag hinnar fomu Napólíborgar. Meðan miðaldamyrkrið var sem svartast, frá 5. öld til þeirrar 11. eða þangað til Nor- mannar ruddu sér þarna til rúms og urðu aðall landsins. varð Napóli að þola sífelldan ófrið og árásir, drepsóttir og eyðileggingu. Hohenstáfarnir þýzku bættu ástandið og með Friðriki keisara öðrum sem gerði Napólí að höfuðborg sinni hófst blómatími. Hann Ingði mikið kapp á að endurreisa borgina og gera veg henn- sem mestan. Hann stofnaði há- skólann þar árið 1224, lét gera Ovo kastala og Capiano kast- ala, endurreisti og færði út borgarveggina og á hans dög- um fékk Baia aftur þá frægð af lækningum sem hún hafði náð á dögum Grikkja. Eftir að valdi Hohenstáfa lauk, komst Anjouættin þarna til valda. Þeir voru grimmir stjórnendur, en þó varð uppgangur borgarinnar allmikill á þeirra tímum. Karl fyrsti efldi háskólann, bælti höfnina svo að verzluninni fór fram, og lét gera hina frægu San Lorenzo kirkju og lagði grunninn aö tveimur merknim stórhvsum Nýia Kastala eða Castel Nuovo og dómkirkju borgarinnar. En borgin stækk- aði ekki ört, og þeir sem völd- in höfðu brutu mörg mannvirkl niður jafnframt því sem þeir gerðu önnur ný, sjálfum sér til dýrðar. Húsagerðarlistin var sí- fellt að breytast, en skuggaleg- ar og óþriflegar götur fbúðar- hverfanna breyttust ekki. Og mannlíf það sem þar þróaðist var hið sama og Boccacíó hef- ur lýst þegar hann naut hér gistivináttu Hróðbjarts vitra ár- ið 1331. Það var í San Lorenzo- kirkjunni sem hann sá fyrst bá konu sem honum hafa mest fundizt orð um: Maríu dóttur konungs. Og á þeim tíma þegar Boccacíó var að reika um gisti- húsin í Napólí miðaldanna. var Giotto að mála freskómyndir i Ovo-kastala og í Santa Chiara en það var kirkjan mikla sem Hrjóðbjartur konungur lét gera. Og Simone Martini var um þetta leyti að ljúka við hina frábæru altaristöflu sem nú er í Capodimonte safninu. Það var Hróðbjartur sem einnig lagði grunninn að nýja kastalanum sem enn horfir yfir borgina af hæðinni sem hann stendur á. Þetta er Sant Elmo og varð hann upphafið að þeim borgar- hluta sem nú heitir Vomero. Aeinum stað í Napólí var sí- fellt verið að breyta um. Það var í Posillipo vestanvert við aðalborgina. Þar risu hallir og herragarðar á hverri hæð og þar þótti ríka fólkinu gott að búa til þess að vera í hæfilegrí fjarlægð frá hinum óþrifalegu fátækrahverfum. En innan borgargarða bjuggu sjómenn, kaupmenn, hafnarverkamenn og verzlunarmenn atorkusamir til hvers sem gera þurfti) en viðsjálir og létu sér ekkl allt fyrir brjósti brenna. Margt líktu þeir eftir Grikkjum fornu og bezt kunnu þeir við sig úti undir berum himni. A 15. öld innleiddu hinir spænsku Arag* óníumenn mikið óhóf og mun* að í Napóli, svo að skáldið Sannazaro lét sér koma i munn að borgin væri ..stigin niður af himni“. Alfons hinn mikillátt hafði þá nýlega látið reisa slg- urbogann mikla í Nýja Kastala eða Castel Nuovo, og dýrar veizlur voru haldnar á nætum* ar i Barónahöllinni. En almúg- inn bjó við sult og seyru með- an þessir Spánverjar sábu að allsnægtum og fþyngdu lands- búum með óbærilegum skött- um. Að veita mótspymu var með öllu vonlaust, og Aragón- íumenn héldu landinu í iám- greipum og drápu niður inn- lenda aðalinn. egar Aragónía hvarf undir hið vaxandi Spánarveldi árið 1502 fylgdi Napólírikið með. Yfir landið voru settir undirkóngar og var markmið þeirra tviþætt, að hefta ófrið innanlands, og að svæla undir sig fjármuni. Spánverjar höfðu góð tök á hvnmtveggia. Þetta J ÓLABLAÐ - 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.