Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 42
Erenbúrg
(Kafli sá, sem hér birtist, er
úr bókinni Tíu hestöfl eftir
Ilja Erenbúrg. 1 sumum þýð-
ingum er hún nefnd Ævisaga
bílsins. Einhverjum dettur
líklega í hug, að slík bók geti
varla verið skemmtilestur eða
skáldverk. En hún er hvort-
tveggja. Stuttar, ljósar setn-
ingar, ævintýralegar hugmynd-
ir og glettni valda því, að
lesandanum finnst allt ger-
ast með flughraða. En dýpstu
áhrifin eru þó mildi höfund-
arins og samúð með öllum, sem
finna til. Enginn gleymir kafl-
anum um hungraða daglauna-
menn Indó-Kína, sem strita á
gúmekrum hvita mannsins. En
hvíti maðurinn ríki er líka
aumkunarverður. Hann hefur
sjálfur dæmt sig í ævilanga
útlegð frá föðurlandi sínu.
Einmana og þunglyndur seður
hann peningagræðgi sína. Efn-
ið er gripið sitt úr hverri átt-
inni, þar sem ævisaga bílsins
Ráðhúsið nýja í Leipzig
er að gerast: Hún gerist í heila
snillingsins. Hann vakir og
lætur sig dreyma um undra-
vagn, sem átti að sigra fjar-
lægðirnar, veita mönnunum
hvíld, gleði og víðsýni. Hún
gerist við rennibandið í verk-
smiðjunni, í kauphöllinni, í
verkfallinu, í köldu stríði stór-
veldanna um olíumarkað. Og
hér er brugöið upp skyndi-
mynd ,,á vegum úti“).
Jóhann Bráger á heima í Leip-
zig. Leipzig er verzlunarborg.
Þar eru prentaðar handbækur
fyrir unga efnafræðinga. Þar
eru dýrar loðkápur til sölu.
Þar hafa sósíalistar ráðstefn-
ur. Og auðvitað er þar fjöldi
bíla. Ekki svo að skilja, að
Jóhann Bráger eigi bíla. Aftur
á móti á Stoss forstjóri glæsi-
legan Mercedes bíl. Hann á
líka mjög fullkomna prent-
smiðju. Þar prentar hann
skrautleg vörumerki á líkör,
ilmvötn og vindlinga. Þetta er
hreint og beint fullkomnasta
vörumiðaprentsmiðja Þýzka-
lands. Þess vegna á Stoss það
skilið að eiga Mercedesbílinn
sinn. Og hann hefur rétt til
að þeyta bílhornið valdsmann-
lega á götuhornum. Hann býr
utan við borgina og hefur
gaman af að aka hratt, hundr-
að kílómetra á klukkustund.
Hann vill, að allt fari hratt.
Prentvélar hans eru hraðvirk-
astar í sinni röð. Prentaramir
hneigja sig fimlega. Hnífarnir
• i -/•