Þjóðviljinn - 24.12.1965, Qupperneq 50

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Qupperneq 50
JEAN FARRÁN: NOTRE DAME Notre-Dame er langtum meira en meistaraverk, langtum meira en forngripur, langtum meira en kirkja. Þessi kirkja er ekki sambærileg við neina aðra dómkirkju. Sankti Lúðvíks-kirkja í Róm er stærri, dómkirkjan í Strasbourg hefur hærri turn, Beauvais hærri hvolfþök, Chartres er fegurri, Reims frægari. Samt skarar Notre-Dame fram úr þeim öllum. Hið sögulega hlutverk hennar, lega hennar og afstaða, fegurð hennar, aldur, — og fjöldamargt annað — veitir henni sérstöðu meðal bygginga gerðra af mannahöndum. Hún stendur á bökkum hinnar fornu ár, frægrar úr sögum síðan á öld Galla. Þarna á bökkunum hófst öll saga borgarinnar. Frakkland hefur vafalaust verið ríki í meira en átta aldir, og það bar upp á sama tíma að smíði kirkjunnar hófst og að stofnað var hið litla ríki Capet-ættarinnar, en þangað til var landið varnarlítið. því var ógnað frá öllum hliðum, dæmt til vanvirðu. Þær tvær aldir sem næstar voru á undan — hin 11., en þó einkum hin 10., urðu Frakklandi þungar í skauti. Þá slógu Arabar tjöldum í Saint-Tropez, Ungverjar í Cham- pagne og í Bourgogne, norrænir víkingar fóru á lang- skipum upp eftir ánni og settust um París. Hugues Capet sem kosinn var konungur Frakklands árið 1000, þegar allir bjuggust við dómsdegi, var landlaus konungur og virðingalaus. Hann réð fyrir smáríki: Poissy, Compiegne, Senlis. Konungdæmið hafði ekki enn fundið sér þunga- miðju, hyrningarstein. Það hvikaði til milli staðanna Étampes — Orleans. Yfir Borgareyju blakti fáni Vendome áður en kirkjufáninn varð til. Frakkland átti sér enga höf- uðborg, og engum var þá orðið ljóst að það var París sem var höfuðborgin, og að hjarta hennar var kirkj- an á hólmanum í ánni. Því þangað lágu allar leiðir. 50 — J ÓLABLAÐ Ef hinn fyrsti konungur Frakklands var Filippus-Ág- úst, sem uppi var við lok 12. aldar, og hinn fyrsti af stór- konungunum sankti Hlöðver, sem uppi var hálfri öld síðar, verður líka að hafa það í huga, að þessir tveir stólkonungar sköpuðu Frakkland, svo sem þeir létu kirkj- una skapast, en hún var fullsmíðuð 1 aðalatriðum við lok 13. aldar, einmitt á sömu stundu sem sankti Hlöðver háði dauðastríð sitt í Túnis. Það er ekki einungis táknrænt, heldur einnig furðu- legt, að slík bygging skuli hafa verið reist við slíkar ástæður og á slíkum stað. Það er engu líkara en rás sög- unnar sem við álítum vera sístreymandi, fjölþætta og umbreytilega, hafi allt í einu kristallazt. Á litlum hólma í á við vesturenda allrar þekktrar mannabyggðar var lagður sá hyrningarsteinn, sem markaði fæðingarstað og stund mikillar þjóðar. Ef vel er að gáð er ekki neitt í sögunni tómum tilvilj- unum háð. Notre-Dame er það ekki heldur, hún er ekki óskiljanlegur hlutur, sem á sér engin rök né tengsl við neitt annað, hún er áþreifanlegur vottur um eldmóð þjóðar. Við lok þessarar aldar, hinnar 12., stækkaði borgin, borgararnir fengu aukin völd og mátt, háskólinn var stofnaður, fólkinu hraðfjölgaði. að eru miklar gloppur í sögu landsins á þessum tímum, tímum hinna fyrstu krossferða. En svo mikið er víst, að þá var mikill þróttur í þjóðlíf- inu, sem nægði bæði til að koma krossferð af stað og að reisa miklar kirkjur. í París átti heima yfirlætislaus maður að nafni Maur- ice de Sully, af bændafólki kominn eða jafnvel þræla, hann sat á biskupsstóli og setti sér fyrir hendur að reisa þá dómkirkju sem hæfa mundi stærri þjóð og meiri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.