Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 60

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 60
Afmælisboðið Framhald af 11. síðu. stöðuna Honum batnar aldrei.“ Ég veit ekki hvernig Ib hafði komizt að þessu. en nú varð mér ljóst hvernig í ýmsu lá, sem ég hafði ekki skilið áður. og ég reiddist ákaflega einkum við Ib, en líka við alla hina skólabræður mína, þeir horfðu á mig eins og væri ég einhver undarleg skepna, sem hefði sloppið inn I stofuna. og gaman væri að skoða. Þeir voru svo miskunnarlausir við mig og kaldrifjaðir, sem börn geta framast verið og enginn fullorðinn var viðstaddur. Mig langaði mest til að flýja heim og taka í höndina á föður mínum. en bað var eins og ég væri negldur niðnr Ég var of- urseldur hessum hring og koms1 ekki burt. Ung stúlka kom og bauð okkur að setjast til borðs og allir þustu upp og settust. Ég drattaðist á eftir og settist líka vegna þess að mér þótti sem það yrði ekki aftur tek- ið að ég hafði þegið heim- boðið, og að það mundi vekja óbærilega eftirtekt ef ég færi burt úr veizlunni í miðjum klíðum. Ég man ekki hvað við feng- um að borða. Ég man það eitt, að ég sat einsamall og þagði, en allir bekkjarbræður mínir voru kátir og skröfuðu og hlógu. Við vorum margir, en PÁLMASÁPA DE PARIS B\Ð LANOUNSÁPA Sápurvið öll tækifæri: Palmasápa, Savon de Parisy Baðsápa, Barnasápa og vex handsápur EFNAVERKSMIOJAn samt var ég einn. Ég tók við hverju fatinu af öðru án þess að hreyfa við neinu, og rétti þeim næsta. Það var eins og ég væri langt í burtu. Líkami minn sat við borðið og hend- urnar á mér héldu á hnífi og gaffli, en þetta var allt utan garna, sjálfur var ég víðs fjarri. Ég hugsaði ekki um annað en að sleppa, komast burt, komast burt sem fyrst og fara heim. Seinna um kvöldið voru okkur bornir á- vextir. Það var borið á hlið- arborð í þremur skálum af þvílíkri ógengd að mig lang- aði til að næla mér í eitt- hvað handa Pontusi. Hann hafði beðið um banana og ég ætlaði að ná í þetta handa honum. Á þessu heimili voru nógir peningar til að kaupa hvað sem vera skyldi, og eng- inn mundi taka eftir því þó einn banani hyrfi. Það var enginn vandi að lauma ávextinum undir boð- anginn á treyjunni minni svo enginn sæi, og komast með hann út í forstofu, þar sem úlpan mín hékk. Enginn fór á eftir mér, því allir sáu hvað illa lá á mér. Ég tróð banan- anum niður í annan vasann og fór inn aftur til að sækja meira. Hví skyldi ég ekki taka bita af súkkulaði líka, fyrst þetta var svona lítill vandi? Henrik hafði fleygt gjöfinni minni undir borðið, svo það var mátulegt á hann, að ég gerði þetta. Mér tókst að fylla hinn vasann án þess nokkur sæi, og ég þóttist góður. Mér fannst ég vera að hefna þeirrar van- sæmdar, sem mér hafði verið gerð um daginn og kvöldið. Pontus mátti gjarna verða hissa þegar hann sæi hvað ég kæmi með. Hann var lítið barn og hafði áreiðanlega ver- ið að hlakka til. Ég var orð- inn stór drengur og kominn tími til að ég hjálpaði föður mínum i nauðum hans. Klukkan níu áttum við að fara og allir fóru út í for- stofu þar sem við réðumst á yfirhafnirnar, hver sem betur gat. Ég vissi vel hvar úlpan mín hékk, og ég flýtti mér í hana. Hinrik og mamma hans stóðu í dyrunum og ég þakk- aði fyrir mig. Hún spu-ði hvort ég væri veikur, fyrst ég væri svona fölur, en ég kom engu orði upp og hún sleppti mér. Ég hafði orðið þess var óðar en ég var kominn í úlp- una, að vasarnir voru tómir, og ég varð skelfingu lostinn. Ég þóttist vita að allir sæju það á mér, að ég hefði stol- ið, og þetta gerði mig mél- lausan. Ég ætlaði að flýja, en náði ekki dyrunum, fyrr en nokk- Framhald á síðu 85. KENIMIÐ BÖRNUIMUM AÐ VARAST ELDINN Varist eldinn yfir hátíöarnar BRLMABÓTAFÉLAG ÍSLAMDS LALGAVEGI 105 SÍIVII: 24425 60 J ÓLABLAD
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.