Þjóðviljinn - 24.12.1965, Qupperneq 86
Eftir Eliza Orzeszkowa
Hann naut almennrar viður-
kenningar og áleit sig fyrrum
vera gæfumann. Þó hann væri
kominn fast að fimmtugu, var
hann ekki farinn að grána,
heldur var hárið jafn þykkt
og jafn svart og það hafði allt-
af verið, hann var jafn hör-
undsprúður, jafn fimur og létt-
ur í hreyfingum sem nokkru
sinni fyrr. í þrjátíu ár hafði
hann stefnt að settu marki; að
komast hátt í þjóðfélaginu og
að geta veitt sér hvað sem
hugurinn girntist. Þetta hafði
honum tekizt. „Vel hefur mér
tekizt,“ sagði hann stundum
við sjálfan sig. „Ekki var þó
því fyrir að þakka, að nokkuð
hefði verið lagt upp í hend-
urnar á mér. Foreldrar mínir
voru sannarlega fátæk, þó að
þau væru ekki öreigar. Og því-
lík ævi, ævin þeirra! — Sí-
fellt basl, strit og stríð! Það
mundi ekki þýða að bjóða mér
slíkt. Skyldi það vera heigl-
um hent að fara í fötin mín,
að komast svona hátt alveg
neðan frá, það þarf nokkuð til.
Á sjálfan mig hlaut ég að
treysta og engan annan, enda
brást mér það ekki! Hvað am-
ar að?“
Eitthvað hlaut að ama að,
því tvö síðustu árin hafði hann
ekki verið jafn glaður og á-
nægður sem oft áður. En hann
gat aldrei fundið hvað honum
amaði. Hann leitaði til lækna,
sótti baðstaði og heilsuhæli,
reyndi ýmsar tegundir af böð-
um, ýmsar tegundir af leik-
fimi, — en ekkert dugði. Hann
fann hvergi til og var ekkert
máttlítill, en samt fannst hon-
um hann vera sjúkur. Öllum
sýndist þetta sama, jafnvel
svallbræðrum hans. í ennið,
sem áður var slétt, komu
hrukkur, smáar í fyrstu, en
dýpkuðu jafnt og þétt.
„Hvað hefur komið fyrir
hann?“ spurðu kunningjar
hans.
„Hvað hefur komið fyrir
mig?“ spurði hann sjálfan sig.
Og hann svaraði sér þessari
spurningu sinni og kunningja
sinna með þessum orðum:
„Hvernig ætti ég að vita það.
Annaðhvort er heimurinn orð-
inn breyttur eða þá ég sjálfur
búinn að missa vitið. Að
minnsta kosti veit ég ekkert
hvað að mér er.“ Hann fór í
leikhúsið í dag eins og hann
var vanur. Hann fór þangað
til að sýna sig og sjá aðra,
enda tókst það eins og til var
ætlazt. En nú brá svo við, að
honum leiddist þetta allt. Þetta
var skemmtiþáttur, sýndur í
tilefni af jólunum. Hann lét
faliast í sætið í sleðanum,
vafði að sér loðkápunni, og
kaliaði; „Akið heim.“
Hestarnir tóku þegar til fót-
anna, hratt og létt, og að
vörmu spori var hann kominn
heim.
Hann geispaði um leið og
hann sté inn, og bað þjón sinn
að koma með heitt te. Síðan
fleygði hann sér upp í legu-
bekk, og andvarpaði. Stofan
var ríkmannleg, húsgögnin
vönduð, teppin, speglarnir. En
í öllu húsinu var engin sál
fyrir utan hann sjálfan nema
herbergisþjónninn. Hann var
ógiftur.
Síðan fór hann að ganga um
gólf í þessum björtu og skraut-
legu stofum með starandi
augnaráði, tuggði broddana á
yfirskegginu og hreytti út úr
sér hvað eftir annað: „Fjand-
inn fjarri mér, þetta er auma
lífið!“ Hann hafði ekkert yndi
af neinu. Og samt hafði hon-
um tekizt allt framar vonum,
jafnvel framar óskum. Hvern-
ig gat staðið á þessu?
Hann gekk að skrifborðinu
sínu og tók upp óopnað bréf.
Þá birti snögglega yfir svinn-
um og hann brosti.
„Það er frá Anulku! Drott-
inn minn dýri, frá Anulku!
Það er svo langt síðan hún
hefur skrifað mér, að ég var
farinn að halda að hún mundi
aldrei skrifa framar. — Þessu
er ég sannarlega feginn!“
Anulka var systir hans og
hafði alltaf átt heima í litla
þorpinu þeirra, og þekkti hana
enginn nema íbúarnir þar. Þau
höfðu ekki sézt í tuttugu ár.
Hún skrifaði honum sjaldan
og svaraði jafnvel ekki bréfum
hans nema endrum og eins.
Mánuðir, jafnvel ár, gátu liðið
án þess að hann myndi eftir
því að hún væri til. En þegar
hann las utan á bréfið og
þekkti höndina, varð hann feg-
inn, ákaflega feginn. Og með-
an hann var að opna bréfið,
uppljómaðist allt andlitið af
brosi og hrukkurnar sléttuðust
af enninu.
Fyrri helming bréfsins las
hann hratt og flausturslega,
en síðari helminginn, hægt og
vandlega og íhugaði hvert orð.
„Manstu," — skrifaði þessi
jarðeigandi og húsfreyja á litlu
heimili, „manstu þegar faðir
okkar var að tala við landset-
ann á kvöldin, og þessu tali
ætlaði aldrei að linna, en við
vorum að gægjast fram úr
skotum til að skoða skuggann
af skegginu á honum, hvernig
hann hreyfðist þegar hann var
að tala, og hvað okkur þótti
gaman að þessu? Já, lítið er
ungs manns gaman! Manstu
BIFREIÐA-
EIGENDUR
<§níineníal
GÚMMÍ-
VINMU-
STOFAN
h/f
Skiphollj 35 — Reyk.javík
Símj 31055.
Athugið að bifreiðin sé á góðum hjólbörðum fyrir
jólahátíðina. * Allir vita. að hjólbarðana, viðgerðir
og góða þjónustu er að fá hjá okkur.
86 - J ÓLABLAÐ