Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 92

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 92
BRYTINN Framhald af 91. síðu. hélt áfram i grandalevsi. Þá beygði lávarðurinn sig í átt tii mín, horfði á mig gegnum einglyrnið og sagði hægt og seint: — Fyrirgefið þér, herra, en yður er líklega ekki ljóst, að mr. Shaw er jafnaðarmað- ur. Það fór ískaldur hrollur um alla sem viðstaddir voru við það að heyra þetta skelfilega orð. Jakob leit andartak á mig, og það var ekki um að viU- ast, að hann áleit mig vera hættulegan mann, sem líkléga væri með sprengjur í ferða- töskunni í þeim tilgangi að sprengja lafðina og lávarðinn í loft upp, en mér skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu, það skyldi hann, Jakob. sjá um. . ■ Mér vannst vel verkið. Fíll eftir fíl spratt fram á veggj- unum í barnaherberginu. Þjónn hélt á litakassanum, og annar studdi stigann, og báðir voru þeir mjög virðulegir og alvar- legir. en hvað var það á móts við Jakob? Hann kom við og við inn og horfði á fílana með kurteislegri lítilsvirðingu. Siálfur var hann eins og fínn, hvítur fíll, sem gengur tam- inn og tilsettur í skrúðgöngu á undan Síamskonungi! Daverill lávarður bauð mér af góðvild sinni að sýna mér málverkasafn hallarinnar. — Ef yður finnst gaman að þessu, skal það vera mér_ án- ægja að sýna yður það. Ég á dálítið af myndum, sem eru dálítið frábrugðnar því sem ungir menn nú á dögum halda að geti heitið listaverk. Ég álít. að mynd skuli vera lík því sem hún er af. Sko þenn- an hest þarna. Þetta er í raun- inni hestur. Svona er hestur. Hann er ekki blár. eins og ég hef einhverntíma séð í nú- timamynd. Og Daverill lávarður skýrði fyrir mér hvaða einkenni það hestakyn hefði sem sýnt var á myndinni. Það voru margar myndir af hestum i listasafni lávarðarins. Yndislegir hestar með mjúka flipa, sem fínar frúr með háa hanzka voru að klappa. Fjör- ugir hestar á spretti, og reið- menn í rauðum frökkum. Litlir hestar með Ijóshærð. hrokkin- hærð velbvegin böm á bak- inu. Við mjökuðumst áfram um þetta mikla listasafn. og ég hrósaði hverri mynd fvrir sig. Við vorum farnir að skoða hina ^ndalausu röð af dimm- leitum mvndum af hinum frægu forfeðrum Hans hágöfgi þegar Jakob kom að okkur. Hann vekk fast að lávarðin- um op starði beint framan í hnnn — (LTcll^oho, saerii hann. XT r, q Qý - JÓLAULAÐ Lávarðurinn horfði á bryta sinn með nokkurri undrun, en án þess að láta sér bregða. — Bretland ætlast til að all- ir fílar geri skyldu sína, sagði Jakob með alvöru, og sneri sér sýnilega að mér. Það var auðséð að hann var ákaflega æstur og alveg gerólíkur hin- um setta og virðulega bryta. Hann var fölur og gljái í aug- unum. Allt í einu tók hann í jakkaermi mína og endurtók hávær og vanstilltur: — Bret- land ætlast til að allir fílar •geri skyldu sína! — Svo sneri hann sér við og gekk út með miklum tíguleik. — Hann virðist vera drukk- inn, sagði Daveriíl lávarður um þetta furðulega atvik. Ann'- að sagði hann ekki. Og við héldum áfram að skoða mynd- irnar af forfeðrunum eins og ekkert hefði í skorizt. Það tók ekki stuttan tíma að komast yfir þessa röð af gömlum aðalsmönnum, og mik- ið leiddist mér það. Ég gat ekki um annað hugsað en Jakob, þó að ég yrði að hlusta á hin- ar langdregnu frásagnir lá- varðarins af hverjum einstök- um af ættmönnum hans. Og svo kemur þjónn að okk- ur allt í einu. Hann var ringl- aður og æstur og stamaði út Úr sér: — Lávarður minn! Jak- ob — Jakob er orðinn geggj- aður! — Einmitt það, svaraði Dav- erill lávarður. — Hann fór inn í postulíns- herbergið — hornstofuna þar sem við geymum gamla postu- línið. — Einmitt það, sagði lávarð- urinn. — Hann er að brjóta postu- línið' — Einmitt það. — Hann var með sex flösk- ur af viskíi, þegar hann fór þarna inn. — Viskíinu mínu? — Já, yðar hágöfgi, hinu bezta af því. Og við þorum ekki að fara inn til hans. Hann er með skammbyssu. — Hlaðna? — Já, lávarður minn. Og hann er alltaf að skjóta. — Einmitt það. Þetta hélt Daverill lávarð- ur að væri hið eina sem vert væri að svara þessum furðu- légu upplýsingum. Þjónninn stóð í sömu spor- um og beið eftir fyrirskipun. En engin fyrirskipun kom, ekkert var sagt. Þá sturidi hann upp: — Hvað eigum við — hvað vill lávarðurinn láta gera? — Sækið lögregluna. Þegar þjónninn var farinn, sagði Daverill lávarður: — Þetta var hörmulegt, meira áð segja mjög hörmu- legt. Ög' svó var ekki minnzt! á þetta ; framár. Það virtist vera þégjaridi 'samkomulag um að láta sem ekkert hfefði gferzt. Það hefði verið mikill skort- ur á háttvísi að spyrja, éða gefa það með nokkru móti í skyn, að bryti Daverills lá- varðar væri sem óður maður að mölva allan hinn dýrmæta postulínsborðbúnað Daverills lávarðar með skammbyssu og og viskíflöskum. En óður var hann samt sem áður. Það heyrðust hvellir og brak úr postulínsherberginu. Þar var allt hið dýrmætasta af borðbúnaði lávarðarins geymt. Sjaldgæft og ómetan- legt postulín. Og eftir hávað- anum að dæma hlífði hann engu. Hann hafði fengið æði, berserksgangur var kominn á hann. Svona fer tömdum fíl- um stundum án þess nokkur viti ástæðuna. Það var margra ára saman- safn af heift, sem þarna hafði fengið útrás. Það var uppreisn gegn tamningu og þjónslegri auðsveipni margra kynslóða. Af þessu mátti sjá að undir allri formfestunni hafði lifað í glæðum af eðli mennsks manns, og viskíið hafði losað um hömlurnar. Nú fyrst fór mér dálítið að geðjast að Jakob. Þessi furðu- lega vera í mannsmynd var þá maður eftir allt saman. Tveir lögreglumenn komu frá næsta þorpi. Þetta voru afar hávaxnir menn, og þekkt- ust ekki að, svo sem venja er til um enska lögregluþjóna. Þeim var skýrt frá mála- vöxtum og þeir kinkuðu kolli til merkis um að þeir skildu hvernig í öllu lá, rétt eins og þetta væru sjálfsagðir hlutir allt saman. — Hann skýtur, var þeim sagt. Hann er alltaf að skjóta úr skammbyssu. — Já, sögðu lögregluþjón- arnir. Hann skýtur. Og það var orð að sönnu. Innan úr postulínsstofunni heyrðust hvellir og brak. — Það eí ekki óhætt að fara inn til hans, sagði annar lög- regluþjónninn. — Nei, sagði hinn, það er Framhald á 93. síðu. FÉLÖG - STARFSHÓPAR Leigjum sali til hvers konar félagsstarf- semi, svo sem fundahalda, veizluhalda, árshátíða o.fl. Tryggið ykkur húsnæði til starfsemi ykkar tímanlega IÐNÓ - INGÓLFSCAFÉ Sími 12350 — Alþýðuhúsinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.