Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 11
Jólablað 1973 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11
Margarita Margaro
Margarita Margaro
litla dúfa á himni!
Gegn um augu þin tvö
sé ég himininn
og Sjöstjörnuna
og öll stjörnumerkin
Mamma þín hlýtur að vera alveg galin
fyrst hún lokar þig svona inni.
En þegar ég kem að f inna þig
i stofu þinni
fleygir þú taug úr silki
út um gluggann
niður til mín.
Og þegar við erum þannig
aflæst inni
sér okkur enginn nema nóttin
enginn nema stjörnur og morgunljós.
Margarita Margaro
litli bátur á Saronikosfirði.
Saronikosf jörður
fáðu mér bylgjur þínar,
fáðu mér byrinn þinn,
fáðu mér hafið allt.
Margarita Margaro
litla tré i grasagarðinum mikla!
Þegar fer að rökkva
skaltu koma með sporvagninum
Meðan dagurinn líður
ligg ég hér og bíð eftir þér.
Mamma min er alveg galin
hún lokar mig inni.
En þegar þú kemur að heimsækja mig
hérna í stofunni minni
skal ég kasta taug úr silki
niður til þin.
Og þegar við tvö ein
erum aflæst inni
sér okkur enginn
nema nóttin,
nema stjörnur og morgunljós.
Sláttumaður Dauðans
Hann sem ríður um himininn
kom fram á f jallstindi
í annarri hendi hafði hann morgunljósið,
líf mitt i hinni.
Mikis Þeodorakis fæddist á eyj-
unni Chios 29. júli 1925, en það var
árið eftir að Grikkland varð lýð-
veidi eftir að sýnt þótti að kon-
ungsf jölskyldan væri hlynnt
Þjóðverjum og eftir að farin hafði
verið herferð á móti Tyrkjum i
þvi skyni að vinna af þeim lönd,
en sú fyrirætlun orðið að ósigri.
Faðir hans var umboðsmaður
héraðsstjórna rikisins, og hlaut
þvi að skipta oft um dvalarstað.
Þeodorakis ólst þvi að mestu upp
i smáborgum viðs vegar um land-
ið. Hann var aðeins sjö ára gam-
all, þegar hann lærði að syngja
bysanska hymna. Faðir hans var
frá Krit, en móðir hans frá Litlu-
Asiu, og lærði hann af þeim þau
þjóðlög sem sungin voru i æsku-
heimkynnum þeirra beggja.
Þegar hann var tiu ára tókst
herráðinu að falsa svo atkvæða-
seðla þegar spurt var um hvort
konungdæmi i Grikklandi skyldi
endurreist, að meirhluti kjósenda
virtist þvi samþykkur, og var Ge-
org annar þá settur á konungsstól
(Friðrika drottning hans önnur
hönd, eða þvi sem næst báðar)
Tiu ára kemur Þeodorakis fyrst
fram opinberlega i kirkju i bæ
sem heitir Apostoli, og túlkar þar
þjáningar Krists á hljóðfæri
kirkjunnar á föstudaginn langa.
Þetta var gert að tilhlutun bæjar-
stjórnarinnar.
Arið sem Þeodorakis var ellefu
ára kom til átaka milli kröfu-
göngumanna i Þessaloniku og
lögreglunnar ásamt varnarliði
borgarinnar, og voru 30 af hinum
fyrrnefndu felldir og margir
særðir. Af þessu tilefni orti skáld-
ið Jannis Ritsos kvæðabálkinn
„Epitafie”, — eftirijiæli i orða-
stað móður eins þeirra sem féllu.
ÞÆTTIR
ÚR
ÆVI-
FERLI
MIKIS
ÞEODORAKIS
Hann sem ríður um himininn
hefur sést í öngstrætunum.
í annarri hendi hafði hann þrumuf leyginn,
í hinni þúsundir andvarpa.
Hann sem ríður um himininn
hvarf i dimmuna,
með höndina sem sáði,
höndina sem skar upp.
Meyjarrán
Ég sigli bát minum
áleiðis til Aþenu
í blásandi byr
af suðlægum vindi,
að sækja þig, hjarta mitt.
Þegar sól gengur undir
kem ég inn í garðinn þinn
að tina rósirnar
stjörnur næturinnar —
Morgunstjörnuna
Ég fylli bátinn af blómum og kossum
svo fljúgum við sem mávar
í blásandi byr
af norðiægum vindi
Og sjá, þarna kemur Krítey úr hafi,
björt og blánandi,
með sól í hári,
himin i faðmi,
haf i auga.
Ég legg bátnum mínum
utanvert við hellisskúta.
Ég fæ þér mat að éta, hjarta mitt,
kyssi þig klappa þér kyssi þig aftur
Svo syng ég fyrir móður mína
þetta fallega vers:
,,Sjá, ég færi þér rós,
færi þér
allar stjörnur himins
og Morgunstjörnuna"
Fimm hermenn
Fimm hermenn fóru af stað
og ætluðu sér að sigra fjallið
Þeir komust þangað. Námu staðar
til að marka sér fjallið.
Þegar þeir voru sofnaðir
mörkuðu þeir sér fjallið
með svefni sínum.
Fimm hermenn fóru í ferðalag og sofnuðu
nú étur fjallið þá.
Þá dreymdi. Fjallið drakk þá.
Og fjallið gerði það þeim til skammar
að láta þá rotna.
Fimm hermenn rotnuðu dauðir
og nú blómgast fjallið draumum þeirra.
Svefn þeirra fellur
sem mjöll á fjallið.
Nú heyrist andvarpað yfir fjallinu:
það er ást þeirra sem dó.
óður um látinn bróður
1.
Bjarti apríl, ilmandi maí,
ég þoli ekki við
í þessarri fegurð.
Allt hverfið fyllist af fuglum og söng.
Stúlkan mín heitir Elenío, en það má
enginn vita.
Fölva stjarna, tunglsgeisli,
hjarta mitt er fangið af augabrúnum þínum
i líki bjúgsverða,
eins og fugl í limræmu.