Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 13
Jólablað 1973 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13 Tveimur dögum seinna gengur breskur her á land i Pireus. Hann á i orbi kve&nu aö „frelsa landiö”, en krefst, ásamt gömlum grisk- um stjórnmálamönnum, þess, aö andspyrnuhreyfingin sýni þeim hlýöni. En þaö vilja skæruliðarnir ekki. Sama ár ná nasistar aftur tang- arhaldi á Þeodorakis og færa hann inn i klefa sinn einn ágætan. Vinur hans er drepinn aö honum áhorfandi. Sjálfur sleppur hann með naumindum, — er látinn laus liklega fyrir vangá. Atján ára er hann þegar hann sér i fyrsta sinn unga stúlku, Myrto Altinoglou, sem seinna átti eftir að veröa kona hans. Þau hittust á heimili foreldra hennar, en þangað var hann kominn til að hlusta á tónlist útvarpaðri frá B.B.C. A þessu og hinu næsta ári er ekki annað að sjá en að EAM sé að þvi komið að ná landinu öllu á sitt vald. Þvi þá hefur EAM 3/4 af þvi á sinu valdi. Undirbúningur er hafinn að lýðræðisstjórn og fræöslukerfi. EAM var þá ekki undir stjórn kommúnista. En griska útlegðarstjórnin og stjórn Metaxas vilja það ekki. Eftir þetta gengur ekki á öðru en fangelsunum, pyndingum, og öðru kvalræði fyrir Þeodorakis. Samt nær hann að semja lög sin, koma þeim út til fólksins, og 1950 tekur hann burtfararpróf við kon- servatoriið i Aþenu. A næstu ár- um helgar hann sig tónlist sinni, giftist Myrto og fara þá i hönd nokkur friðsamlegri ár undir stjórn Karamanlis, sem Páll kon- ungur hefur útvalið til stjórnar- herra. En ekki er þetta nema á yfirborðinu. Fangelsin og fanga- eyjarnar eru fullar af pólitiskum föngum. 1957 er Þeodorakis sæmdur gullpeningi i Moskvu fyr- ir tónlist sina. 1958 er merkisár i tónlistarferli Þeodorakis. Þá semur hann lög við kvæði skáldsins Jannis Ritsos. Hann er að verða frægur viða um lönd. Pantanir á tónverkum streyma að. A næstu árum, 1959 og 61, fæð- ast börn þeirra, hans og Myrto, tvö, Margarita og Giorgos. 1961 er gengiö til kosninga um stjórn Karamanlis. Hann „vinn- ur”, en svik voru þá viöhöfð, og i raun réttri tapaði hann, fékk minnihluta atkvæða, en hélt auð- vitað völdum. Nú liður fram að þeim tima er júntan tekur völdin. Þaö gerist i april 1967. Konstantin konungur hefur haldið nýársræöuna, og áklagar hann þjóð sina fyrir að stuðla,að miklum meirihluta, að þeirri ókyrrð, sem þá var i land- inu, með þvi að styðja kommún- istana, en til þeirra telur hann alla stjórnmálaflokka frá mið- flokknum til hinna rauðustu af rauðum. Þessir flokkar hafa samanlagt 70% af kjörfylginu. Af ræðu konungs þessa leiðir það, að bannað er að flytja tónlist eftir Þeodorakis i griska útvarpinu. Þá eykst salan á plötum með lögum eftir hann margfaldlega, en lög- reglan reynir að komast að þvi hverjir kaupi þær. Hafið djúpa Á þriðjudegi var ég frjáls, á föstudeginum fangi, á sunnudagsmorgni í dögun kallaði dauðinn á mig með nafni. Brenn vængi hugans. brenn augnaráð hugsunarinnar, svo þú sjáir ekki skelfinguna, svo þú heyrir ekki ópin. „Djúpa haf, djúpa haf, færðu mér sál hans aftur. Djúpa haf, djúpa haf, færðu mér barn mitt aftur!” Ég sagði: „Kæri herra Dauði" Og ég endurtók:,, Kæri herra Dauði, leyfðuaðég fái aðsjá f jöllin mín aftur, leyfðu mér að falla fram fyrir sólinni einu sinni enn! Leyfðu að ég fái að sjá hafið, leika mér að skuggum þess, leyfðu að ég fái að sjá aftur móður mina sem nú klæðist sorgarbúningi!" En hann svaraði: „Sólin er særð, fjöllin andvarpa þungt, tíminn hefur numið staðar yfir Pangrati. Og móðir þín situr úti við sjóinn. Hún grátbiður bylgjurnar að bera andvörp sín til Jaros: Djúpa haf, djúpa haf, færðu mér sál hans aftur' Djúpa haf, djúpa haf, færðu mér barn mitt aftur'" Um sól og tíma Hæ, Akropolis! Hæ, Tourkolimano, hæ, Voukourestiou! Pólstjarnan markar skini sínu miðpunkt heimsins. Neðansjávarfiskarnir sjá upphafsöld Aþenu gegh um gler sin á botni aldanna. Skemmtiskip, kádiljákar, dulin hóruhús. Öryggisþjónustan: miðdepill heimsins. Pólstjarnan gengur afmarkaða braut. Reykháfur eldhússins beinir reyknum að hinum fasta miðdepli himinhvelfingarinnar. Sjöstjarnarn, Venus Tína, Soula, Eva, Rinio. Fimm milljónir Ijósára fara beina braut gegn um fimm billjónir vetrarbrauta. Pólstjarnan, Akropolis, reykháfurinn, fimm metra aðeins fimm metra frá klefa mínum. 2. Tíminn leysist upp i andartaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.