Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1973
SJÓMANNAFÉLAG IIEYKJAVÍKUR
óskar öllum félögum sinum
gleðilegra jóla og gæíuriks komandi árs,
með þökk fyrir samstárfið á árinu, sem
er að liða.
Sjómannafélag
Reykjavíkiir
Alþýðusamband
Austurlands
sendir sambandsfélögunum og lands-
mönnum öllum beztu óskir um
gleðileg jól
og farsælt nýár, með þökk fyrir sam-
starfið á árinu sem er að liða.
Alþýðusamband
Austurlands
Kaupfélag
Stykkishólms
Stykkishólmi
óskar öllum viðskiptavinum sinum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs og þakkar
viðskiptin á liðna árinu.
Y erkalýðsf élagið
VAKA
óskar öllum félögum sinum og
öðrum launþegum
GLEÐILEGRA JÓLA
og gæfu á komandi ári, með þökk fyrir
samstarfið á árinu, sem er að liða.
Y erkalýðsf élagið
VAKA
Sigluíirði.
Kommúnistaflokkur Sovét-
rikjanna hefur stjórnað landinu i
meira en fimmtiu ár, haft al-
ræðisvald um aö móta efnahagslif
þess og andlegt lif. Hverju mundi
Ivan Novikof svara, ef hann væri
spurður að þvi, hvað honum
findist um þá pólitik? Finnst hon-
um vera lýðræði i landinu?
Sovésk málgögn segja sem svo
um þetta mál: Kommúnista-
flokkurinn fer meö alræðisvald i
nafni öreiganna, þ.e. vinnandi
fólks, og af þvi að rauntæk stefna
hans er sú að bæta kjör lands-
manna jafnt og þétt, þá er þetta i
reynd hið æðsta lýöræði. Einnig
er á það bent, að það sé lýðræðis-
legt i sjálfu sér hve margir fara
með allskonar trúnaðarstörf og
stjórnsýslu fyrir hverfi, bæi,
sveitir, verkalýðsfélög osfrv.
Venjulegur Vesturlandabúi mun
kannski svara þvi til, að viðar séu
efnahagslegar framfarir en i
Sovétrikjunum, þurfi ekki
kommúnista til, og þar sé ekkert
lýðræði, af þvi að fólkið hafi ekki
um neitt að velja i kosningum,
hvorki flokk, stefnu né menn.
Ýmsir sósialistar á Vesturlönd-
um munu að sinu leyti lita nokkuð
öðruvisi á málin. Þeir segja
t.a.m. sem svo, að reyndar sé það
i lýðræðisátt þegar atvinnutækin
eru tekin úr höndum einstaklinga
og þjóðnýtt eins og i Sovétrikjun-
um, og sömuleiöis þegar fólki er
kennt snarlega aö lesa og skrifa
og veitt margvisleg almenn
þekking sem gerir menn meira
sjálfbjarga i heiminum. Á hitt sé
að lita að um leið sé sovéskur
sólialismi mengaður af skrif-
finnsku, misrétti i lifskjörum,
mjög skertu frelsi til sköpunar-
starfs, vald sé háskalega saman
dregið i æðstu stöðum og frum-
kvæði að neðan mjög óverulegt
sem og möguleiki á gagnrýni sem
um munar.
Deilur innanlands
Hér er ekki staður né stund til
að rekja úr slikum og öðrum stað-
hæíingum um lýðræði og frelsi i
Sovétrikjunum. Að þvi er varðar
vin okkar Novikof og konu hans,
þá er eins liklegt að þau hafi
aldrei tekið þátt i slikri umræðu
og skilji ekki nema part af henni.
Þau eru alin upp i sovétskipulagi,
taka mið af þvi og þekkja ekki
annað. Kommúnistaflokkurinn og
æðsta stjórn hans er þeim eins og
hver önnur staðreynd, eins og
fjall sem þeim mun varla detta i
hug að færa úr stað. Afstaða
þeirra mótast liku og af þvi, að
þau og þeirra likar hafa ekki áður
búið við jafn góð efnaleg
kjör — vandamál sem velt er
upp i ýmsum hópum mennta-
manna eru þeim fjarlæg, nema
þá að tgor hafi haft einhverja
nasasjón af þeim. Gagnrýni
þeirra eða umkvartanir munu aö
likindum ekki beinast að stærri
hlutum, heldur að einhverju úr
daglegu lifi, að þessum Vöru-
skorti, að þessu ranglæti við út-
hlutun húsnæðis, að svivirðuiegri
framkomu þess yfirmanns. Þetta
er lika mjög i anda þeirrar gagn-
rýni sem er stundum i rússnesk-
um blöðum. Þar er fjallað um
ýmislegtsem ,,miður fer” eins og
það heitir, en þá alltaf sem
ákveðna atburði og mjög forðast
að láta að þvi liggja, að um út-
breitt fyrirbæri eða þjóðfélags-
vandamál sé að ræða.
Þeir sem krefjast réttar til að
fjalla u hluti sem eru bannhelgir
eða gera gagnrýni úttekt á
kerfinu eiga ekki von á góðu eins
og menn vita. Novikofhjónin
þekkja þá menn liklega ekki og
hafa á þeim takmarkaðan
skilning. Þau lesa um það i
blöðunum að einhverjir mennta-
menn hafi komið á framfæri við
erlenda aðila upplýsingum og
gagnrýni sem talin er fjandsam-
leg Sovétrikjunum. Og þótt þau
hjónin taki mátulega alvarlega
það sem blöðin einatt skrifa um
það, hve allt sé gott og fagurt i
Sovétinu, þá er eins liklegt að þau
taki undir við blöðin i þessu. Bæði
er, aö þau vita ekki hvað þeir hafa
sagt i raun og veru Sakharof,
Sosjenissin eða aðrir slikir menn
og svc er allrótgróin andúð i
Rússiandi frá fornu fari á þvi að
,.fara með rifrildið út úr húsinu”
eins og sagt er. Það sé betra að
gera upp sakirnar innan dyra ef i
það fer. Ef að Novikof sjálfur
hittir útlending. þá mun hann alls
ekki tala við hann um það sem
honum likar sjálfum illa, a.m.k.
ekki fyrsta kastið. Hann mun tala
um það sem hann telur sig stoltan
íshúsfélag
ísfirðinga hf.
ÍSAFIRÐI
óskar viðskiptavinum sinum, svo og
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
JÖKULL HF.
Heilissandi — Rifi
sendir starfsfólki sinu og viðskiptavinum
beztu jóla- og nýársóskir og þakkar
samvinnuna á árinu sem er að liða.
Gleðileg jól,
og farsælt komandi ár
LÝSI OG MJÖL
SÍLDAR- OG FISKIMJÖLSVERKSMIÐJA
við Ilvaleyrarbraut — Ilafnarfirði
óskar viðskiptavinum sinum svo og lands-
mönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
*
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.