Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1973 Systurnar Hvild Heybandiö Eftirfarandi grein um Ásmund Sveinsson og verk hans Kaupmanna- hafnarárin 1935-36 tók ég saman og samdi þegar ég var við nám i Mynd- lista- og handiðaskóla íslands árið 1970. Var hún raunar byggð upp sem fyrir- lestur með skuggamyndasýningu og unnin sem skólaverkefni. Heimsótti ég listamanninn sjálfan og ræddi við hann, auk þess sem ég studdist við ýmislegt sem ritað hefur verið um hann i bækur. Þótt ég nú i tilefni af áttræðisafmæli Ás- mundar dragi þessa ritsmið fram i dagsljósið, er hér engan veginn um neina afmælisgrein að ræða. Aðeins er fjallað um mjög takmarkað timabil af langri ævi listamannsins og óverulegan hluta myndasafns hans. Eitt man ég að Ásmundur undirstrik- aði sérstaklega þegar ég ræddi við hann: að það sem ég kynni að skrifa um verk hans yrði eingöngu mitt verk, hans verk væru myndirnar og þær yrðu ekki skýrðar með orðum. Tek ég fyllilega undir þetta sjónarmið hans. Menn tjá semsé vart annara hughrif en sin eigin, þótt annarra verk geti verið kveikja þeirra. Aðeins beinar tilvitnanir i grein þess- ari eru orð Asmundar sjálfs, annað eru minar hugleiðingar, auk fáeinna sögu- legra fróðleiksmola. Ariö 1893 bjuggu á Kolsstöðum i Dölum vestur bónd- inn og smiðurinn Sveinn Finnsson, ættaður frá Háafelli i Dölum, og kona hans, Helga Eysteinsdóttir frá Arn- bjargarlæk i Borgarfirði. Þetta ár bættist þeim hjónum einn sonur i sinn vaxandi barnahóp. Tæplega hefur mörgum flogið i hug, þegar þessi drengur nokkrum árum seinna dundaði við að blása sápukúlur og horföi heillaður á fegurð þeirra, að hann seinna ætti eftir aö verja átta árum ævi sinnar til aö reisa sér hús i formi sápukúlnanna. Og þótt hann væri stundum aö safna súkkulaöibréfum og öðru þvi er hon- um þótti fagurt, og þótt hann væri föður sinum og bræðrum hjálplegri viö smiðar en búskap og hefði gaman af að telgja tilfallandi spýtukubba, þá voru menn ekkert aö leiða hugann að þvi að þarna væri upp- vaxandi myndlistamaður. Það var ekki svo nærrækt i þann tima. Þessi ungi piltur var heldur ekkert að hlaupa að heiman i flýti, þótt honum félli ekki skepnuhirðing i geö. Þá var heldur ekki flóttinn úr sveitunum orðinn sá straumur, sem auðvelt var að láta bera sig til annara staöa. Asmundur Sveinsson var orðinn 23 ára gamall þegarhann hóf læri hjá Rikharði Jónssyni myndskera. Arið 1919 hafði hann lokið sveinsprófi i myndskurði og hélt til Kaupmannahafnar til frekara myndlistarnáms. Eftir eitt ár i Höfn hélt hann til Sviþjóðar, þar sem hann nam næstu sex árin. Var aðal- lærifaðir hans þar sænski myndhöggvarinn Cari Milles. Verður Asmundi tiörætt um þennan meistara sinn, er hann nú á efri árum litur til baka. Er vart að efa að engum einum manni eigi hann jafnt að þakka hver stefna hans varð á listabrautinni: sifelld formleit og endurnýjun þess er eigin listskilningur sagði honum úrelt. Það var iðja margra myndhöggvara þessa tima aö „móta berrassaðar stelpur”, svo notuð séu orð As- mundarsjálfs.En þótt Milles hafi á mótunarskeiði hins unga listamanns hrifiö hann frá heimi algjörra náttúrustælinga til myndstils sem likja má við hið arkaiska skeið griskrar listar, þá urðu það ekki örlög hans að setjast viö hlið meistara sins hvað myndstil varðaði. Eftir sex ár i Sviþjóð hélt Asmundur til Paris- ar. Þar kynntist hann þvi sem þá var nýjast I heims- listinni. Kúbismans sjást glögg spor i verkum hans frá þessum tima og raunar lengur. Benda má á myndir eins og Kreppan og Nótt 1 Paris (’34). Arið 1929 hverfur Asmundur aftur heim til ættlands sins. Vinnur hann hér heima næstu sex árin að ýmsum myndum: Vefturspámaðurinn, Systur, Fýkur yfir hæftir. Hér eru fyrri þættir formleitunar samræmdir i per- sónulegt svipmót, þeirra gætir kannski ekki svo mjög greinilega, en á þeim er byggt engu að siður. Formin eru einföld en sterk, kúbisminn hefur opnað augu skap- andans fyrir styrkleika heildarforma. Þróunin á þess- um árum er ekki hröð, en ákveðin: Asmundur hefur fundið eigin stil, sem virðist fullnægja sköpunargáfu listamannsins næstu árin. Húsnæðismálin láta hann þó ekki i friði, og hann ræöst i húsbyggingu við Skólavörðuhoit. Hér er Asmundur staddur á þróunarbraut sinni haustið 1935, er hann heldur til Kaupmannahafnar og dvelur þar yfir vetrarmánuðina. Um þennan vetur hans i Höfn er ætlunin aö fjaila hér. Þessir fáu mánuðir eru ekki stór hluti af langri æví Asmundar, en þeir skilja þó eftir sig allstóran skerf i myndaskemmunni. Það munu vera nálægt sextán myndum, sem fæðst hafa þessa stuttu dvöl i Kaup- mannahöfn. Ekki hef ég öruggar heimildir fyrir þvi hvaða myndir frá þessum timum skuli telja til orðnar i Höfn, enda skiptir það engu höfuðmáli. A bókum sem skrifaðar hafa veriö um Asmund er að skilja að meginorsökin fyrir þessari ferð hans til Kaup- mannahafnar hafi veriö sú, að hálfbyggt hús hafi ekki gefið listamanninum frið til aö vinna að listsköpun, sem þó hafi kallaðsvo sterkt að flótti hafi orðið eina úr- ræðiö. Mér er þó ekki alveg grunlaust um aö fleiri per- Straukonan Listhneigð Draumsýn Þvottakonur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.