Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 50

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 50
50 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1973 Ljóð eftir Erling E. Halldórsson Tvískjöldungur Tviskjöldungur ber i hægri hendi skjöld merktan „vinstri beygja”, en i vinstri hendi ber hann skjöld merktan ,,hægri beygja” Dag einn kemur hann á harða ferð að krossgötum þá rifnar hann einfaldlega að endilöngu Hægri helmingurinn þýtur til vinstri og vinstri helmingurinn til hægri Hvort likamspartarnir mætast nokkrusinni skal látið ósagt Þjófurinn hefur fépyngjuna Maria tók pund af ómenguðum og dýrmætum nardus-smyrslum, smurði fætur Jesú og þerraði með hárlokkum sinum: húsið fylltist af ilmi Júdas ískariot hafði fépyngjuna og hann sagði: ,,Hvi eru þessi smyrsl ekki seld fyrir þrjú hundruð peninga og gefin fátækum?” Þetta sagði hann afþvi hann var þjófur Bílakirkjugarðurinn Á ferð milli ystu tanga landsins lit ég þráfalt augum utan vegar i flæðarmálinu og i haganum yfirgefin bilhrök og ég hugsa: Verkefni samboðið Morgunblaðinu að sanka að sér billikum í höll merkja þau rétt og geyma i básum minjagripi um kaldastriðið viðreisnina og hermangið samninginn við Breta og 30. mars og ég hugsa: Sjálfgert svið fyrir „Bilakirkjugarðinn” eftir Arrabal (spánskan andófsmann mogunblaða) i endurþýðingu Arvakurs h/f. Glugginn minn Það er ekki einleikið með fjarskyggni þina Þorsteinn minn góður. Hvilik ófreskisgáfa, ofan á annan andagang. A myndinni af kofa minum sérðu að glugginn minn muni snúa við austri. En ögn hef ég þó villt þér sýn. Hér hefur skaparinn vist verið áttavilltur þegar hann lagði farveg og mokaði saman hólum og hryggjum. Ég byggf húsið mitt eftir hans lögum. Glugginn næst dyrunum veit i austur, sá næsti i suðaustur, og sá fjærsti i suðvestur. En nærgetull ertu samt, það skal ég seeia. (Or bréfi Stephans G. til Þorsteins Erlingssonar 10/5 1908) Leik-Ari Egypskur konungur ónefndur kenndi nokkrum öpum að dansa sverðadans. Apar eru látbragðsleikarar miklir, og ekki leið á löngu áður þeir dönsuðu af stakri list, klæddir grimum og purpurakápum. Sýning þeirra hlaut mikla hylli, en þar kom þó að einn úr áhorfendahópnum kastaði af rælni hnetum sem hann hafði i vasanum uppá sviðið. Jafnskjótt og aparnir litu hneturnar gleymdu þeir að dansa og fylgdu eðli sinu, það er: urðu apar og engir listdansarar. Þeir flugust á um hneturnar, rifu i sundur grimurnar og tættu purpurakápurnar hver utan af öðrum. Sýningin sundraðist gersamlega og áhorfendur ultu undir stólana af hlátri. (Lucian) • • BLONDUNARTŒKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.