Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 48

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 48
48 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1973 Veitingahúsið Borgartúni 32. Skemmtið ykkur f hinum vistlegu húsakynnum að Borgartúni 32. GUÐSÞJÓNUSTA Óskum öllu starfsfólki okkar gleöilegra jóla og góös og farsæls komandi árs, um leið og viö þökkum gott samstarf á árinu. SÍLDARVINNSLAN HF. NESKAUPSTAÐ Veiöibjöllurnar á hjallabrúninni hófu sig til flugs á ný og hurfu austur fyrir Múlataglið. En fram á vatninu gall lómurinn aftur og endurnar böksuðu upp i hólmann. Þegar fyrstu droparnir féllu á slétta glitrandi vatnsskorpuna dró murtan sig frá yfirborðinu niður undir botninn og lónaði svo i torfum inn á grynningarnar upp- við landið. Mariuerlan dró sig að fullu inn i hreiðrið, en lóan breiddi enn betur úr sér yfir unga sina. Skýið smá mjakaðist til suð- austurs og dökknaði, en droparnir uröu þéttari og stærri. Og þegar sortaþrungin miðja þess lagðist yfir hvamminn og byrgði fyrir sólina sáust ekki dropaskil i regn- inu. Það helltist látlaust niður og fyllti hverja dæld. Litli hrúturinn vaknaði og brölti ofan af baki móður sinnar hnipr- aði sig saman undir kverk hennar og hristi sig ólundarlega. Konan og maðurinn undir skyggni tjaldsins, höfðu vafið um sig teppinu, og sváfu nú hvort i annars örmum. Ástarsöng heið- ingjans var lokið fyrir nokkru i útvarpinu, en þess i stað hljómaði sálmasöngur við orgelspil. Snögglega var skýið horfið upp- fyrir austurbrún dalsins og sól- skinið sindraði aftur um alla jörð. Ef kropið var niður og eyra lagt við rakan svörðinn heyrðist i gróðrinum meðan hann var að vaxa, og grænkan yfir allan hvamminn var orðin fersk og lif- andi. Litli hrúturinn skynjaði fljótt breytinguna og tók sprett fram eyrina, en móðir hans stóðá fætur og elti hann jarmandi. Hann nam fljótlega staðar og hvarf til henn- ar, tók spenann dillaði dindlinum og fékk sér teig. Mariuerlan flaug af hreiðri sinu, fann maðk i gogg sinn og skipti honum milli ung- anna, en lóan hjálpaði siðasta unganum útúr skurninum og vermdi hann undir væng sér. Murtan hóf sinn leik i vatns- skorpunni, og mynstraði vatns- flötinn sikvikum hringjum. En frá útvarpinu undir skyggni tjaldsins hljómaði morgun-guðs- þjónusta þrenningarhátiðarinnar út yfir hvamminn. 2 dráttarbrautir og 20 skipastæði skapa hagkvæm skilyröi fyrir fljóta og góöa þjónustu Skipasmíðastöð Njarðvíkur Sjávargötu 6-10 Ytri Njarðvík. Símar 1250 og 1725. UPPSÁTUR — VIÐGERÐIR NÝSMÍÐI — EFNISSALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.