Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 43

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 43
Jólablað 1973 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 43 LOGBERG Snorra á norrænu og tókst það heldur ófimlega, þvi að hann var eigi vanur því starfi.” Þetta er tekið úr Sturlungu. A þetta horfir Sturla og ber enn að hinu sama. Það þarf aö fara upp vellina til aö komast að Lögréttu og það hand- an yfir á. Liö Snorra er i brekk- unni norðan viö völlin og allt vest- ur um Dilkinn, sem er óþekkt fyrirbæri á Alþ. en i vesturátt nær liö Snorra. Þarna er völlurinn orðinn eigi breiöur eins og neöar, svo það var hyggilegt af Snorra að vera á brekkunni. En þessi frásögn af Snorra i brekkunni útilokar það að Lögberg sé i brekkunni norðan vallarins. Þar er þess eigi aö leita, og Aust- firöingabúð stendur eflaust við hraunjaðarinn, sunnan við völl- inn. Þarna er eflaust mikið bil á milli, þvi Kolbeinn þarf rými til að fylkja 650 manns, sem i liði hans voru. Hér er það komið eins skýrt i ljós og veröa má, að Lög- rétta er upp við holtin, sem þarna afmarka völlinn, og Lögberg er að finna i þessum holtum, og endurtek ég, að sunnan við völl- inn i hrauninu er ekki Lögbergs að leita, og lið Snorra i brekkunni norðan vallarins útilokar að Lög- berg sé þar að finna. Sturlunga getur svo Lögbergs allt fram undir það að íslendingar ganga Noregskonungi á hönd, enda nær Islendingasaga Sturlu eigi lengra, og i III. bindi Sturl- ungu, af Þórði kakala, Svinfell- ingum og Þorgilsi Skarða, er Lög- berg aldrei nefnt, og það virðist undarleg þögn um það i bókum Islendinga, sem reyndar eru fáar eftir það. I Arna biskups-sögu getur Lögbergs aldrei og er þó trúlegt að Loðinn leppur hafi ver- ið á Lögbergi, er hann talaði um að búkarlar gerðu sig digra. Lögréttunnar getur hinsvegai; og 1331 skar lögmaður, Snorri Narfason á Skarði, sundur vé- böndin um Lögréttu. Þingið held- ur áfram með sama svip, þött segi færra af islensku þjóðlifi en áður. Og bregður sjálfsagt til forns vana um róstur, en um lið- safnað getur ekki fyrr en þeir biskupar, ögmundur og Jón Ara- son, draga mannfjölda á Alþing um 1526. Umskiptin 1262 voru þau, að goðar hættu mannafor- ráðum sinum, en i þeirra stað koma á Alþingi lögréttumenn, og þótt þeir væru um 80 að tölu, er dómnefna lik i Lögréttu og var i upphafi, þvi sumir lögréttumenn eru utan vébanda. Getur Lögréttu og vébandanna um alla sögu Al- þingis>á Þingvöllum. Er þó vist, aö á siðustu dögum Alþingis var þingið háð i húsi og getur þess að það er ónýtt orðið um það leyti, sem Alþingi er lagt niður. Gæti það nú verið, að Lögberg hafi veriö lagt niður 1262 eða'71, er siðast getur lögsögumanns, en lögmanni búið forsæti i lögréttu, en þar sem þeir voru tveir skilst sú framkvæmd miklu siður. En hvernig sem þessu hefur verið varið, gleymist með öllu hvar Lögberg og Lögrétta voru til forna. Þess er nokkur von. Fram að siðaskiptum hvildi helgi á Þingvöllum, en litlu eftir siða- skipti tók við Stóri-dómur. Eftir hann voru menn brátt hengdir, afhöfðaðir og konum drekkt i öxará, og fljótlega var farið aö brenna menn á báli. Alþingi gerð- ist forhatað helviti þjóðarinnar, sem bundið var Þingvöllum og þaðan gerðist fátt að muna nema illt. Samt mun það ekki aðalskýr- ingin á þvi, að Lögberg týndist, heldur hitt, aö það bar ekki neitt yfir umhverfi sitt. Það var ekkert Sinaifjall, heldur var það bara gróinn hóll, en það stóð nakið berg fram úr honum, i kringum tveggja manna hæð, hátt yfir vellina. Hærra var þarflaust að það væri. En slikir staðir, sem ekkert bera af öðru.eru fljótir að gleym- ast, og enda ruglast saman við aðra staði. Almannagjárvegurinn gamli, sem nú er aflagður, liggur fast við Lögberg og beygir þar i suðaustur. Sjálfsagt er Lögberg einstakt fyrirbrigði i heimi hér. Engar þjóðir hafa helgað litinn nakinn blett á landinu til þess að allt sem þar væri talað snerti heill og heiö- ur þjóðarinnar allrar. Þessi blett- ur þurfum við að vita hvar er niö- ur kominn á landinu og reisa þar veglegt minnismerki. An þess að þekkja Lögberg verður þingsag- an næsta óglögg og utan garna, sem við megum vel sanna, að er nú á timum. A einum stað skiL hún til hlýtar og þessi staður ei Lögberg. Séum við staddir þar, skiljum viö ekki einungis söguna til fullnustu, heldur anda þess máls að helga nakinn blett i land- inu undir stórt hlutverk. Það er hálf ónýtt mál að kanna söguhelgi Þingvalla, án þess að þekkja Lög- berg.og sannast á þvi, að okkur veröur alltof litið úr Þingvöllum i ljósi þessa mikla máls að stofna þar og reka þjóðriki, sem lét okk- ur eftir ódauðlegan arf, sem forn- bókmenntirnar eru. Afbökun is- lenskra fræða nú á timum er ekki sist þvi að kenna, að við skiljum ekki Þingvöll og njótum hans ekki sem vera mætti. En þaö sannaöist samt, aö sú þjóö, sem átti Þmg*- öll, gat ekki verið nema sjálfstæð þjóö, hvað mikiö sem hún var kúguð á ytri grein. Okkur ber aö reisa veglegt hús á Þingvöllum, setja þar Alþingi, sllta þar Alþingi og staðfesta öll lög. Þá færum við þjóðlifið i náið samband við söguna og hefur hvort gagn af öðru. Ég hef tekið saman þessa punkta til að sýna það, að nokkuð er ég búinn að liggja undir feldin- um, og nú er ég risinn upp á Lög- bergi og segi nú upp þau lög, að allir skuli hafa það er satt reynist. Lögberg er vænn hóll i holtum, sem risa upp fyrir innan Þing- völlinn. 011 rök hniga að þvi, og gerð hólsins lætur það þegar á- sannast fyrir öllum sem vita að Lögberg var á, eða við Þingv. Þeir sem ekki viðurkenna það, verða að vera Lögbergs-lausir. Kringum þennan hól og uppi i honum, getur múgur manns verið og heyrt hvert orð, sem snjall- mæltir menn tala. Ráðlegg ég hverjum sem orö min heyra, aö risa með mér upp á Lögbergi og skilja samstundis þjóðveldi Is- lendinga — gullöldina, sem kölluð er, og sjá samtimis að hér er einn fegursti blettur, sem auga getur að lita i afmörkuðu landssvæði. Við rekum þjóðveldi á Islandi. Svo hátt á legg hefðum við ekki getaö risið nema i ljósi sögunnar um hið forna þjóðveldi og af þvi að i ljósi Þingvalla vorum viþ alltaf þjóöveldi. Svo ódauðlegt er þetta mál. Að siöustu fáein orð um búðirn- ar á Þingvöllum. Þær hafa margar verið stór hús, eins og getur um Vopn- firðingabúð, að þar voru margir menn inni.Samtsérekki örmöl til þessara búða, og hef ég komið fram með þá tilgátu, að þær muni hafa allar verið úr timbri, þannig gjörðar, að trén hafi reist hvort á móti öðru og fest saman i toppinn. Til að gera rúmgóð hús, þurfa trén ekki að vera ýkja löng, 4 1/2- 5 álna. Dr. Sigurður Þórarinsson hefur upplýst fyrir mér, að þannig gjöri Lappar hús enn i dag. Það hefur veriö bannað að gera stór hnausaflög á Þingvöllum eða rista þar torf. Og allra siðast er það, að nú stendur fyrir dyrum að gera mikla þjóðhátið og ekki sist með tilliti til Þingvalla. , Ég legg mitt af mörkum til þess aö ekki þurfi að visa mönnum upp á Almannagjár-barminn, sem þingstað þjóðveldisins til forna! Þegaj- það er komið i ljós svo eigi verður á móti mælt, að Is- lendingasögur eru ekki skáldsög- ur eða þjóðlygi, sem mikið kapp hefur verið lagt á i Háskóla Is- lands að kenna þjóöinni að undan- förnu, heldur heimildir um það sem hefur gerst i landinu,þá eru þaö heiöarleg vinnubrögð að vitna bæði I Njálssögu og ölkofra- þátt. HINIR VINSÆLU FATASKÁPAR / Efni: Teak ★ Almur ★ Eik ★ (Sama verö) Þessir nýju skápar eru ætlaðir til flutnings, er þörf krefur. Þeir pakkast vel/til lengri flutninga og eru mjög auðveldir í samsetningu. Biðjið um nánari upplýsingar. e HÆD DyPT BREIDD 240 cm 65 cm 110 cm 175 cm 200 cm 240 cm Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar, Skipholti 7, Reykjavík. — Sími 10117 jSg i||l|| ffiíaujiJii í ákveStnn litastofn Nýju KÓPAL tónalitirnir er eina kerfió tizkulita,-sem annarra Kópal tónalita,- svo miklu meiri. KÓRAL, ný og betri mátning i nýjum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.