Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 37
Jólablaö 1373 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 37
Útgerðarfélag
Akureyringa hf.
Óskar öllu starfsfólki og viðskiptavinuin
gleðilegra jóla
árs og friðar
óakkar gott samstarf og viðskipti á
liðandi ári.
(§ CSíH jóC
Þökkum félagsmönnum gott samstarf á
liðna árinu, og óskum þeim og öllum
viðskiptavinum gleðilegra jóla og heilla
og farsældar á komandi ári.
Kaupfélag
Patreksfj arðar
Patreksfirði.
Jólin nálgast
Við viljum minna félagsmenn og aðra á,
að hjá okkur fáið þið flest það, sem þarf
til jólanna: Gagnlegar vörur til gjafa. —
Allt i jólabaksturinn — Jólaávextina —
Nýlenduvörur allskonar — Hreinlætis-
vörur — Tilbúinn fatnað — Vefnaðarvöru.l
og aðrar fáanlegar nauðsynjar.
Gl(‘ðileg jól! — Farsælt komandi ár! —
Þökkum viðskiptin!
Eflið ykkar eigið verzlunarfélag með þvi
að skipta fyrst og fremst við það.
Kaupfélag
ísfirðinga
HRAÐFRYSTIHÚS
TÁLKNAFJARÐAR H.F.
óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og farsæls árs,
og þakkar góða samvinnu á árinu sem er
að líða.
ÁLAGAHÖLLIN
Framhald af 35. siöu.
bæöi þá og siðar. Bleikfölur. aug-
un stór. vot og bjartari en orð fá
lýst. varirnar nokkuð þunnar og
fölar. en óvenju friðar, nefið i-
bjúgt eins og oft má sjá hjá mönn-
um af gyðingaættum, en nasirnar
viðari en sem þvi svarar. hakan
falleg en fremur litil og það svo að
vottað gat viljaleysi. hárið fingert
og mjúkt sem silki, og féll i lokk-
um. og allt þetta, ásamt þvi hve
ákaflega ennið hvelfdist yfir
gagnaugunum, gerði manninn ó-
gleymanlegan hverjum sem sá
hann. En þó að ekki hefði gerst
annað en það, að öll einkennin
höfðu aukist og dýpkað, var
breytingin samt furðu gagnger.
Liturinn var umbreyttur i
draugalegan fölva, ljómi augn-
anna i annarlega glóð, af öllu
þótti mér þetta iskyggilegast.
Hárið, sem fengið hafði að vaxa
án þess borin væru i það skæri,
liðaðist ekki lengur, heldur féll i
taumum eins og vatn rynni, finna
en kóngulóarvefur, liktist ekki
framar nokkru mannshári, þessi
flækja virtisl lifandi manni með
öllu óviðkomandi. Fas hans var
orðið umbreytt svo að ég þekkti
það ekki, það var komið i það eitt-
hvert það ójafnvægi, sem ég sá að
mundi koma af vanmáttugum til-
raunum hans til að dylja ósjálf-
ráðar brettur og kippi, sem sýnd-
ust stafa af ákafri taugaveiklun.
Einhverju þessu liku hafði
ég raunar búist við, en miklu
siður vegna þess sem stóð i
bréfinu. en hins, sem ég minntist
frá æsku okkar, þvi þaö var íarið
að bera á undanlara þessa þá, og
setti ég það i samband við bæöi
likamlegt ástand hans og lundar-
far. Hann var ýmist ör og hreifur
eða þungbúinn og fálátur. Stund-
um kom fram i röddinni hræðilegt
þróttleysi (eins og allt fjör væri á
þrotum), en i næstu andrá gat
þetta breyst i ofurskýran fram-
burð — þetta snögga, djúpa, fast-
og seinmælta tal með holum
hreimi, sem einkennir ofdrykkju-
manninn og ópiumneytandann
þegar hann er undir sterkustum
áhrifum af eitrinu.
Svona talaði hann þegar hann
fór að skýra mér frá ástæðunni til
þess að hann hafði kvatt mig á
sinn fund, sagði mér þá hve ákaft
hann hefði langað til að sjá mig,
og að hann vænti sér mikillar
hugsvölunar af komu minni til
sin. Að siðustu fór hann að tala
um veikindi sin og hvers eðlis þau
mundu vera. llann sagði þau vera
ættgeng, og mundi engin læknis-
meðferð koma að neinu gagni, en
þó sagðist hann vona að brátt
mundi brá af sér. Þessi veikindi,
sagði hann, lýstu sér með margs-
konar óeðlilegum skynjunum.
Sumt af þvi sem hann sagði mér
um þetta vakti óskipta athygli hjá
mér, enda þótt ég skildi minnst i
þvi, og legði ekki á. það lullan
trúnað, en samt fann ég að honum
var fullkomin alvara. Hann þjáð-
ist mjög af óeðlilegri ofskynjun-
arnæmi, gat einskis malar neytt
nema va>ri hann hér um bil
bragðlaus, þoldi ekki að nein llik
kæmi við sig nema hún væri úr
mýksta elni, blómailmur var
honum andstyggð, augun þoldu
illa að horfa i birtu nema dauf
væri og varla það, ekkert hljóð
gat hann þoiað að heyra nema
helst sérstaka hljóma frá
strengjahljóðfærum, allt annað
var honum kvalræði.
Hann var ofurseldur annarleg-
um ótta. ,,Eg mun farast”, sagði
hann, ,,ég hlýt aö farast af þess-
ari fjarstæöukenndu heimsku,-
Þessi verða ævilok min, og engin
önnur. fcg óttast það sem koma
skal, aö visu ekki það i sjálfu sér,
heldur afleiðingarnar. Það fer
hrollur um mig við tilhugsunina
um hvaðein*, hversu litilvægt það
sýnast mundi, sem þvi gæti valdið
að mér versnaði. Þaö er ekki
hættan sjálf, sem ég hræðist,
heldur fylgifiskur hennar — ótt-
inn. Ég veit það vel aö að þvi
muni koma fyrr eða siðar að ég
mun láta bæði lifið og vitið i einu i
baráttunni við þessa ófreskju —
ÖTTANN”.
Svo komst ég aö þvi af tali hans,
raunar slitróttu og ekki alveg til
að henda reiður á, að enn eitt var
það sem að honum amaði. Hann
hafði tekið i sig hjátrúarkenndar
hugmyndir um bústaðinn sem
hann dvaldist i, en þó haföi hann
aldrei farið neitt i burtu þaðan ár-
Framhald á 38. siðu.
Y erkalýðsf élag
Norðfirðinga
óskar félögum sinum og ööru landsfólki
(ÍLEDILEGHA JÓLA OG NÝÁRS.
Y erkalýðsf élag
Norðfirðinga
Neskaupstaö.
Gleðileg
jól!
Earsælt nýtt ár.
LANDSVIRKJUN
Við sendum öllum viðskiptavinum og
starfsfólki beztu óskir um
GLEDILEG JÖL OG FARSÆLT
KOMANDI ÁR
þökkum gott samstarf á liðnum árum.
Kaupfélag Rangæinga