Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 40
40 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1973 Já, það er gott súkkulaðið frá — Við fylgjumst með braðskyni fólks og reynum að gera þvi til hæfis. Móna. Súkkulaðikexið frá Móna er bæði gott og nærandi. — Tilvalinn millimatur. — 1 vinnu, eða á ferðalagi. Uppbygging í Zo a'r Fyrir 20 árum, 25. júní 1953, hóf Iðnaðarbankinn starfsemi sína. Bankinn opnaði þá í leiguhúsnæði að Lækjargötu 2. Stofnendur voru úr öllum greinum iðnaðar og eru hluthafar nú yfir tólf hundruð. Á þessum 20 árum hefur orðið mikill vöxtur í iðnaði. Fjölbreytni framleiðslunnar og vörugæði hafa aukizt mjög og framleiðni farið ört vaxandi. Iðnaður er nú fjölmennasta IÐNAÐARBANKINN LÆKJARGÖTU 12 — SlMI 20580 GRENSÁSÚTIBÚ HÁALEITISBRAUT 60 — SlMI 38755 LAUGARNESÚTIBÚ DALBRAUT 1 — SlMI 85250 atvinnugrein landsmanna, og útflutningur iðnaðarvara eykst ár frá ári. Iðnaðarbankinn hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu iðnaðarins þessi 20 ár. Þróun iðnaðar er skilyrði fyrir batnandi lífskjörum næstu ár og áratugi. Iðnaðarbankinn stefnir að því, að gegna mikilvæg hlutverki í þessari þróun, hér eftir sem hingað til- EFLING IÐNAÐARBANKANS ER EFLING IÐNAÐAR GEISLAGÖTU 14 AKUREYRI STRANDGÖTU 1 HAFNARFIRÐI LÖGBERG þvi hversu mörgu er að sinna af málefnum og hversu þau leiðast út i úrskurðum. Til þessa reisa goðarnir búðir fyrir sig og þingmenn sina, en goðar sýna veldi sitt meö mikilli þingreið sinna þingmanna, sem voru skyldir til að fylgja og veita iið sinum höfðingja. Af þessu verður fjöldi bygginga á Þing- völlum, sem kallast búðir. Yfir þingvöllinn verður að sjá sem borg með miklum mannfjölda, þennan rúmlega vikutima á ári. Fólkið, sem sækir Þingvöll að venju, skiptir þúsundum og þegar mikið stendur til, eins og þegar Þorgils Oddason og Hafliði Más- son komu með samtals 2000 manna, sem herlið, mun mann- fjöldi alls á Þingvöllum hafa ver- ið 5-6 þúsund manns, þvi allir goð- ar vissu hvað til stóð á þvi þingi, — að þvi er virtist ósættanleg málaferli þessara nefndu höfð- ingja. Búðanna er margra getið með nafni með mannfjölda i sumum þeirra, eins og Vopnfirðingabúð, sem bráðum segir. Hafa búðirnar staðið utanvert við þingvöllinn og margar fyrir neðan mörk hans, en hann afmarkast að neðan við öxará, sem þarna kemur ofan úr Almannagjá og rennur þvert um völlinn, yfir undir gamalt hraun og siðan út með þvi i Þingvalla- vatn. Ekki sér nú örmöl til búð- anna og verður síðar um rætt. Þessi Lögbergs-og Lögréttuskip- an hefur fylgt þjóðveldislögunum, en þau eru nú ekki kunn. Fyrst kemur nafnið fyrir i ts- lendingabók Ara fróða, það er I sambandi við draum Þorsteins Surts. Ósvifur réð hann þannig að hann mundi flytja nýmæli að Lög- bergi, er allir menn mundu vakna við. Og svo gerðist það, að Þor- steinn Surtur steig á Lögberg og flutti mál sitt um sumarauka, er allir hafa haldið siðan i timatali hér á landi. Og svo minnist Ari á Lögberg i sambandi við kristnitökuna, og getur þess meðal annars að Hjalti úr Þjórsárdal kvað kviðlinginn ,,Vilk eigi goð geyja, grey þykkir mér Freyja” á Lögbergi. t Land- námu getur Lögbergs aldrei, sem reyndar er von, en rækilegar i Kristnisögu um ár 1000. Er reynd- ar seint að geta þess hversu oft er minnst á Lögberg i tslendinga sögum. En úr Kristnisögu má til- færa þetta: „Þormóður hét prestur sá, er Ólafur konungur hafði fengið þeim Hjalta og Gissuri. Hann söng messu um daginn eftir á gjá- bakka upp frá Vestfirðingabúð. Þaðan gengu þeir til Lögbergs. Þar voru 7 menn skrýddir. Þeir höfðu krossa tvo, þá er nú eru á Skarði hinu eystra. Merkir annar hæð Ólafs konungs, annar hæð Hjalta Skeggjasonar. Að Lög- bergi var allur þingheimur. Þeir Hjalti höfðu reykelsi á glóð, og kenndi svo i gegn vindi sem for- vindis ilminn.” Hér má nema staðar. Allur þingheimur er að Lögbergi, en þetta er geysi fjölmennt þing og i oröalagi liggur að ilminn hafi kennt hvar sem n/enn stóðu og gegnt vindi, þá þýðir þetta að menn standa allt umhverfis Lög- berg, minnsta kosti jafnt að baki sem fyrir. Segir siðan: ,,Þá báru Hjalti og Gissur upp erindi sin (þeir eru að Lögbergi) en þat undruðust menn hversu snjallir þéir voru og hversu vel þeim mæltist, en svo mikil ógn fylgdi orðum þeirra at engir óvinir þeirra þorðu að tala i móti þeim.” Hér virðist hver maður heyra það sem þeir töluðu. Fólkið er allt i kring um Lögberg. Þetta gef- uwwtmni þá hugmynd að Lögberg sé hóll. Standa megi allt i kring- um hann og uppi á honum, svo hvert orð heyrist með sinni ógn. Ekkert af fornum heimildum skýrgreinir Lögberg eins vel og þessi heimild. Lögberg er allmik- ið um sig, er allur þingheimur getur verið að Lögbergi. Þær heimildir, sem ekkert skýrgreina fremur um Lögberg en þessi heimild, tel ég óþarft að tilfæra, er stutt mál á að flytja. Og útilok- ar þessi heimild alla draumana um Lögberg á barmi Almanna- gjár neðan öxarár. Þar gat ekki fjölmennur þingheimur verið að Lögbergi og kennt ilm alla vega frá sér. Þá má geta þess að Þor- lákurhelgi gekk við kennilýðsinn á Lögberg 1183, til að banna sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.