Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 9
Vatnsberinn
Móðir jörð
Systur
Iliminn og jörð
sónulegar ástæöur hafi til þessarar farar legið. Þykir
mér jafnvel sem ég sjái tviræðan svip sumra verka frá
þessum mánuðum benda til þess að skapari þeirra hafi
á einhvern hátt ekki verið fyllilega ánægður með sitt
hlutskipti. Þó getur meira en verið að þetta sé glám-
skyggni min.
Sjálfur vill Asmundur sem minnst um þetta timabil
tala, virðist jafnvel lita á það nær eingöngu sem milli-
spil mótunaráranna og þess er koma átti. Asmundur er
nefnilega lengra kominn á sinni þróunarbraut og finnst
sjálfum þessi verk sin vera orðin gamaldags. Engu aö
siður standa þau fyllilega fyrir sinu sem listaverk þess
tima. Eru kannski einmitt nú að öðlast þann skilning
almennings, sem sifellt kemur i humátt á eftir braut-
ruðningi hins skapandi listamanns. Þau verk, sem
áöur hlutu last vanskynja skoöenda fyrir frjálslega af-
stöðu mótandans til fyrirmyndanna, hljóta nú lof hinna
sömu fyrir það að það skuli þó sjást af hverju myndirn-
ar séu. Slik hefur þróun orðið á sviði myndskilnings.
Við yfirlit á verkum Asmundar fyrrnefndan vetur i
Höfn vekur það athygli hve hinn vinnandi þjóðfélags-
þegn, erfiöismaðurinn, skipar rikan sess á meðal
þeirra. Fulltrúar handaflsins, sem á þessum tima var
sem óðast að vlkja fyrir hinum vélvædda nýja heimi.
Aðdáun listamannsins á þjónum erfiðisvinnunnar er
lika i fullu samræmi við persónugerð hans sjálfs, hins
sistarfandi myndhöggvara, sem ávallt segir leti og
ómennsku striö á hendur. Samtimamenn Járnsmiðs-
ins, Vatnsberans og Þvottakvennanna fundu sumir að
þvi hversu tröllsleg Asmundur sýndi þau i myndum
sinum. ,,en,"— segir Asmundur sjálfur —„mér datt
aldrei i hug að gera þau sem neitt sætabrauösfólk, þvi
þetta voru hetjur”.
Annar rikur þáttur i skapgerð Asmundar þykir mér
koma sérlega vel fram i myndinni Heybandiö.Hér á ég
viö glettnina, gáskann, sem svo viða skin út úr verkum
meistarans. Sjálfur segir hann: „Það er ekkert skrýt-
iö. Þaö vinnur enginn maður gott verk i fýlu”. Og á
ekki gáskinn einkar vel heima i þessari mynd? Við höf-
um heyrt sögur frá ömmum okkar og öfum, þegar þau
bundu baggana á milli sin. Piltur og stúlka saman á
engi — skyldi ekki glettnin með i verki, þrátt fyrir
erfiöið?
Það er þó ekki myndefnið sem eitt skapar gildi þess-
ara verka, heldur formrænn styrkur — myndræn heild.
Litum á verk einsog Straukonuna. Og Vatnsbcrann.
Það er ljóðrænn blær yfir Þvottakonunum — andlits-
svipur þeirra gefur þó hugmynd um aö þær gætu hugs-
aö sér eitthvaðskemmtilegra en að berja og vinda. As-
mundur fer nær um þaö, að þær lifðu ekki eingöngu i
striti sinu, þær áttu sinn hugarheim. Þvottakonur eru
lika skáld. Mér koma i hug orö eins kennara mins, Val-
geröar Briem, og langar að vitna i þau hér: „Látiö
ykkur aldrei til hugar koma að listamenn séu nokkrum
hlut merkilegri en til dæmis götusóparar”. Ég spyr,
var það listamaöurinn sem bað um aö fá að móta
þvottakvennanna eftirmynd, eða þvottakonurnar sem
báðu um að vera mótaðar i mynd?
Að töldum þeim verkum, sem augljósast bindast
starfsstéttunum,eru hins vegar myndir sem meira eru
byggðar á huglægara myndefni — hugtökum.
Myndin Hvilder góður tengiliður hér á milli, er hér
ekki þvottakonan lifandi komin að túlka okkur áhrif
hvildarinnar?
Fyrstu sjómannssporin þykja mér einkar vel sýna
hvernig tvö sálfræðileg atriði, nefnd nýjungagirni og
nýjungageigur, haldast i hendur til viðhalds hóflegrar
framþróunar mannlifsins. Litli sjómaðurinn stigur feti
framar ótrauöur — móðirin heldur i hendur hans, og
stoltiö i svip hennar er blandið áhyggjum og kviöa.
Tökum eftir á hvern hátt Asmundur notar tómarúmið i
myndinni. Hendur móður og barns mynda mjúka
hringbyggingu, sem fær skemmtilegt andsvar i formi
bátsins, en dálitið miskunnarlauststefnið minnir á þær
hættur sem sjómannsins biða.
Ekki er gamansemin fjarri myndhöggvaranum, sem
sýnir okkur i myndinni Himinn og jörðhvernig himin-
geimurinn leikur sér að jörðinni, tilbúinn aðgripa hana
meö fæti, hyggi hún á flótta. Oilu hátiðlegar sýnir hann
hvernig Móðir jörð nærir afkvæmi sin.
Flest munum viö þekkja Systurnar tvær:
Hin bliðlynda — hin stórlynda,
meyjan mjúkláta — stelpan stæriláta,
ástkonan undirgefna — valkyrjan volduga,
viðhaldið viðkvæma, ef ekki eins, þá margra
— stöðuga stólpakvinnan, litt árennileg og ekki
likleg til að láta meydóm sinn fyrir túskilding.
Eiginkonan ástrika — piparkonan prjónaklædda.
Hin tilfinninganæma og rómatiska — hugsjóna-
manneskjan baráttuglaða, sem berst fyrir máli
sinu og ber blak af systur sinni.
Tvær ólikar manngerðir, aðdáunarveröar hvor
á sinn máta.
Ef til vill hefur Asmundi óviöa tekist betur að sam-
ræma formgildi hinni táknrænu merkinu en i myndinni
Listhneigð.Tvöföld hringbygging arms — styttu — fót-
leggja —-búks, bundin styrkum armi viö grunnflötinn,
tákni þess hvernig það sem á undan er gengið i listinni
er það sem heldur henni á réttum grunni. Hreyfing
sem hefst á tilteknum punkti og heldur siðan áfram i
stöðugri framrás — hvernig á ein mynd að vera tákn-
rænni fyrir listhneigð mannsins?
Krjúpandi kona sýnir augljósan skyldleika þess
formleiks sem mörg af siðari verkum Asmundar
byggja einkum á.
Ég hef nú talið upp meiri hluta þeirra verka As-
mundar, sem fæddust i Kaupmannahöfn á vetrinum
1935-36. Ótaldar munu þó nokkrar: Sjómennirnir,
Draumsýn, Björgun.
Ég hef ef til vill gert meira úr skilgreiningu mynd-
efnis en formrænum eiginleikum. Hvort tveggja skal
þó aö verðleikum metið. Það kann að valda deilum
hvert hlutfall hefur verið þar á milli við sköpun verk-
anna.A það legg ég engan dóm og læt hverjum eftir aö
vega og meta eftir eigin skilningi. Menn greinir á um
hvort formrænn styrkur skuli koma til góða verðugu
myndefni, eða myndefnið þjóna formrænum áhrifum.
Deili menn áfram.
Ég vil ljúka þessum pistli meö þvi að gefa enn As-
mundi orðiö: „Eiginlega dugar engin gagnrýni að ráði
nema timinn sjálfur. Það er hann sem sker úr um
hvort listaverk stendur eða fellur”.
Fyrstu sjómannssporin
Járnsmiðurinn
Björgun