Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 15
Jólablað 1!>7:í ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 30. Þegar Mateora dansar syrtaki fer ég að kannast við þig, föðurland mitt. Þegar Acheloos eyðir allri liðlangri nóttinni á vínstof unni, þegar hin hvítu fjöll fara að skríða, Egeahaf að skrá á getraunaseðla, þegar fólkið frá Roumeli er farið að dansa keðju- dans, þegar Kríteyjarhaf rænir Milo, og ég er farinn að bögglast við að yrkja, þá f er ég að kannast við þig, föðurland mitt. 31. Menntadísirnar niu eiga heima hérna á hæðinni. Milli okkar er aðeins einn gangur, tvennar dyr og fjórir varðmenn. Dora, Maria, Takis, Anna, Tonia, Roussos. Ef til vill þekkja þær betur en ég ártöl og daga, númer, heimilisföng, stíltegundir, skóla, listasöfn. Menntadísirnar eiga heima í grennd við listasöfnin, tónlistin i grennd við þau. 32. Fjólubláa borg réttu mér hönd klappaðu mér á kollinn. Lof mér heyra þig tala, svo þú svæfir mér draumana mína. Sýndu mér andlit þitt svo ég geti vitað hver ég er. Drottning mín( Síðan á dögum ödipusar og Androutsons hefur enginn elskað þig slikt sem ég. Andreas, þú ert Grikki Það sem þú varst muntu aftur verða. Þú kemst ekki hjá því. En fyrst skaltu gráta. Læging þín skal fullgerast, — sigrar þínir ná til f jallsrótanna, Andreas, þú ert Grikki. Þú svelgir sviksemina í mjólk, sviksemina svelgir þú í víni. Læging þín skal fullgerast. Þú skalt sjá, þú skalt verða til. Það sem þú varst muntu aftur verða. Sláturhúsið Nú er miðdegi. Inni í skrifstofu er verið að berja mann. Ég tel höggin, mæli blóðið. Sjálfur er ég alikálfur læstur inni í sláturhúsi. í dag þig, mig á morgun. Það er komið kvöld. Uppi á þaksvölum er verið að berja Andreas. Ég tel höggin, mæli kvalirnar. Bráðum náum við aftur að tala saman yfir múrinn. Tak — tak, bankar þú. Tak — tak, svara ég. Án orða segjum við hvor við annan: ,,Ég hef ekki látið undan, ætla ekki að láta undan." í hjörtum okkar er hátíðin að byrja. Tak — tak, bankar þú. Tak — tak, svara ég. Sláturhús okkar ilmar af blóðbergi. Klefarnir fyllast af kvöldroðahimnum. Viö erum tveir saman Við erum tveir saman. Klukkan sló átta, slökktu Ijósið vörðurinn er að koma. Þeir koma aftur í kvöld. Tveir slá þig, þrír slá mig. Þúsundir slá okkur báða. Þér er illt. Og mér er illt. Það kemur á daginn hverjum er mest illt af okkur öllum. Því við erum tveir við erum þrír, við erum þúsundir. Við ríðum með rigningunni klofvega á tímanum. Blóðið storknar í sárinu. Kvölin breytist í nagla hún leiðbeinir okkur bjargar okkur. Við erum tveir við erum þrír, við erum þúsundir. Einn fer á undan hinir fara á eftir. Þögnin kemur seinast. Þetta sama alkunna viðlag. Ákall til dauðra skálda Rigas Feraios, heyr ákall mitt: Frá Ástralíu til Canada frá Þýskalandi til Tasjkent og hér heima: i fjöllum, í fangelsum, úti í eyjum erum vér Grikkir sundraðir og dreifðir. Dionysius Solomis, heyr ákall mitt: Sem fangar og fangaverðir böðlar og pindir af böðlum fyrirskipendur og undirlægjur ránsmenn og ræntir erum vér Grikkir sundraðir og dreifðir. Andreas Kalvos, heyr ákall mift: Sólin sjálf er furðu lostin og einnig fjöllin og grenifrén næturgalinn hvitbrydd ströndin þvi fyrrum var land mitt vagga hófsemi og fegurðar i dag er það dauðans land. Kostis Palamas, heyr ákall mitt: Aldrei varð jafnskært Ijós að jafnsvörtu myrkri aldrei jafnfagurt hugrekki að jafnbeiskum kvíða afl og áræði að engu hetjur að styttum úr steini. Land mitt — land Diogenes og Diakos að landi þrælmenna og þræla. Nikos Kazantzakis, heyr ákall mitt: Þótt dauðlegir menn geti gleymt — dauðlegir menn eru hér ennþá tala tungumál Andronutsos — lifir minningin samt bak við varðturna og harðlæstar dyr. Minningin á sér bústað í steini hún bjó sér stað í því bliknaða laufi, Grikkland, sem geymir þin núna Angelos Sikelianos, heyr ákall mitt: Sál lands míns er elfur í ótal myndum. Andvörp lituðu bakkana blóði. Straumurinn hindrast af ástúð þeirri og illsku sem jafna eiga aðild að ættlands míns sál. Sál lands míns hlekkir sem læsast um tvær elfur tvö fjöll bundin reipum við bekkinn á ,,loftsvölunum" Olympos hangandi i bandi niður úr flutningaflugvélinni með hendur bundnar á baki þangað til játað er því sem játa skyldi. Sál lands mins er frjóangar sem spretta á berum klöppum þeir eru þú — móðir kona meyja — sem horfir út yfir hafið og fjöllin meðan þú litar í leyndum egg Upprisunnar rauð sem blóð — þau rauðu egg sem aldirnar bera i sér, aldirnar — menn og timabil. Komi nú páskasól upprisunnar yfir föðurland mitt svo hrakið og rjáð! Óþekkta skáld, heyr ákall mitt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.