Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 46

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 46
46 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1973 GUÐSÞJÓNUSTA hennar. Hún teygði snoppuna upp og fram og engdist nokkrum sinn- um, og loks lá lambið spriklandi i angandi gróðrinum fyrir aftan hana. Hún lá kyrr um stund eins og lömuð af mæði og áreynslu, kumraði svo ástúðlega afturfyrir sig til lambsins, stóð siöan þyngslalega á fætur og sneri sér að afkvæmi sinu. Hrúturinn hennnar var þegar farinn að brölta, hóf sig upp á aft- urfæturna, skjögraði og skalf og féll svo aftur niður i slorugt bæli sitt. Ærin hóf starf sitt kumrandi, sleikti og saug i sig legkjórinn. Fyrst þá hliðina sem upp sneri, velti svo hrútnum við og þreif og þvoði hann einnig þeim megin. Hrúturinn héít áfram að nrolta, komst á fæturna skjálf- andi, datt aftur, siðan enn á fæt- ur, stóð um stund styrktur aö erf- iðinu, vermdur af sólinni og and- ardrætti móður sinnar, dillandi sinum litla dindli. Honum óx fljót- lega kjarkur og gerði tilraun til að komast undir móður sina, fetaði sig áfram, eitt skref, tvö skref, skjögraði til hliðar skrikandi og riðandi allt uppundir þúfubaröið þar sem lóan lá á hreiðrinu og valt þar um hrygg. Lóan rak upp skræk og skreið veinandi með út- þanda vængi upp i brekkuna og barði þeim látlaust niður i svörð- inn. 1 hreiðrinu lágu tveir ungar svartir af bleytu, og tvö egg. Ann- að eggið var mjög brotið, og breiö sprunga lá þvert yfir það að ofan. Sá þar i unga sem farinn var að anda, og hreyfðist skurninn i takt við öndun hans. Höfuðið lá aftur- með búknum svo sá i gogginn sem var á sifelldri hreyfingu og glenntist þá sprungan sundur. Hringlaga gat var komið á hitt eggið og gægðist þar út goggur á unga sem einnig var á sifelldri hreyfingu. Annar unginn brölti upp á sprungna eggið svo það lið- aðist sundur, og unginn lá frjáls á botni hreiðursins. Ærin elti hrút sinn að hreiðrinu og hjálpaði honum á fætur á ný. Hann mjakaðist undir hana snus- andi og leitandi eftir spena. Jú eitthvað var þarna. Hann dillaði dindlinum ákaft og hnyllti upp i júgrið. Ærin gleikkaði stöðu sina og lét sig siga niður að aftan. Eft- ir nokkra leit með tungu og vör- um fann hann loks spenann og saug nú af miklum þrótti. Nú fyrst var hann að fullu vakinn til meðvitundar um lifið og tilveru sina. Sólin var nú sigin það til suð- austurs að geislar hennar flæddu yfir gróðurinn undir skyggni tjaldsins og þurrka'ði burt glitr- andi döggina. En inni i tjaldinu upphófst mannamál og hlátrar. Ærin reisti höfuðið hlustandi, rak svo snoppuna i dindil lambsins, sneri sér við og lötraði af stað fram hvamminn. Hrúturinn Ef þú ert að leita þér að útvarpsmagnara og kannar markaðinn, munnt þú komast að þeirri niðurstöðu að Model 210 er sá útvarpsmagnari sem þú varst að leita að. Því með Model 210 hefur Sansui tekist að sameina það sem efst er í huga þeirra sem ætla sér að kaupa útvarpsmagnara. Ekki bara í Model 210 eru hin rómuðu Sansui tóngæði, heldur er Model 210 ódýrasti útvarps- magnarinn í sínum flokki. Tökum upp nýja sendingu af Sansui í dag. Laugavegi 89. Slmi: 13008 ALLS KONAR PRENTUN stór og smá, einlit og fjöllit. EF ÞÉR ÞURFIÐ á prentvinnu að halda, þá leitið upplýsinga hjá okkur. Prentsmiðjan ODDI H.f. Bræðraborgarstíg 7 simi 202x0 —3 íínur KFK-fóðurvörur ódýrastar og beztar GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON Umboðs- og heildverzlun, Síðumúla 22, Reykjavík — Pósthólf 1003 — Sími85695
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.