Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 45
Jólablaft 15)73 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 45
Guðsþj ónusta
Smásaga
Þokubeltið um Múlaendann og
fram hliðargeirana til beggja
handa lá án hræringar og mynd-
aði glitbekk meöfram marglitum
klettabeltum brúnanna, en uppi-
yfir heiður himinblámi sem smá
lýstist i norðaustri vegna risandi
sólar vormorgunsins.
Innst í hliöarkrikanum vestan
Múlans þar sem gilið rann fram
til vatnsins var þó nokkur slakki i
klettabrúnina, og þegar fyrstu
geislarnir brutust fram um slakk-
ana var sem allt háiendi sindraði
af gneistandi logum. Spegilslétt
vatnið fram af eyrunum varð i
fyrstu slegið marglitum rákum
sem breyttu lit i sifellu eftir þvi
sem geislaflaumurinn óx, en þeg-
ar sólkringlan sjálf lýsti fram yfir
háiendisbrúnina, varð allur
vatnsflöturinn sem gulli orpinn.
Volgur vindblær leið fram gil-
skorninginn og setti gáraða mön
út vatnið, allt útundir hólmana
þar sem hvannstóðið óx i þéttum
runnum, og sundfuglinn lá á eggj-
um sinum og mókti i morgunsár-
ið. Hér rikti fullkomin kyrrð. En
um leið og öll sólkringlan kom i
ljós yfir f jallshrygginn, gall fyrsti
lómurinn i fjarska upp við
ströndina að vestan. Endurnar f
hólmanum hófu upp höfuðin og
skimuöu i kringum sig, vöppuðu
siöan af stað, slógu út vængjunum
og gáfu frá sér værðarhljóð, og
brátt heyröist kurrað um allan
hólmann.
Hljómsveit lifsins hóf sinn si-
gilda morgunsöng.
I litlum hvammi uppvið hliðar-
ræturnar vestan við giliö lá sof-
andi stóðhrossahópur. Flest
þeirra flatmöguðu án hreyfingar
að öðru en þvi að nárinn aö ofan
bærðist i takt við öndun. Einstök
hryssa var þó sér nokkru neðan
við aðalhópinn og mókti stand-
andi. Tagl hennar og fax var ó-
klippt og virtist mjög táð og lúið.
Hún glansaði á lend og frameftir
hryggnum, en neðst um siðurnar
og kviðinn voru hárhnjúskar i
klösum.
Ær kom lötrandi norðan hliðar-
geirann, sveigði niður að ánni,
nam staðar annað veifið, þefaði
af gróðrinum og umlaði, hélt svo
áfram niður með gilinu allt niður i
hvamminn þar sem hryssan stóð.
Hún nam staðar skimaði i kring-
um sig, snerist svo i hringi hnus-
andi af gróðrinum, krafsaði loks
með öðrum framfæti niður i
svöröinn, lagðist siðan og jarmaði
hátt og hvellt eins og af sársauka.
Hryssan kipptist til, hnykkti
upp höfðinu og opnaði augun. Svo
frýsaði hún lágt og hristi sig
nokkrum sinnum. Rölti siðan leti-
lega ofar i hvamminn og velti sér
um hrygg. Þegar hún stóð upp
aftur var bælið eftir hana þakið
hári og gróðurinn niðurbældur.
Fram á bakkanum útvið giliö
óx smárinn og lingresið. Nokkrar
baldursbrár og fiflar gnæfðu þó á
stöku stað hátt yfir lággróöurinn.
Viö varmann frá sólinni opnuðu
þau krónur sinar og kristalstærar
daggarperlur hrundu af blöðum
þeirra niður i lifi þrunginn jarð-
veginn.
Framúr bakka gilsins nokkru
ofan við vatnsflöt árinnar stóðu
tveir klettar hiiö við hlið. Nokkur
rauf var milli þeirra og myndaði
gróður bakkans grænan smágeira
niður i raufina.
Ofan til i raufinni spann kóngu-
ló vef sinn. Tvær festingar haföi
hún i hvorum kletti, og eina neðst
um stöngul baldursbráar sem óx
fremst i bakkabrúninni. Keilu-
laga mýflugnaský kom svifandi
niður gilið, hringsnerist i sifellu
um sjálft sig og barst upp raufina
milli klettanna. Neðsta röpd keil-
unnar snart utasta streng vefsins
sem varðeinsogfiöraöureftir. Svo
héltskýiö áfram niður hvamminn
útyfir eyrarnar og fram á vatnið
þar sem murtan sprellaði i vatns-
skorpunni svo hringir mynstruðu
allan vatnsflötinn. Stöku murta
stökk þó svo hátt upp að hún sveif
I lofti laus frá vatninu um leið og
hún greip flugu. Mýflugnaskýið
mjakaðist áfram i lognværunni
og neðstu flugurnar rákust annað
veifið i bárur hringanna sem
murtan setti i flötinn og urðu
henni að bráð.
Ærin uppi i hvamminum stóð
upp, sneri sér við og slafraði uml-
andi niður i bælið sitt, hún hélt
dindlinum sperrtum frá sér og út-
úr fæðingaropi hennar vottaði
fyrir belg. Svo rétti hún sig upp,
Rétt við rætur baldursbráar lá
túnvingulsfræ, sprunga var kom-
in á börkinn svo sá inn i kjarnann.
Augljóst var að bráðlega mundi
þaö skjóta rótum. Þegar baldurs-
bráin rétti úr blööum sinum og
hellti af sér daggarperlunum féll
ein þeirra niður á fræið. Siðan lék
varmi sólargeislanna um það svo
sprungan opnaöist að fullu og
veikbyggður lifandi sproti gægð-
ist út i veröldina, og teygði brátt
úr sér laugaður dögg og heitu sól-
skini. Ef til vill yröi hann stór tún-
vingull innan tiðar.
Eftir að hryssan hafði velt sér
um stund, staðiö upp, hrist sig
nokkrum sinnum og frýsaðhressi-
lega, rölti hún út á bakkann við
gilið og tók að naga lágvaxið lin-
gresið og smárann beittum tönn-
um. Baldursbráin óx þarna i klös-
um. Nokkrar þeirra voru þegar
fullvaxnar, breiddu krónur sinar
móti morgunsólinni og nutu hins
frjóa lifs sem angaöi og bærðist
um alla jörð, i lofti og á legi.
Flestar þeirra voru þó enn með
lokaðar krónur á ýmsu þroska-
stigi.
Hryssan mjakaðist um bakk-
ann og nagaði gróðurinn milli
baldursbráaklasanna. Það var
sem hún skynjaði fegurð þeirra
og vildi forða þeim frá eyðilegg-
ingunni. Eða var þaö kannski af
þvi að baldursbrá er ekki eins
gómsæt og lingrösin og smárinn?
' ■ 'cJ J
• •í.v;*-.
• . ‘'-•--w,- -
stóð skimandi um stund, laut svo
aftur að bæli sinu, hringsnerist
um sjálfa sig, krafsaði aö siðustu
niður i rakan svörðinn, reif upp
nokkrar mosatætlur með klauf-
inni og lagðist á ný.
Sólin smá mjakaðist upp á him-
inbogann og geislar hennar urðu
æ heitari, en skuggarnir i hliðar-
geirunum færðust sifellt hærra,
uns allur dalurinn varð upplýstur
og baðaður heitum sólargeislum.
Ærin rétti frá sér báða aftur-
fætur, teygði upp snoppuna, engd-
ist af kvölum og fýldi grön. Og nú
sá á lambsklaufir hjá henni að
aftan. Brátt mundi eitt lifsgervi
enn hefja göngu sina um litla
hvamminn.
Uppi i barðbrúninni sem mynd-
aði hvamminn, óx blágresi,
lambagras og gleimmérei. Einn-
ig voru þar reyrbrúskar og ýmiss
konar lyktarsterkur gróður sem
angaði frá sér höfgum ilmi. Neð-
ar rétt við rætur brekkunnar
baksaði snigill upp fifilsstöngul
og vildi ná til krónunnnar. Stöng-
ullinn hallaðist frá, og eftir þvi
sem snigillinn færðist hærra upp
legginn óx hallinn uns fifillinn lá
næstum flatur. Snigillinn teygði
úr sér, þreifaði fyrir sér með titr-
andi fálmurunum, dró sig svo
saman i hnút, siðan aftur sundur
og nálgaðist krónuna óðum.
Aðeins ofar undir hörðum snar-
rótar-hnjúski lá mariuerla i
hreiðri sinu ásamt tveimur ung-
um. Hún teygði höfuðið útúr
hreiðrinu og skimaði hlustandi og
sá fifilkrónuna bærast til. Snigill-
inn hélt áfram að fálma fyrir sér
og mjakast fram uns hann náði
neðstu blöðum fifilkrónunnar.
Þar nam hann staöar og tívildi
sig. Mariuerlan hallaði undir
flatt, teygði svo höfuðið fram og
skaust eins og ör útúr hreiðrinu
og greip snigilinn i opinn gogginn.
Flaug svo nokkra hringi um
hvamminn, sneri siðan við og
settist á hreiöurbrúnina. Ungarn-
ir teygðu höfuö sinlóöréttupp með
gapandi gogg, en mariuerlan
hlutaöi snigiiinn sundur, skipti
honum jafnt milli unga sinna, og
dillaði sér á hreiðurbarminum
eins og danserina á sviði. Eftir
nokkra stund hvarf hún svo aftur
inn i holu sina til unganna.
Andvari leið fram eyrina og
skyggöi vatnsflötinn fram af ósi
árinnar. Nokkrir gárar mynduð-
ust einnig austur á vikinni utan
Múlatagliö svo vatnsflöturinn
varð alsettur gáruöum mynstr-
um. Himinninn var aö mestu
heiður. Þó svifu nokkrar ljósar
mariutásur fyrir norðan andblæ
til suðurs, og á stöku stað skyggðu
þær fyrir sól og settu vatnið og
strendur þess dökkbláum skjöld-
um.
Ærin reis upp á knéin, teygði
fram snoppuna og rak upp hvellt
sársaukafullt jarm um leið slapp
lambhrútshöfuö útúr fæðingar-
opi hennar. Hún hné aftur más-
andi af mæöi niður aö framan, en
hestur ofar i hvamminum vakn-
aði og reis upp. Hann skimaöi i
kringum sig, rétti úr framfótum
og hóf sig upp að framan, staldr-
aði þannig sitjandi nokkrar sek-
úndur og starði til hryssunnar
fram á bakkanum, svo rykkti
hann sér einnig upp á afturfæt-
urna, rak undir sig hausinn,
teygði sig og fetti. Rölti siðan
gleiðfættur og hviandi til hryss-
unnar með sundurbretta flipa.
Hann haföi reö sinn úti sem
sveiflaðist til hliöanna i takt viö
gönguna, en vingsandi stertinum
hélt hann beint út.
Þegar hann kom til hryssunnar
glefsaði hann i nára henni, en hún
hallaði sér þétt að honum og aftur
úr henni gusaöist þvagblönduð
vilsa sem skall yfir kóngulóarvef-
inn, sleit hann sundur og vall svo
niður litla græna geirann milli
klettanna. Folinn hóf sig upp á
lend hryssunnar með sperrtan
reöinn og sló tagli hennar með
framfæti frá henni aö aftan um
leið. Hryssan mjakaðist aftur á
bak undir hann, lyfti upp öðrum
afturfæti og lenti með hófbrúnina
ofaná baldursbránni. Króna
hennar marðist sundur, en legg-
urinn slitnaði við rótina. Hún var
dáin.
Tveir mávar komu aðvifandi
austanfyrir Múlatagliö, svifu yfir
grynningunum þar sem áin rann
gegnum malarhrygginn og hvarf
I vatnið. Skuggar þeirra féllu á
vatnsflötinn og murtan stakk sér
til botns þar sem þeir fóru.
Nokkrar endur syntu útá grynn-
ingunum undan ströndinni. Ung-
ar þeirra léku sér i vatnsskorp-
unni, stungu sér i vatnið eða settu
upp stélið með höfuðið á kafi.
Þegar skugga mávanna bar yfir
þustu þeir til mæöra sinna.
ib •CU'tU'S?
Mávarnir böksubu áfram útyfir
vatniö, stungu sér annað veifið og
gripu unga eða murtu sem ekki
höfðu verið nógu fljót að forða
sér, komu svo aftur uppað land-
inu á ný og svifu uppmeð gilinu.
Þegar þá bar yfir lygnuna fram-
an við neðsta fossinn, þutunokkrar
murtur sem lágu framundir brot-
inu, inni strauminn upp við berg-
Marteinn
frá
Vogatungu
ið. Mávarnir sveimuðu nokkrum
sinnum yfir lygnunni, en settust
siðan á hjallabrúnina þar sem
vatnsflaumurinn steyptist niöur i
fljúfrið.
Kjarrgróöur myndaði smá
runna i brekkunum vestan foss-
inn, en bláberjalyng óx i klösum
milli runnanna niður að brekku-
rótum og mynduðu viða ljósa gul-
brúna rinda.
t kverkinni út við gilið rétt neð-
an við fossinn hafði verið reist
tjald. Það stóðsvo nærri fossinum
að vatnsúðinn sáldraðist um gafl
þess. Þegar sólin náði að hrekja
burt skuggana af hjallabrúninni
féllu geislar hennar yfir tjaldið og
fossinn svo úðinn varð regnboga-
litur.
Spölkorn neðar með barðinu
sem myndaði hvamminn lá heið-
lóa i hreiðri sinu á þúfurinda. Hún
lá mjög last á hreiðrinu, breiddi
úr sér svo hún hvarf að mestu nið-
ur i þúíukollinn. En utar, beggja-
megin hliðarkrikans i mýrum og
rindum var mófuglinn kominn á
kreik. Spói vall lengi út með hlið-
inni að vestan, gaukur skáskar
lofið beint uppiyfir og hneggjaöi
hátt, en fram á eyrunum og bökk-
um vatnsins kvakaöi heiölóan
sitt sigilda dirrindi. Söngur kliö-
aði alll um kring, i lofti og á legi.
Stóðhópurinn var staðinn á fæl-
ur og dreifði sér um hvamminn.
Gróðurinn i bælum þeirra var
mjög bældur og troðinn niður i
rótina, þakinn búkhári og saur, og
svörðurinn viða særður eða upp-
rifinn. Nokkrar baldursbrár og
fiflar höfðu falliö i valinn og visn-
uðu nú skorpin og þur i heitu sól-
skini morgunsins.
Austan Múlann gall við hátt og
hvellt hnegg. Folinn reisti sig og
sperrti eyrun, þandi svo út nas-
irnar og hneggjaöi meö öskri svo
undirtók i klettabeltunum fyrir
ofan. Siðan rak hann undir sig
hausinn og þaut út i ána. Hann
nam staöar augnablik á hinum
bakkanum reisti sig enn sperrti
eyrun og þandi út nasirnar, rak
svo upp annað hneggöskur og var
strax svarað austan Múlans.
Hann tók nokkur há stökk út
bakkann, þaut svo gleiðfættur og
langstigur yfir Múlataglið og
hvarf inn hliðina. Hin hrossin
stóðu reist og horfðu á foringja
sinn uns hann hvarf, en þutu svo
út i ána i hámót á eftir honum og
hurfu loks öll fyrir rætur Múlans.
Og hávaðinn frá hóftaki hópsins
dunaði i klettabrúnum dalsins
eins og skrugguhljómur, en smá
dvinaði svo uns fullkomin kyrrð
rikti aftur að ööru en hinu glaða
kvaki mófuglsins.
Hið skrautmynstraða belti hlið-
arinnar hafði gufað upp við
varmann frá geislum hinnar ris-
andi sólar, og döggin sem um
morguninn þakti jörðina glit-
skrúði hafði einnig horfið til upp-
hafs síns. Og nú angaði jöröin
upplýst og ljómandi þunguð frjó-
magni sem bærðist og þroskaðist
með henni án afláts.
Aftur rak ærin upp kvalafullt
jarm og herðakambur hrút-
lambsins slapp útúr fæðingaropi