Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 62
62 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1973
Gleðileg jól
farsælt nýtt ár
Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
Kaupfélag Króksfjarðar
Króksfjarðarnesi
Kaupfélag
Vopnfirðinga
Vopnafirði
óskar félagsmönnum sinum og lands-
mönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á
árinu.
ÚR
ÞJÓÐSÖGUM
Faðir minn
átti fagurt land
t Sultum í Kelduhverfi var eitt
sinn drengur, sem haföi þann
starfa á hendi að reka kýr þaöan
og upp i Vikingavatn, sem er
næsti bær. Skammt þaðan eru
hagar, sem kýrnar ganga i. Svo
er háttað landslagi, að meðfram
veginum eru björg, sem liggja
næstum óslitin einsog hlaðinn
veggur milli bæjanna. Er það þvi
álitlegur bústaður huldufólks,
enda segja fornar sögur, að það
eigi þar heima. A einum stað óx
fram undan bjarginu rauðaviðar-
runnur einn, mikill og fagur. Var
það siður drengs að slita hrislu úr
runnanum, hvert sinn er hann fór
þarhjá, þegar hann vantaði keyri
á kýrnar. Liður nú fram sumarið,
og hefur strákur hinn sama sið,
og fer nú runninn að láta á sjá,
uns hann eyðileggur hann með
öllu. En um haustið fer að bera á
undarlegum veikindum i drengn-
um, visnaði fyrst höndin og hann
hálfur, og siðan veslast hann upp
og deyr um veturinn. En skömmu
siðar var Oddur nokkur, er um
sjötiu ár var fjármaður á
Vikingavatni, staddur nærri
björgum þessum, heyrir hann þá
kveðið með raunalegri röddu inni
I bjarginu:
„Faðir minn átti fagurt land,
sem margur grætur,
þvi ber ég hryggð i hjarta mér
um daga og nætur”.
Var það ætlun manna, að runn-
inn, sem strákur reif upp, hafi
verið skemmtilundur huldufólks-
ins og hafi það viljaö launa hon-
um lambið gráa og valdið van-
heilindum drengsins.
Huld.
Winther-þríhjól
Margar gerðir
Barnareiöhjól
ineð og án hliföarhjóla.
Sérstaklega sterkbyggö og ódýr.
Avallt lyrirliggjandi.
REIÐHJÓLAVERZLUNIN ÖRNINN
Spítalastíg 8 — Sími 14661
Gleðileg jól
FARSÆLT KOMANDI AR
Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
Rörsteypan h.f.
KÓPAVOGI
GLEÐILEG JÓL!
LETUR
Grettisgötu 3 — sími 23857.