Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 21
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
Jónssonar í Rússlandi
austanverða fara með ránum og
kaupskap eftir fljótum frá
Eystrasalti um Hólmgarð til
Kænugarðs og þaðan til Svarta-
hafs, þá eru á þessu svæði slav-
neskir kynþættir sem eru að
komasér á fót rikjum.Land þetta
kallast einu nafni Rús og það orð
er enn notað um Rússland hið
forna. I tslensku útvarpi verður
reyndar ekki hjá þvi komist, að
minna á, að þetta orð, Rús, sem
Rússland og rússneskur eru siðan
mynduð af á ýmsum málum, er
rakið til norræns uppruna. Minnt
er á, að enn i dag kalla finnskar
þjóðir við Eystrasalt Sviþjóð
Kuotsi, og i mið-grisku voru
Norðurlandamenn kallaðir oj
Ros — er þetta heiti siðan bæði
tengt við héraðið Roslangen i Svi-
þjóð og fornt norrænt orð, Róþs-
menn, ræðarar. Hinn þekkti mál-
fræðingur Vasmer minnir á, að
þaö sé ekkert einsdæmi, að
sigraðar þjóðir taki að kenna sig
við sigurvegarana. Rússneskir
fræðimenn hafa sjálfir tekið mjög
óstinnt upp þessa kenningu, sem
þeir hafa gjarna kennt við stór-
germanska þjóðrembu — vilja
þeir rekja sjálfsheiti sitt til slav-
neska orðsins rúsi, sem þýðir
rauðbirkinn, rauðhærður.
Nema hvað þessir austurslavar
taka kristni um svipað leyti og við
tslendingar. Þá þegar höfðu
Suður-Slavar i Búlgariu tekið
kristni og fengið helgar bækur
þýddar á sitt mál. Og postular
þeirra, Kiril og Mifódii, bjuggu til
sérstakt letur, sem var byggt á
grisku letri þess tima, auk þess
sem þeir fengu lánaðan einn he-
breskan staf og bjuggu til nokkra
nýja til að tákna þau hljóð sem
voru sérstök fyrir slavnesk mál.
Þetta letur kom til Kænugarös
með kristninni og hefur verið not-
að á rússneskum bókum siðan.
Mörgum sýnist þetta letur ó-
árennilegt og fælir það frá þvi að
glima við rússnesku. Þetta er
misskilningur — letur þetta er
handhægt og rökvist með sinum
hætti. Það er notað i Serbiu og
Makedóniu i Júgóslaviu, i
Búlgariu og i Úkrainu og Hvita-
rússlandi i Sovétrikjunum sjálf-
um, auk þess sem það hefur verið
notað sem undirstaða ritmáls
fyrir úmsar Sovétþjóðir, einkum
þær sém ekki áttu ritrnál áður.
Varnarmúr
Sifelldar árásir tyrkneskra og
mongólskra þjóða að austan stóðu
hinu fornrússneska riki mjög
fyrir þrifum. Meira en öld stóðu
Rússar i þvi að vera nauðugir
viljugir einskonar varnarveggur
Evrópu gegn áhlaupi afkomenda
Djengis-Khans, eins og þeir hafa
á þessari öld orðið öflugastur
varnarmúr gegn Hitler, en þann
samanburð gera þeir einatt sjálf-
ir. Undan oki Mongóla kom Rúss-
land sundrað og veikbyggt á 15.
öld og átti erfitt uppdráttar við
hlið hins öfluga rikis Pólverja og
Litháa. En það efldist smátt og
smátt, ekki sist undir stjórn tvans
grimma á 1(>. öld.en hann braut
undir sig riki Tatara i Kazan. Upp
úr þvi hófst sókn Rússa austur
eftir hinum strjábýlu viðáttum
Siberiu, sem stóð langl fram á 19.
öld. 1 byrjun átjándu aldar tókst
Pétri mikla að brjóta sér leið til
sjávar við Eystrasalt og hnekkja
þar veldi Svia. ()g bæði hann og
Katrinu miklu tókst að l'æra yfir-
ráðasvæði ltússa suður á bóginn
til Svartahafs og hrekja Tyrki þar
i sjóinn. t alíri þessari sögu
gerðist mikil blóðblöndun, ekki
sist við finnskar þjóðir i Norður-
Rússlandi og tyrkneskar þjóðir i
Volguhérunum, og sér hennar
viða stað i yfirbragði fólks.
Rússland er ekki til nú sem
nafn á stjórnaríarslegri einingu.
En Rússneska sambandslýð-
veldið svonefnt er stærst sov-
éskra lýðvelda, spannar um þrjá
Ijórðu hluta sovésks lands. Þar
búa rösklega 130milj.af 250 mil-
jónum ibúa landsins og eru um
110 miljónir þeirra Rússar — en
alls eru Rússar um 130 miljónir.
Frá þessu mikla landi mætti
vissulega segja á marga
vegu — það mætti nefna tölur
um að oliuframleiðsla hefur
aukist þar mikið og raforkufram-
leiðsla, að þriðji hver maður
gangi þar i skóla og svo framveg-
is. En liklcga er skynsamlegt að
halda sig i þessu óformlega
spjalli við þá hluti, sem þeir eru
ol'tast spurðir að sem hafa verið
langdvölum með Rússum:
Ilvernig býr fólk? Að hverju
keppir það? Hvernig er það i um-
gcngni?
Þegar reynt er að svara slikum
spurningum gætum við t.d. vel
hugsað okkur einskonar rúss-
neska meðalfjölskyldu. Hjónin
eru á fimmtugsaldri og búa i
Moskvu. Þau heita Fjodor og
Maria Novikof. Tvö börn eiga
þau, sem við getum kallað tgor, ^
19 ára, stúdent i verkfræðiskóla ^
Um hvaö skal
spurt?
Fjölskyldan
og amman