Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 28
28 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1973 1 nóvember 1945 gaf Kristinn út hefti af Tlmariti Máls og menn- ingar, einvörðungu um her- stöðvakröfur Bandaríkjanna. f ritstjórnargrein þess sagði hann: „Með hervernaarsamningnum, sem Bandarikin gerðu við fsland 1941, skuldbundu þau sig til þess að hverfa á brott héðan með allan herafla sinn strax og þáverandi styrjaldarástandi væri lokið. Nú er fyrir nokkrum mánuðum kom- inn friður á bæði i vestri og austri, og hlýtur islenska þjóðin að krefj- ast þess, að Bandarikin standi viö gerða samninga og flytji burt héðan allan heraflasinn .,.1 nafni allra þeirra kynslóða fslendinga. sem barist hafa fyrir sjálfstæöi landsins, og i nafni óborinna kyn- slóöa, sem eiga eftir að byggja þetta land, skorum vér á islensku þjóðina aö standa á verði og hefja mótmæli gegn þvi, að nokkru er- lendu herveldi séu leyfðar bæki- stöðvar hér á landi”. Fyrir kröftug mótmæli manna i öllum stjórnmálaflokkum og land allt, einkum þó Sósialistaflokks- ins og félagsdeilda hans, var ósk Bandarikjanna um herstöðvar á lslandi til langs tima synjað. Sumarið 1946 varð af ýmsum ábendingum ráöiö, að Bandarikin mundu innan skamms bera fram ný tilmæli um herstöövar hér- lendis. Af þeim sökum tók Krist- inn saman greinar i Þjóðviljann, sem birtust 22. og 23. júni 1946 undir fyrirsögninni „Viðvörun til þjóðarinnar”, en þær voru siöan gefnar út sérprentaðar. I þeim sagði hann: „Reykvikingum ætti að vera i fersku minni andrúms- loftiö i bænum i októbermánuði siðastliðnum (þ.e. 1945). — Al- þingi kom saman 1. október, en sama dag fyrir hádegi haföi sendiherra Bandarikjanna gengið á fund utanrikisráðherra og af- hent honum orðsendingu þá frá stjórn sinni, sem fslendingum er nú fullkunn orðin.... Hvers vegna var þá ekki orðsendingu Banda- rikjastjórnar svarað þegar i staö skilyrðislaust neitandi? Hvers vegna tók á annan mánuö að ákveða svariö? — Það var vegna þess, að sterk afturhaldsöfl á Al- þingi vildu verða við kröfu Bandarikjastjórnar og ganga til samninga við hana... Við sósial- istar sáum óðara, hvernig spilin lágu. Við vorum sannfærðir um, að stórhætta væri á þvi, að gengið yrði til samninga um leigu her- stöðvanna.....Miðstjórn og þing- menn Sósialistaflokksins sam- þykktu einum rómi að fela ráö- herrum flokksins aö tilkynna for- sætisráðherra, að það varðaði stjórnarslit af hálfu Sósialista- flokksins, ef gengið yrði til nokk- urra samninga um herstöðva- leieu... Skulu hér dreein saman i styttra máli nokkur höfuðatriðin i hinni ótrúlegu harmsögu fslands siðustu tiu mánuði: 1. Hér koma út málgögn (jafn- vel studd af heilum stjórnmála- flokkum) sem leyfa sér að krefj- ast þess opinberlega, að fslend- ingar gangi til samninga við er- lent stórveldi um afsal landsrétt- inda sinna. 2. Það tekur Alþingi tslendinga og rikisstjórn á annan mánuð að svara neitandi jafn ósvifinni kröfu og feam kom i orðsendingu Bandarikjastjórnar 1. oktooer s.i. 3. Þegar neitun loks hefur verið gefin, kostar það harða baráttu af hálfu þjóðarinnar áð fá þá neitun gerða heyrinkunna. 4. Af 52 alþingismönnum ts- lendinga fást aðeins 15 til að gefa ákveðið svar við þvi, að þeir vilji ekki leigja erlendum rikjum her- stöðvar. 5. Þegar ráðherra Sósialista- flokksins skorar á hina flokkana á opnum fundi Alþingis að svara þvi afdráttarlaust, hvort þeir vilja leigja herstöövar eða ekki, fást þeir ekki til að gefa svar. 6. Undir landráðaerindi fást fundarhúsá tslandi, en ekki undir umræðufund stúdenta um sjálf- stæðismál fslands. 7. Blöð allra flokka annarra en Sósialista.... hafa mánuðum sam- an neitað að birta fréttir, sem voru til stuðnings málstað fslend- inga i sjálfstæðismálinu. .. 8. Stærsti flokkur þjóðarinnar, er kennir sig viö sjálfstæði, hefur beitt sér fyrir að hindra það, að á þjóðhátiöardegi Islendinga kæmu fram kröfur um brottför Banda- rikjahers, og blað þess flokks, stærsta málgagn landsmanna, hefur lýst það landráðastefnu og vanhelguná 17. júni að bera slika kröfu fram. 9. Ráðherra þessa sama flokks, forsætisráðherra landsins, hefur ekki enn fengist til að afgreiða i rikisstjórninni tillögur frá ráö- herrum Sósialistaflokksins frá 15. april s.l. um að krefjast brottfar- ar hersins. 10. Sósialistaflokkurinn hefur skrifað Sjálfstæöisflokknum og Alþýðuflokknum bréf og boðið upp á framhald stjórnarsam- starfs á þeim grundvelli, að engar herstöðvar verði leigðar. Hvorug- ur flokkurinn fæst til að gefa svör viö þessu”. Þremur mánuöum siðar skarst i odda. Haraldur Jóhannsson Óskuin staii'smönnum okkar «K viöskiplavinum Gleðilegra jóla og larsæls komandi árs Sælgœtisgerðin FREYJA hf. Óskum félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að liða Félag íslenzkra rafvirkja Rafiðnaðarsamband íslands Einar Guðfinnsson h.f. Bolungarvík óskar viðskiptamönnum sinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sendum öllum viðskiptavinum og velunnurum beztu jólakveðjur með ósk um farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum. KAUPFÉLAG STÖÐFIRÐINGA Stöðvarfirði og Breiðdalsvik W (föcyjw Óskum öllu starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. — Þökkum sam- starfið á árinu sem er að liða. HARALDUR RÖÐVARSSON & Co. Akranesi. Óskum félagskonum okkar, svo og Iandsmönnum öllum CI.F.fín.FCHA jóla og farsæls komandi árs VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FIIAMSÓKN Öskum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Þökkum viðskiptamönnum og starfsfólki okkar gott samstarf á liðnum árum. Fiskiðjuver Sjöstjörnunnar hf. YTRI-NJARÐVÍK Hraðfrystihús Sjöstjörnunnarhf. KEFLAVÍK viðarklœðning ó veggi og loft HARÐVIÐARSALAN Grensásvegi 5— P.O.BOX 1085 Simar 85005 - 85006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.