Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1973 Blómið mitt, ilmandi blóm, ilmandi rós, nú fer ég til móður þinnar að biðja um blessun hennar svo ég megi eiga þig einn. Þú áttir tvo syni, móðir mín, tvö tré, tvaer elfur, tvennar Feneyjaborgir, tvö piparmyntutré, tvennar þrár. önnur í austri, hin í vestri. Þú sjálf stendur mitt á milii, horfir til sólar og segir: „Sól, þú sem sér fjöllin, þú sem sér árnar. Hvert sem þú horfir sérðu ekki annað en þjáningarnar: mæðurnar, sem þola ekki við. Segðu mér til ef þú sér hann Pavlos minn, ef þú sér Andreas minn. Ég ól þá með andvörpum, með þraut sá ég þá vaxa upp í veröld þessarri." Þeir fara yfir fjöll, yfir ár, þeir elta hvor annan og hvor þeirra vill fyrirkoma hinum. MIKIS ÞEODORAKIS Þeir nálgast hægt og hægt sama tindinn, sama hvassbrýnda f jallið. Allt í einu sjá þeir báðir hið sama. Þá skunda þeir báðir saman að dánarbeði móður sinnar. Rétta hvor öðrum hönd, veita henni nábjargir. Og hvar sem hnífsoddur þeirra sker djúpt í jörð, sprettur fram lind. Lind af því vatni sem slekkur þorsta. Kvöld eitt í rökkrinu festu þeir þig á krossinn. Þeir negldu hendur þínar fastar á krossinn, og naglarnir stungust gegn um hjarta mitt. Þeir bundu fyrir augu þín, þeir bundu fyrir sál mína. Þegar rökkvar að kvöldi muntu þjóta á loft upp í arnarham, fljúga út yfir hafið, hnita hringa yfir sléttlendinu, láta fjöllin skrýðast blómskrúði, færa mönnunum gleði þeirra að nýju. Sofðu engill minn, sofðu barn mitt, sof ðu rótt, svo þú vaxir og verðir stór, eins og hlynurinn, hái, þroskist að atgervi til líkams og sálar, villist aldrei afvega. Sofðu engill minn, sofðu barn mitt, sof ðu rótt leyfðu að ég vaggi þér í værð. Sofðu dúfan min, svo þú verðir sterkari en stál, svo að litla hjartað þitt geti líkzt hjarta frelsárans, og þú þurf ir aldrei að segja: Þetta getég ekki, Svo þú loftir krossinum. Sofðu engill minn, láttu sönginn minn svæf a þig rótt. Fjöllin tala saman Fjöllin tala saman í trúnaði. Borgirnar tala saman í trúnaði. Hymettos talar við Parnis. Kokkinia við Tavors. Og menn tala saman í trúnaði. Hugrakkir menn tala saman í trúnaði. Á daginn grípur þá heiftin, á næturnar syngja þeir söngvana sína. Sorg mín er eins og úthafið andvörp mín bylgjur þess. Aþena mín! Ég lét rödd mína festa rætur í hjarta þínu. Ég er framvarðaliðið og ég ákalla alla þá sem elska föðurlandið! Ég ákalla æsku vorsins hinn vinnandi lýð sameinaðir skulum við verða það úthaf sem eyðir Pattakosunum! Sorg mín er úthaf andvörp mín bylgjur þess! 22 árum siðar samdi Þeodorakis lög viö 8 af þessum kvæöum. Ariö eftir valdatöku Georgs konungs, gefur hann út til- skipun um, aö Metaxa: hershöföingi skuli hafa alræðisvald, og sé þetta gert til aö foröa landinu frá „kommúnista- hættunni”. Kommúnistar höföu þá 25 þingsæti af 250. Tólf ára gamall byrjar Þeodor- akis nám i menntaskóla i Patras. Um likt leyti fær hann fyrstu hljóðfæri sin, fiölu og harmóniku, og stofnar hljómsveit og semur sin fyrstu lög. A næstu árum, fram aö átján ára aldri, verður framhald á tón- listarferli hans, og seytján ára heldur hann fyrstu opinbera tón- leika sina, og var þar flutt eitt af tónverkum hans sjálfs. („Kas- iani”). Þegar hann er fjórtán ára brýst hin siðari heimsstyrjöld út. Arið eftir (28.10.1940) brýst út strið milli Grikklands og ttaliu eftir að Grikkland hefur neitað úrslitakostum Mussolinis. Grikk- ir verða sigursælir i fyrstu lotu og komast langt inn I Albaniu. Þeo dorakis tekur að sér hjúkrun særðra manna á vegum æsku- lýðssamtakanna. Arið eftir (5/4 ’41) ráðast Þjóðverjar inn i Grikkland til aðstoðar við italska vopnabræður sina, og komast til Aþenu i sama mánuði. Landinu er þá skipt i þrjá hernámshluta, þýskan, búlgarskan og italskan. Tripolis er hluti af hernámssvæði Itala. Stuttusiðar (31/8 '41) taka tveir menn, þeir Manolis Glezos og Apostolos Santas hakakross- flaggið niður af Akropolis, og er þetta skoðaö sem hvatning til að hefja baráttuna gegn innrásar- herjunum. 1 september sama ár er EAM, andspyrnuhreyfingin, skipulögð! Þarnæst her hennar: ELAS. Veturinn 1941-42 geisar hung- ursneyð i Grikklandi. Hundruð þúsunda deyja úr sulti. 1942 kemst Þeodorakis i fyrsta sinn i klær þeirra andskota sem hafa pyndingar að skemmtun og markmiði. t þetta sinn eru það þýskir nasistar. t fangelsinu hittir hann ýmsa kommúnista. Þegar hann kemur út þaðan er hann staðráðinn i að taka virkan þátt i andspyrnuhreyfingunni. Næstu tvö sumur lendir hann i hinu sama, en sleppur lifandi. Hann lætur skrá sig i EPON, æskulýðshreyfinguna. Sama ár telst hann tækur i konservatóriið i Aþenu. Hann er fyrst látinn æfa Requiem Berlioz, passióniur Bachs, Messias HSndels og ni- undu sinfóniu Beethovens. 1944 koma þeir Churchill og Stalin sér saman um að Grikk- land skuli teljast vera á yfirráða- svæði Bretlands. Þetta gerist 12. okt. 1944, sama dag sem Þjóð- verjar fara burt úr Aþenu og Pir- eus með sinn her. Þeodorakis tekst að afvopna herráð þýska flughersins (Luftwaffe). Vopnun- um sem þeir ná, útbýta þeir til stúdentasamtaka þeirra sem kenna sig við Byron lávarð. Með- al þeirra stúdenta er Jannis Xen- akis, heimsfrægur tónlistarmað- ur (siðar). ' I íTTTn^ i 1 1 rr. * *• • ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.