Þjóðviljinn - 24.12.1973, Side 48
48 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1973
Veitingahúsið Borgartúni 32.
Skemmtið ykkur
f hinum vistlegu húsakynnum að
Borgartúni 32.
GUÐSÞJÓNUSTA
Óskum öllu starfsfólki
okkar
gleöilegra jóla
og góös og farsæls
komandi árs,
um leið
og viö þökkum gott
samstarf á árinu.
SÍLDARVINNSLAN HF.
NESKAUPSTAÐ
Veiöibjöllurnar á hjallabrúninni
hófu sig til flugs á ný og hurfu
austur fyrir Múlataglið. En fram
á vatninu gall lómurinn aftur og
endurnar böksuðu upp i hólmann.
Þegar fyrstu droparnir féllu á
slétta glitrandi vatnsskorpuna
dró murtan sig frá yfirborðinu
niður undir botninn og lónaði svo i
torfum inn á grynningarnar upp-
við landið. Mariuerlan dró sig að
fullu inn i hreiðrið, en lóan breiddi
enn betur úr sér yfir unga sina.
Skýið smá mjakaðist til suð-
austurs og dökknaði, en droparnir
uröu þéttari og stærri. Og þegar
sortaþrungin miðja þess lagðist
yfir hvamminn og byrgði fyrir
sólina sáust ekki dropaskil i regn-
inu. Það helltist látlaust niður og
fyllti hverja dæld.
Litli hrúturinn vaknaði og brölti
ofan af baki móður sinnar hnipr-
aði sig saman undir kverk hennar
og hristi sig ólundarlega.
Konan og maðurinn undir
skyggni tjaldsins, höfðu vafið um
sig teppinu, og sváfu nú hvort i
annars örmum. Ástarsöng heið-
ingjans var lokið fyrir nokkru i
útvarpinu, en þess i stað hljómaði
sálmasöngur við orgelspil.
Snögglega var skýið horfið upp-
fyrir austurbrún dalsins og sól-
skinið sindraði aftur um alla jörð.
Ef kropið var niður og eyra lagt
við rakan svörðinn heyrðist i
gróðrinum meðan hann var að
vaxa, og grænkan yfir allan
hvamminn var orðin fersk og lif-
andi.
Litli hrúturinn skynjaði fljótt
breytinguna og tók sprett fram
eyrina, en móðir hans stóðá fætur
og elti hann jarmandi. Hann nam
fljótlega staðar og hvarf til henn-
ar, tók spenann dillaði dindlinum
og fékk sér teig. Mariuerlan flaug
af hreiðri sinu, fann maðk i gogg
sinn og skipti honum milli ung-
anna, en lóan hjálpaði siðasta
unganum útúr skurninum og
vermdi hann undir væng sér.
Murtan hóf sinn leik i vatns-
skorpunni, og mynstraði vatns-
flötinn sikvikum hringjum. En
frá útvarpinu undir skyggni
tjaldsins hljómaði morgun-guðs-
þjónusta þrenningarhátiðarinnar
út yfir hvamminn.
2 dráttarbrautir og 20 skipastæði
skapa hagkvæm skilyröi fyrir
fljóta og góöa þjónustu
Skipasmíðastöð
Njarðvíkur
Sjávargötu 6-10 Ytri Njarðvík.
Símar 1250 og 1725.
UPPSÁTUR — VIÐGERÐIR
NÝSMÍÐI — EFNISSALA