Þjóðviljinn - 08.06.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júnl 1980. Valþór Hlöðvers- son skrifar um útvarp og sjónvarp hEr Menningarstefna ? Þaö er lifsreynsla út af fyrir sig aö renna augum yfir út- varpsdagskrá siöustu viku.— aö ég nú ekki tali aö hlusta á hana alla. En þaö geröi ég ekki, enda óvist aö ég væri til frá- sagnar nú i dómarasæti. Skemmtilegasta uppákoman i útvarpinu byrjaði klukkan 2 s.l. sunnudag. Upphófst þá útvarp frá útisamkomu sjómannadags- ins i Nauthólsvik. Þvi miöur auönaöist mér ekki aö hlusta á allardýröarræöurnar til heiöurs hetjum hafsins, en nældi þó i gullkorn vikunnar, þegar full- trúi sjómanna agnúaöist úti menningarvitana fyrir að dirf- ast aö stela sjálfum sjómanna- deginum undir snobbhátiö lista- manna! Ég var nefnilega á leiö niöur á Lækjartorg... Ég er handviss um aö langt- um fleiri heföu látiö sér setn- ingu Listahátiöar duga sem af- þreyingargaman sunnudagsins, ef Ómar heföi veriö búinn aö leiöa menn i sannleika um salomonellusýklana á fjörum höfuöborgarinnar. Nauthóls- vikin heföi veriö tóm og sjó- menn úti hafsauga. Einmitt svona eiga sjónvarpsfréttir aö vera! Athygli manns vakin á fréttinni á myndrænan hátt en grámyglulegu andliti hins köflótta fréttamanns haldiö utan viö skjáinn. Langbesta sjónvarpsefni PE NTAMETERS at theThreeHorse ShoesHeath Street.NW3 present JOANNfl DUNHAM in BLESSED MEMORY by ORNOLFUR ARNASON translated from the lcelandic and directed by JILL BROOKE With ICELANDIC PDETRY read by BENEOIKT ARNASON JOANNA OUNHAM Auglýsingin fyrir sýninguna I kvöid i London. siðustu mánuöi var sent út i fjóröa sinn á miövikudagskvöld. Norski sjónvarpsþátturinn, Milli vita.meö sannfærandi um- fjöllun um stéttaátök milli- striösáranna er aldeilis frábær. Hvers vegna i ósköpunum renna islenskir listamenn ekki á þessi miö? Viö eigum gnótt rita um þessi efni og önnur skyld sem tilvaliö væri aö festa á filmu. Stendur okkur amk. nær i sinni en Snorri karlinn Sturluson (sem þó er alls góös maklegur) og hlýtur aö eiga brýnna erindi viö landslýö en blóörauö sólar- lög meöalmennskunnar. Ég minntist áöan á frétta- flutning. Ekki þarf aö færa mörg rök þeirri kenningu til stuönings aö langt taka útvarps- menn kollegum sinum á sjón- varpinu fram i frétta- mennskunni. Salmonelludæmiö áöan var þvi miöur undantekn- ing. Þaö sem fyrst og fremst vantar i sjónvarpsfréttirnár eru lifandi myndir, eins og sagt var fyrr á tímum. Þeir ágætu menn sem þar ráöa húsum viröast einfaldlega ekki gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem fyrir hendi eru. Ljósmyndir birtast i blööum, hið talandi orö veröur aö nægja i hljóövarpinu en kvikmyndin hlýtur aö vera þungamiðjan i fréttaflutningi sjónvarps. En svo er alls ekki i islenska sjónvarpinu. Það er allt og sumt. Sérstaklega vil ég minnast á oft á tiöum ágæta Viösjárþætti útvarpsins. Umfjöllun þeirra um kjarnorkuvopn á Rosmhvalnesi var góö, svo góö aö hún fór greinilega i taugarn- ar á undirlægjum kanans i stjórnarráðinu. Það er amk. árangur út af fyrir sig — eða hvaö? Þaö er hláleg staöreynd og lýsandi fyrir þær kröfur sem al- menningur gerir til fjölmiöla, aö áf sama tima og rikisútvarpiö berst i bökkum fjárhagslega og hefur ekki bolmagn til aö ráða til sin lágmarksfjölda góöra fréttamanna, er veriö aö væla um sterfóútvarp og popprás á nóttunni. Og meöal annarra oröa: Hvar er menningarstefna hæstvirtrar ríksistjórnar núna? Á fjölunum i London í kvöld Ljóö og leikrit „Þetta er mjög skemmtilega skrifað hjá örnólfi. Leikritið segir frá konu sem kemur á æskustöövarnar eftir langa fjarveru og er monodrama, þ.e. eintal þessarar konu”, sagöi Helga Bachmann leikkona þegar viö slóum á þráöinn til hennar, en i dag er veriö aö flytja úti i London leikrit Ornólfs Arnasonar „Blessuö minning”. Þetta verk er samiö sem útvarpsleikrit og lék Helga Bachmann þaö er þaö var flutt i útvarpi hér fyrir nokkrum ár- um. „Benedikt Arnason leikstýröi verkinu hér á sfnum tima, en kona hans Jill Brooke, hefur þýtt þaö og leikstýrir þvi nú i London. Vinkona hennar, breska leikkonan Joanna Dun- ham, las þaö og fékk áhuga á þvi og hún flytur það I kvöld I þessari þekktustu leikhúskrá Lunduna”,sagöi örnólfur þegar við spjölluöum viö hann um verkiö. Kráin heitir, ..The Three Horse Shoes” og þar eru jafnan kynnt mörg, leikrit ár- lega, ensk og erlend. Verk örnólfs sem nú er i fyrsta sinn flutt á sviöi, hefur veriö flutt I útvarpi i fjölda landa, m.a. i Noregi, Finnlandi, Belgiu, tr- landi og Frakklandi, auk þess sem þaö hefur veriö flutt hér. Joanna Dunham er mjög þekkt leikkona I Bretlandi. Hún vann verölaun „Daily Mirror” sem efnilegasta leikkona Bret- lands og hefur leikiö fjöldamörg hlutverk bæöi á sviöi og i kvik- myndum. Hún lék m.a. i kvik- myndunum „The greatest story ever told” og , A day on the beach” og hefur á sviöi leikiö m.a. Júlfu I „Romeó og Júlia” Desdemonu i „Othellö” o.fl. Auk þess sem „Biessuö minn- ing” verður flutt i leikhús- kránni verður þar einnig kynn- ing á islenskri ljóölist og flytja þau Benedikt Arnason og Jo- anna Dunham islensk ljóö i þýö- ingu Siguröar A. Magnússonar. þs — Leifur Hauksson, sem fór úr Þokkabót og háskólanámi I græn- metisrækt noröur í Strandasýslu. Leifur Hauksson garðyrkjubóndi__ „ Vantar bara píanó íhreppinn” Bragftlaukurinn Camembert salat Hér er ljúffengt og létt salat, sem er tilvalinn eftirréttur. 1 Camembertostur 1/4 lltið hvitkálshöfuö 1 dós ananas i bitum þeyttur eöa sýröur rjómi. Rlfiö hvitkáliö fremur smátt. Skeriö camembertinn I bita, ekki of smáa. Hræriö saman ananassafanum og sýröum rjóma. Einnig má nota þeyttan rjóma eöa blanda saman þeytt- um og sýröum rjóma eftir smekk. Ananasinn, osturinn og hvitkáliö sett saman i skál og safanum og rjómanum hellt yfir. Berist fram Iskalt. Þetta salat má ekki standa I hita og best er aö setja ostinn ekki út I salatiö fyrr en um Leið og þaö er boriö fram. Nauösynlegt er aö aögæta hvort osturinn er vel þroskaöur inn aö miöju. OG Limrur'* Ölgrá 15/5 '80 Jan Mayen greinist á gráöum i geira frá Natóláðum i Ölafinn Já og ólafinn grá og ól er um hálsinn á báöum. L. Og enn sem fyrr eru fleiri limrur velkomnar. Daginn eftir afsögn Vance Þetta er oss til vansa kvaöVance og var aldrei nokkur sjans en hebböi þaö lánast þá heföi ég nánast nú verið beggja blands. trlfur Hjörvar DÍLLINN ,,Já, ég veit aö þaö eru tveir leiöarar i blaöinu. Annar heitir leiöur og hinn leiöari”. „Nei ég sakna ekki glaumsins og gleöinnar. Þaö væri þá helst aö mann langaöi I þéttbýlið þegar eitthvaö markvert er aö gerast á menningarsviöinu. Aö ööru leyti er þetta gott lif og sjónvarp veröur ekki keypt I bráö”. Þaö er Leifur Hauksson sem svo mælir, en hann flutti haustiö 1976 meö fjölskyldu sina úr þétt- býlinu noröur I Bakka I Bjarnarfirði. Þar hefur hann og kona hans keypt jörö meö ann- ari fjölskyldu og stunda þar um- fangsmikla grænmetisrækt þarna austan I Vestfjarða kjálkanum. Leifur haföi lagt hönd á margt áöur en hann fíuttist i Bjarnarfjörðinn. Hann var viö nám i Háskólanum i islensku og bókmenntasögu, söng i Þokkabót og tók þátt i fjöldamörgum leiksýningum, m.a. Hárinu, Glötuöum snilling- um og siöast I Helenu fögru i Þjóðleikhúsinu en eftir þaö fluttist hann til Seyöisfjarðar, og sföan vestur. Meö honum i Bjarnarfiröinum er kona hans Guörun Bachman sem einnig var viö nám i bók- menntasögu og ensku I háskól- anum, en þau eiga tvö börn. Hin fjölskyldan er Magnús Rafns- son, sem lokið hefur BA prófi i ensku og bókmenntasögu og Arnlin Öladóttir, en hún var i læknisnámi viö Háskólann og formaður stúdentaráös. Þau tóku upphaflega aö sér kennslu viö Klúkuskóla, en s.l. haust keyptu þessar tvær fjölskyldur saman jöröina Bakka sem var i eyöi. „Viö áttum ekki bót fyrir rassinn á okkur en hér I Reykja- vik var hlegiö að áhyggjum okkar vegna jaröarkaupanna. Jöröin kostaöi minna en kjallaraibúö og viö fengum jaröakaupalán svo þetta var til- tölulega létt. Viö erum meö tvö börn hvor fjölskylda og viö bú- um saman á jöröinni. Ennþá eru engar skepnur, en meö haustinu ætlum viö aö bæta úr þvi og fá okkur kindur og hænur. Viö erum öll I garöræktinni og höfum reist tvö gróöurhús og þaö þriöja er I smföum. Sjálf boröum viö nær eingöngu græn- meti svo segja má aö viö séum sjálfum okkur nóg.” „Er Strandasýsla ákjósan- legur staður fyrir grænmetis- rækt?”. „Maöur skyldi nú kannski ekki trúa þvi, en þetta gengur ljómandi vel. Þarna er ylur i jöröu og okkur hefur gengiö vel aö koma grænmetinu til. Viö ræktum næstum allar tegundir af algengu grænmeti og rótar- ávöxtum, en auk þess ýmsar nýstárlegri tegundir, t d brokkólí, toppkál, kinakál, hvit- lauk og grasker erum viö aö byrja meö. Auk þess ræktum viö um 15 tegundir af kryddplönt- um. Viö höfum notaö okkar eigiö fræ t.d. viö rófnasáninguna og þaö hefur sprottiö miklu betur af þvl en aökeyptu fræi. Þetta er eingöngu Hfræn ræktun og viö söfnum öllum matarúrgöngum og ööru I safnhaug og nýtum þannig allan úrgang I áburö. Þetta gefur miklu heilbrigöari og harðgerðari jurtir og eftir- spurnin eftir llfrænt ræktuöu grænmeti er mjög mikil og vax- andi. Viö ætlum svo aö reyna aö nýta útihúsin til svepparæktar þvi þau nýtast okkur litiö sem stendur”. „Hvernig hafa sveitungarnir I Bjarnarfiröinum tekiö ykkur?” „Viö þykjum nú dálltiö skrýt- in, en fólk umber okkur með stakri þolinmæöi og umburöar- lyndi. Viö höfum lært mikiö af þessu fólki og þaö er talsverö samhjálp þarna i hreppnum þegar fólk þarf á aöstoö aö halda. Viö höfum llka revnt aö vera nágrönnum okkar 'innan handar þegar viö höfum getaö hjálpaö til t.d. meö sauðfé og annaö”. e „°g hvernig una börnin sér þarna?” „Þau litlu eru alsæl. Þetta eru talsverð viöbrigöi fyrir eldri krakkana, sem þurfa aö vaöa yfir ár og læki á hverjum morgni til aö komast i skólann. En þau eru aö venjast þessu”. „°g hvaö geriö þiö svo i tóm- stundunum á Bakka?”. „Þaö er nóg aö gera. Viö hlustum talsvert á útvarp, en höfum ekki sjónvarp. Þaö er mikiö lesiö og viö spilum á hljóöfæri. Vib höfum llka komiö upp leikþáttum og höfum áhuga á aö stofna leikfélag þarna I Bjarnarfirði, þvl þarna er af- bragðs samkomuhús. þaö cina sem ég get fundiö aö staönum er aö þaö er ekkert pianó i hreppn- um, en fjöldinn allur af orgel- um. Þegar pianóiö kemur er eigmlega ekki út á neitt aö setja ’, sagöi Leifur aö lokum. — þs esa

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.