Þjóðviljinn - 08.06.1980, Side 19
Sunnudagur 8. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Morphy
frábær skáksnillingur
en gæfusnauður í lifandi lífi
Eftir þvi sem tíminn líður og
liðnir atburðir fyrnast, er ekki
laust við að frásagnir verða næsta
goðsagnakenndar og f æ rikara
mæli eftir þvi sem lengra er frá
hverjum þeim atburði sem frá er
skýrt. Þeir sem voru peyjar á
dögum einvigis Spasskis og
Fischers eiga eflaust eftir að
setja sig i merkilegar stellingar
þegar timar ifða og barnabörnin
eru komin á stjá. Þannig má
imynda sér að persóna Fischers
fái ekkidsvipaða umfjöllun og eitt
frægasta undrabarn skáksögunn-
ar, Paui Morphy, en hann er ein-
mitt á dagskrá skákþáttarins að
þessu sinni.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þennan fræga meistara,
mörgu sjálfsagt logiö, annað ýkt
eða farið frjálslega meö stað-
reyndir, hvað sem veldur; oft
vegna öfundar manna sem lltt eru
kærir þeim sem hefja sig uppúr
meðalmennsku hvers tima. Þó er
að finna rit um Morphy sem
áreiðanlega er ekki komið fram
af neinum óvildarhug, heldur er
fjallað um staðreyndir af allri
mögulegri nákvæmni og höfundur
gerir sér far um að vanda frásögn
slna sem best. Bók sú sem hér er
átt við kom út ekki alls fyrir
löngu, og eru höfundar tveir,
Philip W. Sergeant og Fred Rein-
feld. Sá fyrrnefndi sér um skák-
lega hlið málsins en siðarnefndi
um sögu Morphys, og kennir þar ,
margra grasa. Það sem _sá ,,er
þessar linur ritar, vissi ekki um
áður.og þótti hvað forvitnilegast
kemur einkum inná ástæðurnar
fyrir brotthvarfi hans úr skák-
heiminum og svo það er hann að-
hafðist eftir það.og iðkaði skákina
vart i neinum mæli.
Hvað brotthvarfinu viövikur
kemurþaðt.a.m.skýrtframi bók .
þeirra Sergeants og Reinfelds
(„Morphy’s games of chess”) að
ein meginástæðan liggur I gffur-
legum vonbrigðum hans með för-
ina frægu til Evrópu þar sem
hann sannaði umheiminum svo
rækilega hvilíkur yfirburðamað-
ur hann var. Morphy hafði á þeim
tima þegar hann hélt til Evrópu
lagt Bandarikin að fótum sér, og
megintilgangur Evrópufararinn-
ar var aö fá að kljást viö þá
skákmeistara Evrópu sem vlð-
frægastir þóttu, eða Adolph
Andersen og Howard Staunton.
Morphy lagði upp frá New
York, og eftir u.þ.b. hálfs mánað-
ar ferðalag varpaði farkostur
hans akkerum I Liverpool. Þar
var meiningin fyrst og fremst aö
tefla við Staunton. (Fyrir þá, sem
gaman hafa af ártölum, þá var
þetta á þvi herrans ári 1858). Eft-
ir að hafa heillaö enska með þvi
aö sigra Ungverjann Löwenthal I
einvigi og nokkra aðra minni spá-
menn, auk þess sem hann tók þátt
i nokkrum blindfjölteflum, var
Umsjön: Helgi Ólafsson
honum ekkert að vanbúnaði að
tefla viö Staunton. Sagan greinir
frá þvi að Staunton hafi færst
undan, jafnvel þó svo einvigi hafi
fyrir komu Morphys nánast verið
fastmælum bundið. I fyrstu mun
þó Staunton hafa beðið um nokk-
urra vikna frest til að undirbúa
sig sem best, en þegar einvigið
dróst hvaö eftir annað á langinn
þraut þolinmæði og Morphy hélt
til Parísar. Þar gersigraði hann
( — I Paris fóru tafliðkanir
Morphys aö öllu leyti fram á
kaffihúsi nokkru sem ég hygg að
enn þann dag I dag sé opiö — Café
de la Régence) nokkra af snjöll-
ustu meisturum Frakka. Hann
notaði einnig timann til að reyna
að koma á einviginu við Staunton,
en allt kom fyrir ekki.
Margar ljótar sögur eru sagðar
af Staunton, þvi að augljóst þótti
aö hann vildi fyrir alla muni
koma i veg fyrir einvigið og ekki
annaö aö sjá en að þar væri ein-
berum héraskap um að kenna.
Vonbrigði Morphys þegar allt var
komið I strand skiljast vel, þvi
Staunton var á þeim tima talinn
sterkasti skákmeistari Evrópu og
einnig fyrir þaö aö Morphy lagöi
sig allan fram til að af einviginu
gæti orðið, lét alla skilmála I
hendur Staunton og sýndi af sér
drengskap i alla staði. Adolph
Andersen brást honum þó ekki.
Þeir tefldu i lok ársins 1858, og
fóru leikar svo að Morphy gjör-
sigraði hina gömlu kempu, vann 7
skákir, tapaöi tveimur, og tveim-
ur lauk með jafntefli. Keppnin fór
i alla staöi vel fram, enda er oft-
lega f annálum getið um hvilikur
séntilmaður Andersen var.
Morphy hélt kyrru fyrir I
Evrdpu um nokkurt skeið en það
flýtti fyrir brottför hans að fjöl-
skyldan heima I New Orleans var
farin að ókyrrast og var eitt ætt-
mennið gert út af örkinni til að
grennslast nánar fyrir um hinn
týnda sauð. Til Bandarlkjanna
kom Morphy aftur á miðju ári
1859. Honum var þar tekið með
kostum og kynjum og var heiör-
aður fyrir frábæra frammistöðu
hvar sem hann fór. 1 Banda-
rlkjunum tefldi hann talsvert
fyrsta kastiö, en brátt kom I ljós
að engan jafnoka hans var aö
finna. Tók hann þá til aö tefla for-
gjafarskákir og hafa nokkrar
hans snjöllustu varðveist og
þykja enn I dag meö þeim allra
•snjöllustu. 1 tlttnefndri bók
Sergeant og Reinfeld er þess oft-
lega getiö hversu mjög það fór I
taugar Morphy að vera titlaður
atvinnumaður i ská. Eru jafn-
vel leiddar að þvi likur, að það
hafi flýtt uppgjöri Morphy viö
skákgyðjuna. Alltént hugöist
hann hafa nokkurt gagn af lög-
fræðinámi slnu og setti upp skrif-
stofu I heimabæ sinum, New
Orleans. Spámaöur varö hann
ekki mikil I þvl fagi I föðurlandi
sinu, þvl I allra augum var hann
ekkert nema skákmaöur, og við-
skiptin urðu engin aö gagni. Til að
bæta gráu ofan á svart varð hann
svo ólukkulega ástfanginn. Hann
var viðkvæm sál, þoldi illa mót-
lætiö, og þar við bættist aö Þræla-
striðið braust út um likt leyti og
sem Suðurrikjamaöur varð hann
að þola dapra daga. Hann var
t.a.m. fangelsaöur af stjórnar-
skrármönnum og er ekki óliklegt
að þá hafi geðheilsu hans farið að
hraka nokkuð. Öþarft er að rekja
sögu hans frá þvl. Hann dvaldist
að mestu I fæðingarbæ slnum
New Orelans eftir lok Þræla-
striðsins allt til dauðadags, 10.
júli 1884. Hann lifði einangruðu
llfi, og þrátt fyrir margltrekaðar
tilraunir til aö fá hann að tafli
aftur, kom allt fyrirekki. Margar
sögur misjafnlega rætnar spunn-
ust um dauða hans. Einhverntlm-
ann var þaö kennt, aö hann hefði
fyrirfariö sér með þvi að ganga
riddaragang, út af svölum heim-
ilis sins, en það er auövitaö ekkert
annaö en aumkvunarverð útgáfa
heimskra manna. Banamein hans
var heilablóðfall.
Saga Morphy er harmsaga sem
á margt sammerkt með sögum
mikilla andans manna. Hann var
barn sins tima, þess tlma þegar
þeir voru fáir er þorðu að gefa
margháttuöum fordómum sam-
feröamanna sinna langt nef. í
upphafsorðum bókar þeirrar er
ég hef að leiöarljósi samantektar
þessarar stendur svo: „Paul
Charles Morphy, the pride and
the sorrow of chess ...” (Kórrétt
útlegging reynist mér um megn).
Snotur orö um þennan pislarvott
skákarinnar.
KLIPPINGAR/ PERMANENT/ LITUN
Laugavegi 24 II. hæð.
Sími 17144.
M Húsnæði óskast
Ungt par með eitt barn óskar eftir 2—3
herbergja ibúð til leigu fyrir 1. ágúst, helst
i Hliðunum eða Háaleitisbraut. Reglusemi
og góð umgengni. Upplýsingar i sima
29151 eftir kl. 8 á kvöldin. (Hanna).
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
Albert Guðmundsson var
fyrstur norður/andamanna
i fremstu röð knatt-
spyrnumanna í Englandi,
Frakklandi og Íta/íu.
Iþróttum hefur hann unnið
a/lt sem hann hefur mátt
siðan hann kom heim.
Vegur íslenzkrar knatt-
spyrnu varð veru/egur,
þegar Albert varð formað-
ur Knattspyrnusam-
bands Is/ands.
Þannig eiga iþróttir hon-
um margt að þakka frá
/iðnum árum. Við /ýsum
yfir stuðningi við Albert
Guðmundsson og Bryn-
hi/di Jóhannesdóttir við
forsetakjör 29. júni nk.
GIsli Halldórsson forseti 1S1.
Sveinn Björnsson varaforseti 1S1.
Heimir Sindrason formaöur Gróttu
Böövar Björgvinsson form. Skallagrlms.
Helgi Bjarnason form. körfuboltad. Skallagrlms.
Jóhann Kjartansson Skallagrlm.
Alfreð Þorsteinsson Fram.
Hilmar Guðlaugsson form Fram.
Jón G. Zoega form. knattspyrnud. Vals.
Freyr Bjarnason form. Völsungs.
Boði Björnsson form. Stjörnunnar.
Jón Ólafsson hástökkvari.
Einar Gunnarsson Keflavik.
Hafsteinn Guðmundsson form. U.M.F.K.
Helgi Hólm form. t.K.
Sigurður Steindórsson form. K.F.
Óskar Færseth knattspyrnum.
Magnús Garöarsson handknattleiksráöi Keflavfkur.
Kristbjörn Albertsson stjórn körfuknattleiksráös
Sigurður Ingvarsson fv. form. Viðis.
Július Jónsson viðskiptafr. Sandgerði.
Óskar Valgarösson form. knattspyrnud. IR.
Júllus Hafstein form. H.S.t.
Baldur Jónsson vallarstjóri.
Anton Orn Kjærnested form Vikings.
Úlfar Þórðarson form. I.B.R.
Kjartan Trausti Sigurðsson framkvæmdast. K.S.l.
Ólafur Erlendsson form KRR
Þórður Þorkelsson gjaldg. I.S.t.
Sigurður Magnússon útbrstj. I.S.I.
Haukur Bjarnason ritari I.B.R.
Friður Guömundsdóttir form Iþróttafélags kvenna.
Viktor Helgason þjálfari I.B.V.
Tómas Sigurpálsson lyftingamaöur
Þórður Hallgrimsson I.B.V.
Snorri Þ. Rúts I.B.V.
Sveinn B. Sveinsson I.B.V.
Friðfinnur Finnbogason Í.B.V.
Guðmundur Erlingsson I.B.V.
Vignir Guönason forstööum. Iþróttamiðstöðvarinnar
Gunnar Steingrlmsson lyftingamaöur
GIsli Valtýsson gjaldk. Þórs.
Marteinn Guöjónsson form. Golfklúbbs Vestm.eyja.
Kjartan Másson þjálfari.
Jóhann Ólafsson stjórn KSI og IBV.
Finnbjörn Sævaldsson Blikanesi 3 G.
Orn Clausen Blikanesi 5 G.
Hreinn Elliðason Asbúð 5 G.
Sæmundur Glslason IBR.
Ólafur Jónsson ritari IBR.
Agúst Asgeirsson frjálsiþróttam.
Guðmundur Þórarinsson Iþróttaþjálfari.
Bergur Guðnason form. Vals.
Elmar Geirsson knattspyrnum.
Eyjólfur Agústsson knattspyrnum.
Haraldur Helgason fyrrv. form. Þórs.
Haukur Jakobsson knattspyrnum.
Jóhann Jakobsson, knattspyrnum.
Jón Arnþórsson form. KA.
Jónas Sigurbjörnsson sklðaþjálfari.
Kjartan Bragason rally ökum.
Kristján Grant knattspyrnum.
Ragnar Sigtryggsson knattspyrnum.
Sigurbjörn Gunnarsson knattspyrnum.
Skúli Agústsson knattspyrnum.
Stefán Gunnlaugsson fyrrv. form. knattspyrnud. KA.
Vilhelm Agústsson fyrrv. form. Skautad. Akureyrar.
Orlygur ívarsson form. knattspyrnud. KA.