Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 30
, -- l'. o«. .IVO-.'I 1 Í892 l'l'l ll-.Of 0i^M’ 30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. júll 1982 Hestamannamótið á Vindheimamelum: „Mfldl framför frá síðasta landsmóti’ „Það hafa aldrei verið sýndir jafnmargir stóöhestar með af- kvæmum á íslandi”, sagði Leifur Jóhannesson, kynbótadómari, við Þjóðviljann i gær. „Það hefur orðið greinileg framför frá sið- asta landsmóti, sérstaklega hjá stóðhestunum. Einnig hefur sýn- ingin á kynbótahrossum verið mjög góð”. Þegar á fimmtudagskvöld var lokið við að dæma alla flokka og i gær hófst unglingakeppni 12 ára og yngri, stóðhestar og kynbóta- hryssur voru sýnd og kynnt. sið- ari hluti Evrópumótsins fór fram og undanrásir kappreiða hófust. Eftir hádegið setti Stefán Páls- son, formaður Landssambands hestamannafélaga, mótið og i gærkvöldi var kvöldvaka. Orslit i öllum flokkum verða ljós i dag og verður skýrt frá þeim i Þjóðviljanum eftir helgi. A skrifstofu mótsins fékk Þjóð- viljinn þær upplýsingar að kl. 8 i gærmorgun hefðu verið komnir hingaðum 3.500manns, fyrir utan unglinga 12 ára og yngri, og um 1.000 hross. Búist var við að þessi tala myndi tvöfaldast i gærkvöldi og i dag. Aðstaða öll er til fyrirmyndar hér á mótinu, jafnt fyrir fólk sem hesta, t.d. má nefna að hér eru klósett, en ekki kamrar. Veðrið hefur ekki verið með skemmtilegra móti, það hefur rignt nær stanslaust, en menn bjuggust við betra veðri i dag. Þar sem Evrópumót islenskra hesta er haldið hér á Islandi i fyrsta sinn, eru margir útlending- ar á mótinu, og láta mun nærri, að annar hver maður hér tali þýsku. — kjv. á Vindheimamelum. Stutt við staur. Ljósm. — gel Sýning á örtölvum fyrir kennslu ’Miðvikudaginn 14. júlf n.k. kl. 13:00-16:00 heldur Reiknistofnun Háskólans sýningu á örtölvubúnaði í húsakynnum rafmagnsverkfræðiskorar, stofum 148-151 á jarðhæð 2. áfanga verkfræði- og raunvísindadeildar, Hjarðarhaga 4. Til sýnis verða allflestar gerðir örtölva sem eru til sölu hér á landi og sem þykja henta til kennslu og annarrar tölvunotkunar i skólum. Kennarar og aðrir sem áhuga hafa á örtölvum og notkun þeirra i kennslu eru hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að skoða tækin og kynnast þeim af eigin raun. REIKNISTOFNUN HÁSKÓLANS * Jon Faukstad Norskur harmonikuleikari Norskur harmonikkuleikari er hér á ferð og heldur sina fyrstu tónleika i Norræna húsinu n.k. mánudag. Siðan heldur hann upp i Borgarfjörð og leikur þar að Logalandi þann 14. og siðan á Húsavik, Mývatnssveit og Egils- stöðum. Þessi ágæti harmonikku- leikari heitir Jon Faukstad og hefur hann ritað doktorsritgerð um norska þjóðlagatónlist. Hann leikur klassisk verk og léttari lög eftir ýmsa höfunda. Einræðistilhneigingar ,,lýðræðisflokkanna,, í Keflavík: Felldu tillögu Al- þýðubandalagsins um aukið lýðræði Á fyrsta fundi nýkjör- innar bæjarst jórnar í Keflavík lagöi bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins/ Jóhann Geirdal fram svo- hljóöandi tillögu: „Bæjar- stjórn Keflavíkur sam- þykkir að þeir f lokkar sem fulltrúa eiga i bæjarstjórn en ekki í bæjarráöi, megi tilnefna fuiltrúa til aö sitja fundi bæjarráðs með mál- frelsi og tillögurétti". Til- laga þessi var eins og oft áður felld af meirihluta Sjálfstæðisf lokksins og Framsóknarflokksins auk þess sem annar bæjarfull- trúa Alþýðuf lokksins, Ólafur Björnsson útgerð- armaður var á móti þess- ari tillögu um aukið lýð- ræði í bæjarstjórn Kefla- víkur. „Ég benti á það við umræðurn- ar um þetta mál, að i bæjarmála- samþykktum Siglufjarðar, Seyð- isfjarðar, Selfoss, ólafsfjarðar og Patrekshrepps, svo dæmi séu tek- in, eru skýr ákvæði um að fulltrú- um allra flokka skuli gefinn setu- réttur I bæjarráðum”, sagði Jó- hann Geirdal I samtali við Þjóö- viljann I gær. „Auk þess hefur svo Neskaupstaður sérstöðu i þessum efnum þar sem þetta ákvæði er ekki i bæjarmálasamþykkt held- ur flutti meirihlutinn tillögu i bæj- arstjórn um að fulltrúum minni- hlutans skyldi heimilt aö eiga fulltrúa i bæjarráði til að þeim gæfist tækifæri til að fylgjast bet- Jóhann Geirdal: fulitrúar gam- alla viðhorfa snerust gegn hug- myndum um aukið lýðræði I bæj- arstjórn Keflavlkur. ur með framvindu mála”, sagði Jóhann ennfremur. Alþýðubandalagið hefur flutt tiliögu um aukiö lýðræöi i bæjar- stjórn Keflavikur um árabil, en þær jafnan verið felldar. Það bar hins vegar við nú að varabæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, Hannes Einarsson, var tillögu Jóhanns Geirdal meðmæltur og einn bæj- arfulltrúi Sjálfstæöisflokksins af 4, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. 2 fulltrúar Framsóknarflokks voru tillögunni andvigir. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.