Þjóðviljinn - 10.07.1982, Qupperneq 32
DWDVIUINN
Helgin 10.-ll.jUH 1982
Aðalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
nafn
víkunnar
Ellert
Schram
Ellert B. Schram ritstjóri
Dagblaösins og Visis og út-
varpsráösmaöur er nafn vik-
unnar aö þessu sinni fyrir
óvenjulegan hæfileika til aö
leika tveimur skjöldum i
sambandi viö svokallaö
Videósónmál og málshöföun
rikisútvarpsins á hendur
Videósón.
Svo sem kunnugt er er blað
Ellerts eigandi að þessu
fyrirtæki sem hefur látiö
taka útsendingar frá heims-
meistarakeppninni i knatt-
spyrnu upp ófrjálsri hendi i
Danmörku og selt þær siðan
til brúks i heimahúsum.
Samkvæmt þvi sem Helgar-
pósturinnupplysiri gær voru
spólurnar frá Danmörku
stilaöar á Ellert sjálfan og er
hann þvi potturinn og pann-
an i þessu lögbroti. 1 auglýs-
ingarskyni fyrir Videósón
var lögbrotinu slegið upp á
forsiðu i Dagblaðinu og Visi.
I leiðara blaðsins um sið-
ustu helgi skrifar Ellert svo
um málið þar sem hann
ræðst með offorsi á rikisút-
varpið og forsvarsmenn þess
fyrir slaka frammistöðu i
sambandi við heimsmeist-
arakeppnina og segir þar
m.a.:
„Nú sér fólk það svart á
hvitu hvað það þýðir i raun
að sitja uppi með einokun i
fjölmiðlum, alræði nokkurra
embættismanna sem eru
meira eða minna úr öllum
tengslum við vilja og áhuga
fólksins sjálfs.”
Allt væri þetta nú gott og
blessað ef svo illa vildi ekki
til að Ellert sjálfur situr i
æðstu stjórn rikisútvarpsins
sem i raun og veru ræður öll-
um meginlinum i dagskrá og
útsendingu og hefur auga
með hverri hræringu þess.
Bjarni Felixson, gamall fé-
lagi Ellerts úr KR, lýsti þvi
yfir i Timanum á fimmtudag
að Ellert hefði látið þá skoð-
un sina i ljós á útvarpsráðs-
fundi að alltof mikið væri
sent út frá heimsmeistara-
keppninni i sjónvarpinu.
Þetta er að visu borið til
baka af Eiö Guðnasyni i
Dagblaðinu og Visi i gær.
Hitt er ljóst að þau skeyti
sem Ellert sendir rikisút-
varpinu hitta engan fyrir
nema hann sjálfan og ögrun
Videósóns viö þessa stofnun
er ekki sist að undirlagi Ell-
erts sjálfs. Mál hans fer þvi
óneitanlega að minna á
málshöföun Ingólfs Jónsson-
ar kaupfélagsstjóra á Hellu á
sinum tima á hendur Ingólfi
Jónssyni samgöngumála-
ráðherra fyrir brúarsmið
yfir Rangá.
Þess skal að lokum getið
að Ellert er erlendis um
þessar mundir og þvi ekki
hægt að ná i hann. — GFr
„Kirkjuhúsið”
— þjónustumiðstöð kirkjunnar
Biskupshjónin hr. Pétur Sigurgeirsson og frú Sólveig Ásgeirsdóttir
á fundi i Kirkjuhúsinu með fréttamönnum og fleirum. Mynd.: —gel.
— Tekin er til starfa þjón-
ustumiðstöð kirkjunnar að
Klapparstig 27, Reykjavik.
Hefur hún hlotið nafnið
Kirkjuhúsið. Með tilkomu
hennar hefur hvoru tveggja I
senn verið komið á: sameigin-
legri afgreiðslu fyrir Biskups-
stofu, Hjálparstofnun kirkj-
unnar, Dtgáfuna Skálhoit og
Æskuiýðsstarfið og svo hefur
litið dagsins Ijós fyrsti visir
hins nýja kirkjuhúss sem
fyrirhugaðer að reisa á Skóla-
vörðuholtinu. Svo fórust herra
Pétri Sigureirssyni biskupi
orð á fundi með fréttamönnum
i fyrradag.
Forsaga þessa merka á-
fanga f Islenskri kirkjusögu er
i stórum dráttum sú, að á sin-
um tima fólu Biskupsembætt-
ið og Kirkjuráð starfshópum
aðathugamöguleikaá stofnun
kirkjulegrar útgáfu. 1 áliti
sem hóparnir skiluðu, var
m.a. lagt til að við stofnun
slikrar útgáfu yrði jafnframt
fengin aðstaða til bóksölu.
Um þessar mundir reyndist
umrætt húsnæði að Klappar-
stig 27 fáanlegt og var ákveðið
að taka það á leigu i þessum
tilgangi. Nokkru siðar ákváðu
eigendur verslunarinnar
Kirkjufells á Klapparstig að
hætta rekstri hennar. Sú
verslun hafði, sem kunnugt er
verslað með kirkjugripi.
Eigendur Kirkjufells sýndu
þann velvilja að bjóða Bisk-
upsembættinu að taka yfir
þann hluta rekstrarins. Niður-
staða varð þvi sú, að komið
yrði á fót þjónustumiðstöð
kirkjunnar þar sem afgreiðslu
Biskupsstofu, Skálholts,
Hjálparstofnunar og Æsku-
lýðsstarfsins yrði komið fyrir
á einum stað.
Sú þjónusta sem veitt verð-
ur i Kirkjuhúsinu verður i
stórum dráttum sú að þar
verða hinar ýmsu útgáfur
bibliunnar og sálmabókarinn-
ar á boðstólum svo og úrval
bóka með kristnum boðskap,
bæöi á islensku sem erlendum
málum. Sérstaklega verður
kappkostaðað búa vel aö bók-
um sem styðja við trúarlegt
uppeldi barna.
Ýmiss konar kirkjumunir
svo sem altarisbúnaður, hökl-
ar og kirtlar verða fáanlegir
og aðstoð verður veitt við út-
vegun slikra hluta. Þá verður
margskonar fræðsluefni til
nota á heimilum, skólum og i
söfnuðum i Kirkjuhúsinu, og
verður það bæði til útláns og
sölu. Fermingarþjónusta
verður veitt og minningar-
spjöld hverskonar afgreidd.
Einnig verður tekið á móti
áheitum m.a. til Strandar-
kirkju og framlögum til Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar.
Kirkjuhúsið verður fyrst
um sinn opið kl.10-17 alla
virka daga. Rekstrarstjóri
verður Þorbjörg Danielsdótt-
ir, sem áður gegndi starfi full-
trúa á Biskupsstofu. — mhg.
: Þorbjörg Danielsdóttir, rekstrarstjóri, „Kirkjuhússins” 0g sýnis-
‘ horn af þeim bókum, sem þar fást. Mynd: — geK
Ny
jógúrt:
„Tuuutti
Frrrutti!'
Sannkölluð
sumarblanda..
..frískog
fjörefnarík