Þjóðviljinn - 28.08.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Page 10
Um hatur á m Gyðingum og Palestínumönnum 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28—29. ágúst. 1982. sunnudagspistill Það er rétt og nauðsynlegt að fordæma árásarstríð ísraela í Líbanon. Þaðer líka nauðsynlegtað andmæla því/ að stríð þetta sé haft til að kveikja upp gyðinga- hatur. Þegar Tíminn birti á dögunum eftirfarandi vísu á baksiðu sinni/ þá er f Ijótséð að höfundur hennar hefur engar sérstakar áhyggjur af arabískum konum og börnum — hann þarf barasta að viðra gamlar formúlur fyrir gyðingahatri sem margsinnis hefur verið notuð til að réttlæta allskonar ofsóknir: þeir krossfestu Krist! Vísan er svona: Hvar mundi þeim veröa aö endingu úthlutaö vist er aö kemur siöustu dómskuld viö lifiö aö greiöa hinum moröóöu böölum sem fyrrum krossfestu Krist og konur og smábörnin libönsku kvelja og deyöa. Jerúsalcm : til vinstri eru trúaðir Gyðingar að koma frá Grátmúrnum, til hægri Arabar á heimleið frá sinni guösþjónustu. Þessi kveðskapur dæmir sig sjálfur, svo langt er hann fyrir neðan allar hellur. Peningajúðar Ýmislegt skrýtið hefur lika farið á kreik um Gyöinga i les- endabréfunum, þótt allt sé það meinlausara en fyrrgreind visa. 1 einu bréfi i Þjóöviljanum þótti ástæða tii að minna á aö Gyð- ingar hafi „viða náð miklum tökum sem slyngir fjármála- menn” og er engu líkara en að sú formúla eigi að vera einskon- ar útskýring á þvi að þeir „sættu ofsóknum og haröæri” viða. Eins og fyrri daginn velja menn þau tiðindi af Gyðingum sem passa inn i fordómana hverju sinni: sá sem vill lasta þá man eftir Shylock og Rots- child, en sá sem vill lofa þá tinir fram Einstein, Heine eða þá fiðlarann Menuhin. Karl Marx er svo haföur til lofs eða lasts eftir þvi til hvers menn vilja hafa hann i sinni pólitik. Þjóðarmorð? Bæði hér og annarsstaðar er talsvert um að hernaði Israela sé likt við framferði Hitlersliða gegn Gyðingum og það er sagt að þeir séu að fremja i Libanon þjóðarmorö á Palestinumönn- um. Þá er gjarna vitnað til þess, að þekktir israelskir visinda- inennogskáld|(Leibowitz, Israel Shahak, Nathan Zech og fleiri) hafi I ræðu og riti rakið saman vissa áfanga i gyðingaofsóknum nasista og ofsóknum israelskra útþenslusinna á hendur Palest- Inumönnum. Það er full ástæða til að hlýða á slikan samanburð, ekki sist þar eð sumir þessara israelsku andófsgyðinga sluppu sjálfir naumlega frá tortimingu á striðsárunum. En af ýmsum ástæðum er rétt aö biöja aðra aö fara varlega i nasistasam- anburði og þjóöarmorðsstað- hæfingum. 1 fyrsta lagi vegna þess, að slikur samanburður er notaður til einskonar siöbúinna hálfrétt- lætingar fyrir nasista. Frétta- ritari vesturþýska blaðsins Stern i Libanon dregur ekki úr þvi i nýlegri grein að mikil nauðsyn sé að fordæma yfir- gang og manndráp Israela i Libanon. En hann lætur i ljós áhyggjur af þvi, að með Þjóð- verjum fái andmælin fljótlega illkvittinn tón i þessum anda: „Sjáiö bara hvað Júðarnir eru að gera — og svo eru menn að veitast að okkur fyrir gasklef- ana!”. Og alhæfingar af þvi tagi sem nú eru nefndar hljóma illa, ekki aðeins i Þýskalandi. Þjóðar- morð er stór staðhæfing og best að fara ekki að þynna hana út. Ef menn vilja kalla hernað I þéttbýlu landi sem bitnar á borgum og þorpum og kostar fjölmarga óbreytta borgara, konur og börn, lifið vegna þess að beitt er i stórum stil flugher og stórskotaliði — ef menn vilja kalla slikan hernað þjóðarmorð, þá er verið að fremja slikan glæp i Libanon. En þá verða menn lika að vera reiðubúnir til að kalla loftárásir á borgir Eng- lands og Þýskalands i heims- styrjöldinni þjóðarmorð, einnig hernað Frakka i Alsir, Banda- rikjamanna i Vietnam, Rússa i Afganistan. Ef að menn hins- vegar taka tsraela út úr þessum samanburði, og gefa þeirra framferði séreinkunn, þá eru þeir að gera sig seka um mis- munun sem lyktar af antisemit- isma. Ef þjóöarmorð er hinsvegar tilraun til að drepa hvert mannsbarn af ákveöinni þjóð, eins og nasistar reyndu að drepa Gyðinga og Tyrkir Ar- mena i heimsstyrjöldinni fyrri, eða eins og reynt er að útrýma litlum Indiánaþjóðum i Suður- Ameriku enn i dag með þvi að eitra fyrir þær og smita þær af skæðum sjúkdómum — þá er ekki um þjóðarmorð að ræöa i Libanon, né heldur á hernumdu svæðunum. Stjórnmála samband Svipað má reyndar segja um þá kröfu sem hefur m.a. veriö borin fram hér á Islandi og segir að nú skuli slitið stjórnmála- sambandi við tsrael. Menn hafa mótmælt og fordæmt margvis- legan hernað og yfirgang, hern- að Bandarikjamanna i Viet- nam, innrásina i Tékkóslóvakiu, Alsirstriðið og þar fram eftir götum — en ég man ekki til aö neinar slikar mótmælahreyf- ingar hafi krafist þess að slitið yrði stjórnmálasambandi viö Frakka, Sovétrikin eða Banda- rikin. Sá sem tekur tsrael út og gerir þessa sérstöku kröfu gegn þvi riki hann sýnir blátt áfram að hann vill heldur fordæma Gyðinga en aðra menn. Þaö er rétt að itreka þá af- stöðu sem hér er á minnst. Þaö er rétt og nauðsynlegt að for- dæma Libanonstriðið, fordæma meðferðina á Palestinumönnum bæöi þar og á hernumdu svæð- unum. En það er nauðsynlegt, bæði vegna fortiðarinnar og vegna mögulegra áhrifa sem mótmælum er ætlað að hafa á almenningsálit i Israel, að þau ekki beri keim af antisemit- isma, Gyðingafjandskap, göml- um eða nýjum. Fordómar gegn PLO Og svo eru það þeir sem ganga með skrýtið afbrigði af antisemitisma ef svo mætti að orði komast — þeir sem vilja réttlæta allt sem tsraelar gera, en eru eftir þvi haröir i fordæm- ingu sinni á öllu þvi sem Palest- inumenn eða samtök þeirra, PLO, taka sér fyrir hendur. Antisemitisma vil ég kalla þetta vegna þess að vitaskuld eru Palestinuarabar „semitar”, og eru þar aö auki um margt komnir i svipaða stöðu og Gyð- ingar voru i áður, dreifðir um mörg lönd, betur menntir en sambýlisþjóðirnar, virkari i stjórnmálum og róttækari og þvi hugsanlega hættulegir ein- valdsherrum af ýmsu tagi, hvort sem þeir heita Hússein, Assad eða eitthvaö annað. Einn slikur er Haraldur Blön- dal, sem gerir sér litið fyrir á dögunum og sakar nokkurn hóp Gyðingavina, sem tóku sig sam- an um aö fordæma innrásar- striðið og lýsa stuðningi við þióðarréttindi Palestinumanna, „útideild PLO á Islandi” og gott ef ekki gyðingahatara. Þar er þvi t.d. haldið fram blákalt að Palestinumáliö snúist um „inn- an við 8000 hermdarverka- menn” og aö „tsraelsmenn hafi engan áhuga á landvinningar- styrjöldum” — þótt ráðamenn þar hafi nýverið innlimað Gól- anhæðir og reyni allt hvað þeir geta að skapa „geópólitiskar” forsendur fyrir þvi að vestur- bakki Jórdanar fari sömu leið. En þótt Haraldur Blöndal og kannski einn annar úr svart- hausakompanii Visis sálaða séu einir um að taka til máls nú i þessa veru, þá er vert að minna á skrif sem þessi, þvi eflaust leynast fleiri hér og þar sem svipað hugsa. Styrkur PLO Ein staðhæfing slikra manna er sú, að aðeins minnihluti Pal- estinumanna styðji PLO, — og er þvi þá við borið að aldrei hafi farið fram almennar kosningar meöal þeirrar þjóðar. Það er heldur betur ósvifin hótfyndni að tala svo: hver ætti að skipu- leggja slikar kosningar? Ekki mun Hussein kóngur leyfa kosn- ingar innan sinna landamæra né heldur Begin leyfa framboð á vegum PLO á hernumdu svæð unum — svo talað sé um tvö þau lönd þar sem Palestinumenn eru flestir. En ef menn vilja geta þeir t.d. komist að þvi, að mikill meirihluti Palestinu- manna á hernumdu svæðunum er hlynntur PLO (með þvi m.a. að fletta upp i skoðanakönnun- um sem bandariskir aðilar hafa staðið fyrir). Svipað kemur og i ljós jsegar fylgst er með afstöðu kjörinna bæjar- og borgarstjóra á hernumdu svæðunum — sem tsraeiar hafa reyndar vikið frá i sumum tilvikum ef stuðningur Arni Bergmann skrifar þeirra við PLO þótti of afdrátt- arlaus. Hryðjuverk Onnu fullyrðing er sú, að PLO sé „hryðjuverkasamtök Ara- fats”. Þaö er rétt, að um tima beitti PLO aðferðum eins og flugránum ofl. sem falla undir hryöjuverk. En Arafat og aðrir forystumenn PLO hafa lagst gegn þeim aðferðum og PLO verður ekki kennt um morð sem klofningshópar eins og Al-Asifa hafa framið. En Al-Asifa mun ekki einungis hafa skotið á sendiherra tsraels i London og staðið fyrir moröum i veitinga- húsi Gyöinga i Paris, heldur hefur hópur þessi myrt ýmsa sendimenn PLO sem þýkja of „hófsamir” og reynt að ráða Arafat sjálfan af dögum. t öðru lagi skulu menn hvattir til nokk- urs réttlætis i samanburði — eins og hvatt var til áöan i sam- bandi við ásakanir á tsraels- menn: ef Arafat er „fyrrver- andi hermdarverkamaður” sem hefur gerst pólitiskur for- ingi — þá er hann reyndar alveg i sama báti og Begin forsætis- ráðherra tsraels og Sjamir ut- anrikisráðherra. Báðir komu þeir mjög við sögu hermdar- verkasamtakanna Irgún og Stern á tima breskrar umboðs- stjórnar i Palestinu, og bera sem slikir ábyrgð á miklum blóðsúthellingum (Hótel Daviðs konungs, þorpið Deir Jassan ofl.). Viðurkenning En þá er eftir að taia um þá ásökun sem langsamlega al- gengust er: PLO vill ekki viður- kenna Israel, það er enn á stefnuskrá PLO að afnema það riki af kortinu. Það er rétt að forystumenn PLO hafa enn ekki viljað viöurkenna tsraelsriki, þótt Arafat hafi reyndar hvað eftir annað lýst yfir stuðningi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um Palestinu — sem m.a. gera ráð fyrir stofnun tsra- elsrikis. En það er ekki nema von að PLO hiki meö viðurkenn- ingu — forystumenn Israels, hvort sem væri Golda Meir eða Begin hafa aldrei viljað viður- kenna nein þjóðleg samtök Pal- estinumanna og Begin hefur itrekað að hann vilji ekkert við PLO tala — eins þótt þau sam- tök viðurkenni tsrael og legðu niður öll vopn. Það er þvi ekki nema von þótt Arafat neiti — með skriðdreka Sharons og Begins allt um kring — að gefa frá sér skilmálalaust þetta tromp PLO — viðurkenninguna — þegar hann á ekki von á minnstu tilslökunum á móti. Engin leið önnur Ýtrustu kröfur þeirra afla i PLO sem standa fast við „eitt riki í Palestínu” og þeirra sion- ista sem vilja „tsrael innan sögulegra landamæra” (þ.e. á stærð við það riki sem kennt var við Davið og Solómon) munu ekki rætast. Tilraunir til að fylgja þeim eftir munu hinsveg- ar kosta æ nýjar styrjaldir, endalaust blóðbað, ef til vill heimsstyrjöld. Hin leiðin er „tveggja rikja lausn” með gagnkvæmri viðurkenningu Is- raels og PLO. Sú leið er afar torfarin og ekki hafa tiðindi sið- ustu vikna bætt fyrir henni, nema þá svo óliklega vilji til að Bandarikjamenn endurskoði af- stöðu sina til PLO og neyði þá tsrael til að feta á eftir. Þetta er torsótt leið og kannski langt i áfangastað — en aðeins við hana er hægt að tengja friðarvonir. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.