Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28—29. ágúst. 1982. Minning Heilsurækt — og heilsuvernd Verzlunarmannafélag Reykjavikur gengst íyrir námskeiði i heilsurækt og heilsuvernd fyrir félagsmenn sina. Námskeiðið verður á miðvikudögum kl. 18:30—20:30 og hefst 8. sept. n.k. Farið verður yfir eftirfarandi efni: 1. Starfsstöður og likamsbeitingu. 2. Streita — fyrirbygging og meðferð. 3. Leikfimi á vinnustað. 4. Næring og fæðuval Námskeiðið er eingöngu ætlað félags- mönnum i Verzlunarmannafélagi Reykja- vikur og verður endurgjaldslaust. Þátt- taka tilkynnist á skrifstofu V.R. i sima 26344 til 6. sept. Nánari upplýsingar um námskeiðið veittar i sama sima. Verzlunarmannafélag Reykjavikur Fóstrur Börnin i Fiskalandi i Hamraborg vantar fóstru 1. sept. eða sem fyrst. Þau eru 3ja til 6 ára og deildin þeirra er reglulega skemmtileg. Upplýsingar i sima 36905. Félagsstofnun stúdenta óskar eftir starfskrafti hálfan daginn við vélritun. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri i sima 16482. ;]M RÍKISSPÍTALARNIR iis lausar stödur II.JÚKRUNARFRÆDINGUR óskast sem fyrst á lyflækningadeild 1. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. STARFSMAÐUR við heilalinurit óskast á taugalifeðlisfræðideild nú þegar. Upplýsingar veittar i sima 29000-459 milli kl. 10-12 f.h. næstu daga. STARFSMENN óskast i eldhús Landspitalans. Upplýsingar veitir yfir- matráðskona fyrir hádegi i sima 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI ADSTOÐARMAÐUR óskast á deildir frá ca. 20 september. Umsóknir sendist Skrif- stofu rikisspitalanna fyrir 10. september n.k. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri i sima 42800. KLEPPSSPÍTALI IDJUÞJALFI óskast á dagdeild Klepps- spitala. IIJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á deild VIII. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjídírunarforstjóri i sima 38160. STARFSMADUR óskast til afleysinga i 2-3 mánuði i eldhús barnaheimilis Klepps- spitala. Vinnutimi 10,30 til 14.30. Upplýs- ingar veitir forstöðumaður barnaheimilis- ins i sima 38160. Reykjavik 29. ágúst 1982. RÍKISSPÍTALARNIR Snæbjöm Jónsson bóndi á Staö á Reykjanesi Fæddur 8. nóvemberl909 Dáinn 21. ágúst 1982 Þegar túnin eru alhirt, hlöð- urnar fullar, en sumarið ennþá bjart og hlýtt, þá er hugblærinn vær og þakklætið til gjafarans allra góðra hluta öðru ofar. Þó slátturinn væri búinn á Stað, reyndist þó vera óslegið eitt ljá- far. Þar reiddi dauðinn til höggs meö sigö sinni. Snæbjörn bóndi hafði starfað eins og endranær, en dó i svefni i þann mund sem dagur rann. Hefur á sannast þar, að enginn veit sitt endadægur. Snæbjörn var fæddur á Stað, elstur þeirra þriggja systkina sem lifðu. Foreldrar hans voru Jón prestur Þorvaldsson og Ólina Kristin frá Hergilsey Snæbjarnardóttir Kristjánssonar. Hann ólst upp við sveitastörf undir handleiðslu mætra ráðs- manna á Stað. Hann fór aldrei i skóla annan en heima á Stað og var aldrei að heiman nema einn vetur i Reykjavik, þegar hann var meira að leika sér en læra. Innan við tvitugt varð hann ráðsmaður á búi foreldra sinna og hafði hann allstórt hjábú sjálfur, góðhesta sina og arðsamt fjárbú. Sú skipan stóð uns íaðir hans dó 31. desember 1938. Fram að þvi tók hann við búi af móður sinni, enda kvæntist hann um þær mundir Unni Guðmundsdóttur frá Skjaidvararfossi á Barðaströnd. Hafa þau búið þar óslitið. Snæ- björn var stefnufastur bóndi meö ólikindum. Hann tryggði sér ábúð á Brandsstöðum, hjáleigu frá Staö, kæmi búandi prestur að Stað. Þegar prestsetrið var flutt aö Reykhólum fékk Snæbjörn Stað hálfan og Brandsstaði, en nýbýlið Arbær reis á hálflendu Staðar. Sauðfjárbú sitt hafði Snæ- björn þó á Brandsstööum fram á 1959. Hann var metnaðargjarn bóndi, fjárbóndi af lifi og sál, stórbóndi i eöli og athöfnum og sýnt um að færa út kviarnar, en heimakær og allur fyrir lands- störfin en ósýnt um þá sjó- mennsku sem hlunnindin á Stað útheimta. Þó Snæbjörn á Stað stæði jafnan framar sveitungum sinum og aldrei neinum að baki i búskapnum, sótti hann siður en svo út á við. Hann var eitt kjör- timabil i hreppsnefnd, um nokkurt skeið i stjórn Kaupfélags Króksfjarðar og i stjórn Spari- sjóðs Reykhólahrepps. Þá sá hann um að raða niður slátrun um langt skeið. Gott dæmi um dug hans og framtaksemi er það, að hann verslaði með kjarnfóöur lengi i seinni tiö. Voru viðskipta- menn hans ekki aöeins i Austur- Baröarstrandasýslu, heldur og við Isafjarðardjúp. Enn eitt áhugamál hans var aö safna fri- merkjum og kvað þar aö honum eins og við annað sem hann gaf sig að. Svo hagar til á Stað, að þar liggur þjóðvegurinn beint heim að bæjardyrum, enda er gestkvæmt eftir þvi og aldrei iát á gestrisni þeirra hjóna. Það vita bæði kunn- ugir og ókunnugir og hafa lengi sannreynt og minnst hversu öllum var tekið með glaðlegu við- móti og einlægni. Systkini Snæbjarnar, Ragn- heiður og Kristján, seinast borgardómari, urðu bæði stúdentar og eins fósturbróðir hans og frændi, séra Jón Arni Sigurðsson. Þrir synir Unnar og Snæbjarnar urðu búfræðingar og einn þeirra, Arni, langskólageng- inn búvisindamaður og löngu orð- inn kennari á Hvanneyri. Kona hans er Sigriður Héðinsdóttir úr Borgarnesi. Jón er þeirra elstur, bóndi i Mýrartungu, kvæntur Aöalheiði Hallgrímsdóttur frá Dagverðará. Guðmundur Frið- geir er kvæntur Eddu Jónsdóttur frá Klukkufelli. Þau eru i Reykja- vik. Eirikur, yngsti bróðirinn, hefur búið i félagsbúi á Stað með foreldrum sinum, kvæntur Sigriði Magnúsdóttur frá Hólmavik. Sigurvin ólafsson stjúpsonur Snæbjarnar er löngu farinn að heiman. A heima á Stokkseyri með Svandisi seinni konu sinni. Unnur og Snæbjörn ólu upp Guðmund son Sigurvins af fyrra hjónabandi. Þegar Snæbjörn er horfinn sjónum, kemur piargt i hugann eftir ævilangt nágrenni. Furðu- legtvar um þann framtaksbónda, að hann lærði aldrei á bil og ók ekki dráttarvél nema til neyddur. Svo rótgróin var i honum tryggðin við minningu góðhestanna, sem áttu hug hans allan fyrstu fjörutiu árin. Hana varðveitti hann ómengaöa til hinsta dags, enda eru þeir liklegir til að taka á móti honum á landi lifenda, þeir Skundi og Eldur og aðrir horfnir góðhestar liðinna daga. Aöstandendum votta ég samúð, en Snæbirni samgleðst ég að losna við allan hrumleika og hverfa, með fyllstu reisn. Játvarður Jökull Júliusson. Við fráfall sómamannsins Snæ- bjarnar Jónssonar á Stað fyllumst við söknuði. Gott var hann heim að sækja og allra götu vildi hann greiða. Þar naut hann góðrar og dyggrar aðstoðar sinnar mætu eiginkonu Unnar Guðmundsdótt- ur, og sona þeirra. Okkar kynni hófust á árinu 1971 þegar við byrjuðum uppbyggingu bæjar okk- ar að Börmum. Fyrir okkur kom hann sem náttúrubarn, ríkt mótað- ur af fögru umhverfi heimabyggðar sinnar og ávallt reiðubúinn að taka því sem að höndum bar. Forsjálni og fyrirhyggja virtist honum í blóð borin og ríka áherslu lagði hann á að aðrir gætu notið hennar með honum. Ekki virtist honum um það gefið að vera of háður öðrum til munns og handa og var reiðubúinn að taka ýmsar áhættur vegna þessa. Er við Iítum á bak okkar horfna vini er margs að minnast. Ekki hvarflaði það að okkur í júlí sl. þeg- ar við gengum saman um kirkju- garðinn á Stað Og rifjuðum upp hvíldarstaði látinna sveitunga, vina og ættingja að það yrði síðasta skipti sem við hittumst, þessa heims. Þá eins og svo oft áður sló logagylltum geislum kvöldsólar- innar yfir Breiðfirsku byggðina. Eins og unaðsemd þeirrar stundar er minningin um hinn látna vin okkar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Fjölskyldu Snæbjarnar, ættingj -' um og vinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau og vernda. Jón Ólafsson, Ingibjörg Árnadóttir og annað heimilisfólk á Börmum. RÍKISSPÍTALARNIR Stór íbúð óskast á leigu 5—6 herbergja ibúð óskast fyrir hjúkr- unaríræðing sem næst Landspitalanum. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspitala i sima 29000. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - Sími 25500 Lausar stöður 1. Eftirtaldar nýjar stöður við litið heimili fyrir unglinga: Staða forstöðumanns. Reynsla af starfi með unglingum i vanda og menntun sem nýst getur i sliku starfi áskilin. Staða aðstoðarmanns. Reynsla af starfi með unglingum i vanda sem nýst getur i sliku starfi ákilin. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. Upplýsingar gefur yfir- maður f jölskyldudeildar i sima 25500 og 74544. 2. Staða fulltrúa. Hálf staða eftir hádegi i fjármála- og rekstrardeild. Reynsla i skrifstofustörfum nauðsynleg. 3. Staöa ritara. Góð vélritunarkunnátta og starfsreynsla áskilin. Umsóknarfrestur um tvær siðastnefndu stöðurnar er til 15. sept. Skrifstofustjóri veitir upplýs- ingar i sima 25500. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.