Þjóðviljinn - 28.08.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Síða 15
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Paolo Rossi er þjóðhetja ítala um þessar mundir — en hann hefur ekki gleymt fortíðinni og lætur frægðina ekki stíga sér til höfuðs. heimsmeistari eftir tveggja ára keppnisbann Ef ekki hefðu uppgötvast lítt þekkt lagaleg formsatriði fyrir tveimur og hálfu ári, hefði Ítalía tæplega orðið heimsmeistari í knattspyrnu árið 1982! Þegar þjóðhetja dagsins í dag á Ítalíu, Paolo Rossi, var fundinn sekur um að hafa þegið mútur og dæmdur í tveggja ára keppnisbann, átti hann yfir höfði sér að vera dreginn fyrir borgaralegan dómstól sem hefði líklega dæmt hann í fangelsi. Ákærur dómstólsins voru að lokum felldar niður vegna lagalegra formsatriða og rúmlega tveimur árum síðar var Rossi mættur til leiks á ný. ítalska landsliðið varpaði viðjum varnarleiksins og vann heimsmeistar- atitilinn á verðskuldaðan hátt. Rossi fór að skora. Það voru fyrst og fremst mörkin sem Rossi skoraði, þrjú gegn snillingum Brasilíu, tvö í undanúrslitunum gegn Pólverjum og fyrsta markið í úrslitaleiknum gegn Vestur-Þjóðverjum, sem gerðu Ítalíu kleift að ná sér á strik eftir slakan árangur í undankeppninni þar sem liðið vann ekki leik og skreið áfram á þremur jafnteflum. Á svipstundu breyttist allt. ítalskir knattspyrnu- unnendur, sem höfðu snúið við honum bakinu, gerðu hinn 26 ára gamla Paolo Rossi á ný að guði sínum. Fréttamennirnir, sem áður níddu hann niður, áttu ekki til nógu hástemmd orð í pennum sínum til að lýsa snilli hans. Fortíðin virtist gleymd. En einn maður gleymdi engu. Rossi hélt rósemi sinni og hélt í sumarleyfi á lítt þekktum stað ásamt Simonettu, eiginkonu sinni, um leið og heim til Ítalíu var komið. Á meðan kepptist fjöldinn við að koma nafni hans og andliti á hvað sem var frá nærbolum til auglýsingaskilta. Rossi steig hins vegar sjálfur hæversklega út úr sviðsljósinu. Formaðurinn sagði af sér. Það var í heimsmeistarakeppninni í Argentínu árið 1978 sem Paolo Rossi hlaut alþjóðlega frægð fyrir knattspyrnusnilli sína. Miðherjinn mjóvaxni skoraði mörk gegn Frökkum, Ungverjum og Austurríkis- mönnum, sem allt voru sigurleikir, lék alla sjö leiki Ítalíu og skaust upp á stjörnuhimininn. Heima á Ítalíu verðlagði félag hans, Lanerossi Vincenza hann óheyrilega hátt, eða á þrjár milljónir enskra punda, og formanni ítölsku deildakeppninnar ofbauð svo, að hann sagði af sér. Rossi, 22ja ára gamall, hafði lagt heiminn að fótum sér og framtíðin blasti við björt og fögur en skyndilega skall á þrumuveður. Samkvæmt upplýsingum ítalska knattspyrnusambandsins hafði Rossi þegið mútur upp á tvö þúsund ensk pund meðan hann lék með Perugia, en þangað hafði Lanerossi lánað hann í smá- tíma. Það kaldhæðnislega við þetta mútumál er það að leiknum umrædda lauk með jafntefli, 2—2, og Rossi skoraði bæði mörk Perugia! Þriggja ára bann. Öll Ítalía lék á reiðiskjálfi vegna mútuhneykslisins sem var gífurlega umfangsmikið og meðal ann- ars var hið fræga lið AC Milano dæmt niður í 2. deild. Rossi var líka fundinn sekur og dæmdur í þriggja ára bann. Bannið var síðar stytt niður í tvö ár en nú varð Rossi að æfa upp á eigin spýtur og á tímabili hugleiddi hann alvarlega að fara til Suður-Afríku af stjórnmálalegum ástæðum. Rossi fór ekki, enda hefði knattspyrnuferill hans sennilega þar með verið á enda. Ekkert til Spánar að gera. Þegar Enzo Bearzot, landsliðseinvaldur ítala, til- kynnti að Rossi yrði í hópnum sem færi til Spánar í heimsmeistarakeppnina, ásökuðu margir heima fyrir einvaldinn um að vera með því að grípa til örþrifa- ráða. Leikmaður, nýstiginn úr tveggja ára keppnis- banni, hefði ekkert til Spánar að gera. Bannið var á enda í apríl síðastliðnum og Rossi æfði betur en nokkru sinni áður. En hann skorti leikæfingu og það kom átakanlega í ljós í fyrstu þremur leikjum ítalaáSpáni, gegn Póllandi, Perú og Kamerún. ítalir' skoruðu aðeins tvö mörk í þessum leikjum. Hetja á ný. Persónuleiki Rossi, sem hafði styrkst verulega í hinni löngu útlegð, ásamt hinum meðfæddu knatt- spyrnuhæfileikum, fleytti honum í gegnum þetta erf- iða tímabif. Hetjan, sem hafði orðið að þorpara, var skyndilega orðin hetja á ný. Paolo Rossi var kjörinn besti leikmaðurinn í heimsmeistarakeppninni af frétt- amönnum heimspressunnar og hlaut rúmlega 200 at- kvæðum meira en stórstjörnurnar Falcao, Socrates og Rummenigge. Meðan á keppnisbanninu stóð, keypti stórliðið Ju- ventus Paolo Rossi á hálfa miljón enskra punda og þar með er hann kominn aftur þangað sem hann byrjaði. Hann hóf nefnilega feril sinn hjá Juventus en félagið lét hann fara, kornungan að aldri, þar sem hann var talinn of veikburða og með brothætt hné. í vetur leikur Rossi við hliðina á Frakkanum Michel Platini og Pólverjanum Zbigniew Boniek í Juventus-liði sem virðist ætla að verða það öflugasta í sögu Ítalíu síðan Inter Milano var upp á sitt besta á sjöunda áratug aldarinnar. Lírurnar flæða. Bak við tjöldin flæða ítölsku lírurnar eins og stór- fljót þessa dagana. Viðskiptafyrirtæki nokkurt ætlar sér stórgróða með því að selja myndir af Rossi. Stígvélaframleiðendur berjast um að fá hann til að auglýsa ágæti sinnar vöru. Skóframleiðandi hefur lofað að sjá hinum dýrmætu fótum hans fyrir skóm til æviloka. Vínframleiðendur senda honum tugi lítra af bestu fáanlegu hvít- og rauðvínum og safnarar eigin- handaráritana eru við hvert fótmál. Sigur hins sterka. Árangur Rossi er sigur í innri baráttu. Hann hafði hugrekki og nægilega sterkan persónuleika til að gjalda fyrir mistök sín, halda á brattann á ný og standa uppi sem sigurvegari. Einkastrtð Rossi varð til þess að Ítalía hampar nú heimsmeistaratitlinum en bikarinn gæti hæglega hafa lent í aðra heimsálfu ef lagalega formsatriðið hefði ekki komið til skjalanna fyrir tveimur og hálfu ári síðan! —VS (þýtt og cndursagt) Lagalegt formsatriöi færöi Ítalíu heimsmeistaratitilinn! PAOLO ROSSI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.