Þjóðviljinn - 28.08.1982, Page 17

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Page 17
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 FISCHER I»að var alltaf' eittlivað sem Fisclier mislikaði. Ilér kallar liaiin á dómar- ann. I»ess má geta að aðstæðnr í l.augardalshólliniii voru tvrir margra hluta sakir ekki heppilegar tyrir einvígishaldið, einkuin með tilliti til þess hversu allur hávuði magnaðist upp. Sæmundur l’álsson lögrcglu|)jónn reyndist Fischer ólliigur liðsniaður. Kr það mál manna, að án Sæmundar hetði Fiseher aldrei unnið einvígið. Úr hlaðamannaherherginu. Út við veggsitja Bandaríkjaniennirnir Brady, Schöneherg, Collins, Kvans, Byrne og aðstoðarmaður Fischers, l.omhar- dy. Af þeim sem kúra yfir taflhorðinu má þekkja tvo íslenska skákmenn, þá Braga Kristjánsson og Jóhann inn reis frá grunni og úr þeirri stofnun gengu margir snjöllustu stórmeistarar heim. Ennfremur nutu sovéskir stórmeistarar þess umfram kollega sina á Vestur- löndum aö njóta launa frá rikinu og gátu þannig stundaö skákina ótruflaöir af veraldlegum áhyggjum. Aö þessum forsendum gefnum hlaut áhugi Bandarlkjamanna aö vakna. Þar i landi haföi áhugi al- mennings snúist i kringum iþróttir á borö viö beisbolta, körfuknattleik, golf, hnefaleika ellegar ameriska knattspyrnu. Kann aö vera aö hinn litli áhugi á skákinni hafi stafaö af þvi aö i Bandarlkjunum viröast menn nokkurn veginn sjálfum sér nógir, þ.e. íþróttir þar i landi fara ekki fram á alþjóölegu plani, ef svo má aö oröi komast. Lands- leikir þekkjast vart i sumum iþróttagreinum. T.a.m. hafa Bandarikjamenn aldrei fundiö hjá sér neina þörf til þess aö sanna yfirburði sina i körfuknatt- leik eöa beisbolta svo dæmi sé tekið. t skáklistinni var þessu hinsvegar öfugt fariö. Bobby Fischer hafði alla sina tiö sem skákmaður, orðið aöhefja sig upp á kostnað Evrópumanna ekki sist þeirra sem komu úr Austurvegi. Ég læt hér þessum inngangi lokið en sný mér að einviginu sjálfum þ.e. keppendum, aðdrag- anda einvigisins, hinum tröll- auknu átökum sem áttu sér stað fyrir einvigið ekki sist skolla- leiknum i kringum áskorandann, og siðast ekki sist hinni marg- slungu atburðarás sem jaðraði oft á tiðum við hreina og klára lyga- sögu. Boris Spasskí Spasski var ekki nema 18 ára gamail þegar hann komst fyrst i kast við keppnina um heims- meistaratitilinn. Þá tryggði hann sér sæti i Askorendamóti með góðri frammistöðu á millisvæða- móti i Gautaborg. Mót þetta fór fram 1955 og varð sigurvegari landi Spasskis og fyrrverandi áskorandi Botvinniks, David Bronsteins. Þetta sama ár sigraði Spasski svo á heimsmeistaramóti unglinga. Honum var spáð mikilli velgengni á næstu árum, en brátt dró ský fyrir sólu. Óheppnin elti hann á mikilvægum augna- blikum, hann lenti i hjónaskilnaði sem þó hefur aldrei talist til meiri háttar tiöinda i Sovétríkjunum, taugar hans virtust þessi ár 1955 — ’60 vera i megnasta ólagi. Pressan sem á honum hvildi nálgaðist þaö að vera óbærileg. En meö sigri á skákþingi Sovét- rikjanna 1963 komst hann i milli- svæðamót sem haldiö var i Amst- erdam ári siðar. Þar sigraöi hann ásamt Larsen, Tal og Smyslov. Askorendakeppnin 1965 beið hans. 1 þessari sömu keppni 1956 átti hann aldrei verulega mögu- leika vegna sins unga aldurs, en nú var hann kominn á hátind styrkleika sins, 28 ára gamall. Askorendakeppnin haföi nú breytt um svip, I staö maraþon- keppni 8 skákmanna sem tefldu fjórfalda umferö var einvigis- fyrirkomulagið sett á. Fyrsti mótstööumaöur Spasskis var Paul Keres dáöur stórmeistari frá Eistlandi. Spasski tapaði fyrstu skákinni, lét þaö ekki mikið á sig fá, jafnaöi metin, seig siöan fram uns sigur vannst. Lokaniðurstaðan varð 6:4. Efim Geller varð næstur á vegi hans. Geller átti seinna á skák- ferli Spasskis eftir að koma mikið viö sögu, ekki sist I einviginu við Fischerþar sem hann var aöal- aöstoðarmaöur Spasskis og for- maður sovésku sendinefndar- innar hér á landi. Spasski hefur ávallt tekist vel upp á móti þessum ágæta vini sinum og þegar 8 skákir höfðu veriö tefldar þurfti ekki fleiri. Spasski haföi hlotið 5 1/2 vinning gegn 2 1/2. Siðasta hindrunin var svo töfra- maðurinn frá Riga og fyrrum heimsmeistari, Mikhael Tal. Eftir rólega byrjun þar sem hvert jafnteflið rak annað, setti Spasski bensinið i botn og vann frækinn sigur, 7:4. Hann stóð nú augliti til auglitis við Tigran Petrosjan heims- meistara, að þvi er mörgum fannst, af litlum verðleikum, frægan „varnarskákmann”, jafntefliskónginn með merar- hjartað, eins og sumir kölluðu. Sannleikurinn var auðvitað sá að Petrosjan var fullkomlega verð- ugur handhafi heimsmeistaratit- ilsins og i einvigi þeirra sem fram fór i Moskvu reyndist hann ofjarl Spasskis. Spasski lenti snemma i einviginu i erfiðleikum, varð tveim vinningum undir og náði aldrei að ógna sigri Petrosjans. Lokatölur urðu 12 1/2:11 1/2. Aftur varð Spasski að klifa á brattann og nú var hann reynsl- unni rikari. Hann hóf leikinn i Askorendakeppninni 1968 með þvi aö sigra Geller með sömu tölum og siðast, 5 1/2:2 1/2. Larsen fékk sömu meðferð, 5 1/2:2 1/2 og loks varKortsnoj tekinn i gegn, 6 1/2:3 1/2. Og enn settust þeir að tafli i Moskvuborg Petrosjan og Spasskí. Spasski haföi tögl og hagldir, ef frá er skilin fyrsta skák einvigisins sem Petrosjan vann, hann komst I 3:2, 5:3. Siðan jafnaði Petrosjan, en Spasski komst yfir aftur 9:8, og 10 1/2:8 1/2. Lokatölur urðu 12 1/2:10 1/2. Spasski var orðinn heims- meistari. Þessi ár sem liðu á milli ein- vigja notaði hann sáralitið til tafl- mennsku. Hann vann að visu tvö sterk mót 1970 og sigraöi siöan Fischer á Olympiuskákmótinu i Siegen 1970 og hlaut siðan verð- laun fyrir besta árangur meöal borðsmanna. 1971, þegar Fischer var aö vinna sina frægu sigra tefldi hann litiö og illa og þegar hann gekk til leiks i Reykjavik aö loknum 6 mánaöa undirbúningi voru margir efins um möguleika hans. Hinn glæsilegi árangur hans i einvigum var þó mönnum ennn i fersku minni svo búist var viö harðvitugri mótspyrnu. Sú varö og raunin. Bobby Fischer Þaö var áriö 1956 sem nafn Fischer komst á allra varir. Þá tók hann þátt i 12 manna skák- móti i New York og vann þá einn sterkasta skákmann Bandarikj- anna, Donald Byrne (bróöur Ro- berts Byrne) i skák sem enn þann dag i dag er talinn einhver sú al- fallegasta sem tefld hefur veriö. Ari siöar ávann hann sér rétt til þátttöku á hinu geysisterka Skákþingi Bandarikjanna, sem hófst um jólaleytiö 1957 og lauk skömmu eftir áramót. Hann var aðeins 14 ára gamall og gerði sér litið fyrir, hlaut 9 1/2 vinning úr 13 skákum og hreppti einn efsta sætið! Reshevski, Evans Lom- bardy og fleiri keppinautar hans i mótinu áttu ekki til orð. Sigurinn gaf Fischer kost á að tefla á milli- svæðamótinu sem fram fór á miðju sumri 1958 i baðstrandar- bænum Portoroz i Júgóslaviu. Augu tslendinga beindust að mótinu einkum fyrir þær sakir að þar var meðal þátttakenda Frið- rik Olafsson, en hann hafði á undangengnum árum átt óvenju- legri velgengni að fagna. Fischer var nýorðinn 15 ára, hann gekk ákveðinn til leik og sagðist ekki vera i hinum minnsta vafa um að hann næði einu af sex efstu sætunum og tryggði sér þannig þátttökurétt i Askorenda- keppninni. Keppendur voru alls 21 talsins þannig að ljóst var að róðurinn yrði þungur. Ekki blés byrlega i byrjun, en þegar liða tók á mótið vann Fischer eina og eina skák og i mótslok var hann i 5.—6. sæti ásamt Friðriki Ólafssyni, báðir höfðu hlotið 12 vinninga, þess utan tryggt sér sæti i Askor- endakeppninni og öðlast titilinn alþjóðlegur stórmeistari. Næstu árin gekk á ýmsu hjá Fischer. Þrátt fyrir ungan aldur var litið á hann af Sovétmönnum sem alvarlega ógnun. Hann sigraði meö yfirburðum á milli- svæðamótinu 1962 og var talinn einna liklegastur sigurvegari i Askorendakeppninni i Curacao sem fram fór seinni part þessa árs. Vonbrigði hans urðu gifurleg þega hann varð að gera sér að góðu 4. sætið i keppni 8 skák- manna. Eftir mótiö ákærði hann sovesku þátttakendurna um sam- vinnu sin i milli og meöal ásakana hans var sú að einn Sovétmaður- inn haföi oröiö aö „fórna sér”. Þar átti hann viö Viktor Kortsnoj og siöar hefur Kortsnoj staðfest þessi ummæli Fischers að nokkru leyti. Eftir langt hlé frá taflmennsku, þátttöku á meistaramótum Bandarikjanna, ólympiumótinu i Havana 1966 og glæsilegri frammistöðu á Piatigorski-mót- inu 1966. Upphófst sigurganga sú sem hreint ótrúleg veröur að teljast. Ekki nóg meö þaö aö Fischer sigraöi á hverju þvi móti sem hann tók þátt I, heldur voru yfirburöir hans meö ólikindum. Hann hætti aö visu i miöjum kliðum i millisvæðamótinu I Sousse i Túnis 1967, var þá meö 8 1/2 vinning af 10 mögulegum, en i öörum keppnum hélt hann sér á O. Sigurjúnsson. mottunni og vann stórsigra. Hvarvetna þar sem hann tefldi flykktist fólk aö. Sprengikraft- urinn, nákvæmnin og sigurviljinn Sjá næstu síðu i — M N'vw YorL 'i'j Fisch nies Hwú,,,-,,. er mesti skáksnilíing-ur vorra tínia Hagnaði 7-8 millj ---- { II.,,,, " : . : ^..rr..^ tðurinn ”£ítta er hörmulefrt" lli. h, I ‘Pl»*nih.ii w’ -n ;-.o w ■Mrbl«l||a ,\v» ,„rl '>»> "• ' ....w"»~,.in h.'V '* ,Fox hef ur f engið nóg' - k»Ktr»-OinKur Fhe-ler Ku kominn til ÍHmi-in- r.-Uer Urcfst rannsóUparl— i l!:uigartlalsholl'nni Sklikæði heÍU . i,.i, |..i . -íiiIm'ÍUiuíw ou 1J ‘ j • • • gnpio um si^ r i-UUi .'Vi'U' L ii,t\ri ■>« >U■’r* > -"" Olnl-'on ........ 'fni l>r.-f-.,'s j»ripið um sij> i Handarikjunum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.