Þjóðviljinn - 28.08.1982, Síða 18

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Síða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28—29. ágúst. 1982. Framhald af 17. siöu. sem skein i gegn i skákum hans var á vissan hátt nýtt og óþekkt fyrirbrigði. Frá árinu 1970 og allt fram á siðustu skákina i einviginu við Spasski var eins og skákir hans fengu nýja og dýpri merkingu. t keppninni Heimurinn — Sovét- ríkin var hann valinn á 1. borð, Bent Larsen steig þá á stokk og krafðist þess að tefla á 1. borði. öllum á óvart var Fischer hinn litillátasti og gaf Larsen sætið eftir. Þess i stað malaði hann Petrosjan, tefldi siðan á geysi- sterku mót i Zagreb þar sem hann vann með miklum yfirburðum. Þaðan lá leiðin til Buenos Aires og enn vannst stórsigur. A þingi FIDE haustið 1970 var ákveðið, með 35 atkvæðum gegn 32, að Fischer fengi að tefla á milli- svæðamótinu á Mallorca, þó með þvi skilyrði að einn bandarisku þátttakendanna drægi sig i hlé. Pal Benkö var talaður til, fékk reyndar i sárabót ótiltekna upp- næð i dollurum, Fischer settist að tafli. Millisvæðamótinu lauk eins og vænta mátti. Fischer fékk 18 1/2 vinning og var i allt öðrum klassa en næstu menn sem fengu 15 vinn- inga. Þó komst þessi árangur ekki i hálfkvisti við það sem á eftir fór. Askorendaeinvígin fengu lyktir sem löngu eru orðnar frægar: Fischer — Taimanov 6:0, Fischer — Larsen 6:0, Fischer — Petrosjan 6 1/2:2 1/2. Þessar tölursegja raunar meira en mörg orð, en nú fór i hönd sá þáttur skáksögunnar sem hvað flókn- astur hlýtur að teljast, slagurinn um hvar halda skyldi einvigið. Undanfari einvígishaldsins Hugmyndir um að halda skyldi einvigið á Islandi munu hafa kviknað siðla hausts. Sjálfsagt hafa margir velt þeim möguleika fyrir sér og sennilega jafnmargir gefist upp, bara á þvi að hugsa um hugmymjina. Ljóst var að þessi viðburður, fyrsta einvigi um heimsmeistaratitilinn utan Sovétrikjanna siðan 1937, yrði atburður sem ekki gæti sótt hugmyndir til annarrar viðlika. Fischer og Petrosjan tefldu um 12 þúsund dollara I lokaeinvigi Askorendakeppninnar ’71, en öllum var ljóst að Fischer gerði sig ekki ánægöan með minna en 100 þús. dollara fyrir sigur i ein- viginu. Hann bar sig saman viö Muhammed Ali og fleiri stórstirni hnefaleikanna og gat engan veg- inn séð að list sin þyrfti að vera minna metin i beinhörðum pen- ingum. Guðmundur G. Þórarinsson sem var forseti Skáksambands Islands á þessum árum hefur sagt i blaðaviðtölum aö einkum hafi hann haft hugmyndir sinar um einvigishaldið frá hálfbróður sinum, Jóhanni Þóri Jónssyni. Altént veltu menn málinu fyrir sér dágóða stund og að fengnu vil- yrði rikisstjórnar Ólafs Jóhann- essonar var afráðið að senda inn tilboð. Þegar tilboðin voru opnuð i Amsterdam 3. janúar höfðu 15 til- boðborist. Hæsta tilboðið kom frá Belgrad og hljóðaði það uppá 152 þús. dollara. Buenos Aires kom i næsta sæti með 150 þús. dollara, en auðsýnt þótti að þvi tilboði yrði aldrei tekið af Sovétmönnum þar sem einvigi Fischers og Petrosj- an hafði einmitt farið fram þar i borg. Reykjavik kom næst með 125 þús. dollara og þar að auki 60% af nettótekjum þess sem Skáksambandið fengi fyrir sjón- vörpun og kvikmyndir fyrir ein- vigið. Lægri á blaði komu svo borgir eins og Sar.ijevo, Amster- dam, Chicago, Zurich, Montreal og Aþena. Lægsta tilboðið kom frá Bogota i Kolúmbiu og hljóðaði það uppá litla 40 þús. dali. Viðstaddir opnun tilboðanna voru þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Freysteinn heit- inn Þorbergsson. Seinna slettist ærlega uppá vmskapinn meöal þeirra svo úr vai' ’vigar blaða- deilur. Freysteinn ,t allmargar greinar undir heitinu Freysteinn Grettisfang, þar sem hann deildi Robert Fischer heimsmeistari i skák: Rauf 24 ára veldi Rússanna Spassky gaf 21. skákina án frekari taflmennsku og Fischer var ákaft hylltur í Laugardalshöll Krýndur heimsmeistari. Fischer gerði strax athugasemd við það, að nafn hans var ekki skráð á gullpeninginn scm hann fékk í verðlaun. hart á Guðmund og stjórn skák- sambandsins. Það var greinilegt alveg frá þeim degi er tilboöin lægju fyrir að Júgóslavar og Islendingar myndu berjast um að fá að halda einvigið. Skömmu eftir að tilboðin lágu fyrir sendu keppendurnir inn óskalista sinn. Þeim var gert að nefna þrjá staði og varð niður- staöa þeirra þessi. Belgrad, Sara- jevo og Buenos Aires voru efst á lista hjá Fischer en Spasski setti Reykjavik i efsta sæti þá Amster- dam og siðan Dortmund. A þessum tima ferðaðist áskor- andinn Fischer viða um heim og kynnti sér aðstæður. Hann heims- ótti m.a. Island og þar með talið Reykjavikurskákmótið 1972. I 1. umferð þess móts mætti hann i salinn ásamt Guðmundi G. Þórarinssyni forseta Sí og varð litið á skák sem þeir tefldu Ray- mond Keene hinn enski og Sovét- maðurinn Leonid Stein. A auga- bragði sá Fischer vinningsleið fyrir Keene og mun hafa sagt Guðmundi að stutt væri i það að Stein yrði að hefjast upp. 1 sömu mund var komið upp spjaldi á sýningarborðið. „Gaf Stein,” spurði Fischer. Nei, þeir sömdu jafntefli, var svarið. Við það gekk meistarinn úr salnum. Þegar það lá fyrir að einungis Islendingar og Júgóslavar ættu i baráttu um einvigishaldið fóru að berast ýmsar óvæntar kröfur frá hendi Fischers. Hann vildi t.d. að keppendur fengju i sinn hlut allt að 30% af tekjum miðasöl- unnar. Edmundson, þáverandi forseti bandariska skáksam- bandsins gerði á þessum timum allt aðra samninga fyrir Fischer og þegar áskorandinn komst að þvi svipti hann Edmundson öllu umboði. A þessum timum höfðu Islendingar og Júgóslavar gert með sér samkomulag þess efnis að fyrri hluti einvigisins færi fram i Júgóslaviu, en seinni hlut- inn á Islandi. Kröfuharka Fischers, bólusótt i Júgóslaviu, kröfur banka þar i landi um tryggingar og margt fleira varð til þess að Júgóslavar drógu sig út úr myndinni. Islend- ingar sátu eftir með einvigis- haldið. Sovétmenn voru hæstánægðir með þær málalyktir og sam- þykktu strax að einvigið yrði haldið i Reykjavik. Fischer var tregari en lét sinn hlut eftir á elleftu stundu. Heimsmeistarinn kom til tslands 21. júni, hálfum mánuði áður en einvigið átti að hefjast. Sá er háttur sovéskra þegar mikil- væg keppni er á annað borð. Spasski vildi gefa sér góðan tima til að venjast iofstlaginu, hinum björtu nóttum, mataræöinu og öllum öðrum aðstæðum. Með honum komu þeir Efim Geller, margreyndur stórmeistari og fyrrverandi körfuboltahetja, nokkuð sem menn áttu erfitt með að trúa þar sem blessaður maðurinn var smávaxinn, liktist, að þvi er mörgum fannst bónda úr Skagafirðinum, glaðbeittur maður á miðjum aldri með vagg- andi göngulag. Aörir i sendi- nefndinni voru Krogius og Ivo Nei, báðir góðir vinir Spasskis. A Fischer bólaði hinsvegar ekkert. Frá hótelherbergi i New York hélt hann uppi látlausum smáskæruhernaði gegn Skák- sambandi Islands. ,,Ég vil að keppendur fái 30% brúttó — að- gangseyris og 60% af aögangs- eyrinum,” var haft eftir honum. Þegar einvigið nálgaðist fóru menn heldur betur að ókyrrast. Fischer sat við sinn keip og sýndi ekki á sér neitt fararsnið. Það kann að vera að það hafi verið fyrir pressu frá bandarisk- um fjölmiðlum eða frá Hvita hús- inu sem Fischer hélt af stað út á Kennedyflugvöll eina kvöld- stund seint i júni. 1 leiðurum „The New York Times” var lagt hart aö áskorandanum að fara og láta pex sitt um peningamál liggja niöri. 1 sjónvarps- og útvarps- fréttum féllu fréttir af bandarisku forsetakosningunum algerlega i skuggann af fréttum af Fischer. Kissinger, ráðgjafi Nixons, hringdi i Fischer og hvatti hann til fararinnar. Hann var mættur út á völl, flugvélin beið með 14 frátekin sæti. Ekki er vitað nákvæmlega hvaö gerðist, frétta- menn voru harðir atgöngu og ein- hver vandamál varðandi flutning á farangri Fischers skutu upp kollinum. 1 öllu falli fór vélin af stað til Islands án Fischers. Meistarinn fór aftur i hvarf og nú rann upp sá dagur aö einvigið skyldi hefjast. Setningarathöfn fór fram án Fischers og mun hafa verið með dauflegra móti. Óvissan og spennan tók sinn toll. Þegar Fischer var svo ekki mættur til að tefla 1. skákina var úr vöndu að ráða. Eftir mikið japl, jaml og fuður tók Euwe þá ákvörðun aö Fischer fengi tveggja daga frest, þó án þess að Fischer bæði um slikt. Frá honum bárust þau skilaboð að hann kæmi ekki til landsins fyrr en gengið væri að kröfum hans. Jim Stater Þegar öll sund virtust lokuð kom sú tilkynning frá enskum kaupsýslumanni, Jim Slater að nafni aö hann hefði ákveðið að tvöfalda verðlaunaupphæðina. 1 stað þess að teflt væri um 125 þús. dollara var upphæðin nú orðin 250 þús. dollarar. Kissinger hringdi aftur I Fischer og skirskotaði til hagsmuna bandarisku þjóðarinn- ar og Fischer sló til. Hann mætti á Keflavikurflug- völl eldsnemma morguns þann 4. júli. Þar beið hans herskari fréttamanna, sem flestir hverjir höfðu mætt þarna margsinnis áður. Það var vist dálitið erfitt fyrir menn aö trúa þvi að Fischer væri virkilega kominn. Menn horfðu á flugvélina, rétt eins og þeir trúðu þvi ekki að þar inni væri Fischer. Friðrik Ólafsson gekk upp land- ganginn og fór inn I vélina. Skömmu siðar birtist Fischer, geystist niður, tók ekki eftir Guð- mundi G. Þórarinssyni sem beið hans með útrétta höndina. Guömundur þreif i meistarann, sem siðan vatt sér inni nærliggj- andi leigubil. Að þvl búnu var allt sett af stað, leigubillinn þaut i átt að DAS-húsinu, sem átti aö hýsa Fischer, á lOOkilómetra hraða. A undan fóru tveir lögreglumenn á mótorhjólum, eins og titt er þegar þjóðhöfðingjar koma i heimsókn. Einvigið gat hafist. Ekki er það meiningin að fara náiö út i þann skripaleik sem á eftir fylgdi. Eftir að Euwe og Fischer höfðu báðir beðist opin- berlega afsökunar, tóku við hat- rammar deilur um kvikmynda- tökur af einviginu. Tveir kvik- myndatökuturnar sem banda- riskur kvikmyndatökumaður Chester Fox, hafði komið fyrir stungu i augun á Fischer og linnti hann ekki látum fyrr en þeir voru fjarlægöir. Til þess aö ná fram markmiðum sinum i þeim efnum lét hann svo litið að mæta ekki i 2. skák einvigisins eftir aö hafa tapað 1. skák. Enn virtist einvigið vera að sigla i strand. Fischer átti bókað far til New York og flestir virtust álita aö einvigið væri úr sögunni. Þegar sú hugmynd kom fram að 3. skákin skyldi tefld á afviknum stað, án áhorfenda, rofaöi aftur til. Spasski hefur siðar sagt að það hafi veriö stór- felld sálfræðileg mistök af sinni hálfu að samþykkja að tefla I borðtennisherberginu marg- fræga. Þar tókst Fischer að finna sig. Hann tefldi einhverja stór- kostlegustu skák sem saga heimsmeistarakeppninnar þekkir og vann frækinn sigur. Eftir að kvikmyndatökumálin höfðu verið leyst tók einvigið að falla i eðli- legan jarðveg. Brátt kom i ljós að Fischer var alger ofjarl Spasskis. Spasski fékk að sönnu dágott for- skot, 2:0, en þegar 5 skákum var lokið var staðan jöfn 2 1/2:2 1/2. I 6. skák komst Fischer yfir og þegar 10 skákir höfu verið tefldar var staðan orðin 6 1/2:3 1/2. Sæmundur Pálsson var sá maður sem Fischer stólaði á i nánast öllu sem viðkom einvig- inu. Ekki einasta var Sæmundur félagi hans heldur aðstoðarmaður og lifvörður. Þeir fóru saman i sund, laxveiðar, feröuðust vitt og breitt um landið, kepptu i keilu- spili, Sæmundur sá um að vekja Fischer fyrir hverja skák, en sá háttur Fischers að fara ekki að sofa fyrr en undir morgunn og vakna um 5 leytið, þótti mörgum ansi sérkennilegur. Það er alveg klárt mál að hjálp Sæma, eins og Fischer kallaði hann venjulega, reyndist þung á metunum. Eftir aö Fischer náði þriggja vinninga forskoti slakaði hann örlitið á. Spasski minnkaði mun- inn niður i tvo vinninga með sigri i 11. skákinni, en Fischer jók aftur forskotið i 13. skák. Slðan tóku við 7 jáfntefli i röð og 21. skákina vann Fischer Lokaniðurstaðan varð þvi 12 1/2:8 1/2 . Þjóðhetja Eftir sigurinn var Fischer i félagi með sundmeistaranum Mark Spitz einskonar þjóðhetja i heimalandi sinu. Hann kom til Bandarikjanna nokkrum vikum eftir að einviginu lauk. Þar var honum sýndur margvislegur sómi. Hann kom fram i skemmti- þætti Bob Hope ásamt Spitz og Lindsay borgarstjóri i New York hélt honum dýrlegar veislur. Með i förinni var Sæmundur Pálsson en hann dvaldist með Fischer i eina þrjá mánuði eftir að ein- viginu lauk. Hvarvetna var þeim tekið með kostum og kynjum, en sá grunur læddist þó að sumum aö veislufagnaður væri ekki að hans skapi. „I like winners,” sagði Nixon og bauð þeim félög- um i Hvita húsiö. Fischer hafnaði boðinu. Spasski átti ekki sjö dagana sæla eftir einvigið. Þegar hann kom til Moskvu tóku aðeins örfáir vinir og kunningjar á móti honum. Fyrsta kastið eftir ein- vigið var honum t.d. meinuð þátt- taka á sterku alþjóðlegu skák- móti i Bendarikjunum. Skömmu eftir einvigið skildi hann við konu sina Larissu og 1975 komst hann aftur i heimsfréttirnar vegna tregðu sovéskra yfirvalda til að leyfa honum að giftast frönskum diplómat, Marinu. Hann hefur eiginlega aldrei náð sér á strik eftir tapið. Hvar er Fischer? Eftir einvigið við Spasski komu fram hugmyndir um að þeir félagar tefldu annað einvigi, en ekkert varð úr. Fischer kom litið fram opinberlega, sást á skák- mótinu i San Antonio sem vell- auðugur kjúklingaframleiðandi.* hélt seint um haust 1972. Hann þáði boð frá forseta Filippseyja, Marcos, um að heimsækja sterkt mót sem haldið var i Manila sum- arið 1973. Að ööru leyti spurðist litið til hans. Skömmu eftir komuna frá Islandi ánafnaði hann sértrúar- flokki I Kaliforniu dágóðan hlut af verðlaunafé sinu, eitthvað i kringum 60 þúsund dollara og fékk i staöinn VlP-meðferð i bú- stöðum sérstrúarflokksins sem er rekinn eins og hvert annað gróða- fyrirtæki I Bandarikjunum. Hann fluttist frá sértrúarflokknum eftir aö hafa lent I harðvitugum deilum við leiðtoga flokksins, Armstrong að nafni. Mun Fischer hafa gefið litið I þann mann I blaðaviðtali, en viötal þetta birtist reyndar I heimildarleysi og varð úr mikið mál. Mun Fischer hafa komist i kast við lögregluna I fyrsta sinn á ævinni fyrir vikið. Fjölmargartilraunir hafa verið geröar til þess að fá hann að tafli. Samkvæmt reglum FIDE átti hann að verja heimsmeistaratitil sinn árið 1975, en rétt eins og fyrir einvigið 1972, varð kröfuharka hans til þess að einvigið var sett i alvarlega hættu og loks fór svo að ekkert varö úr þvi. Ekki voru það peningamálin sem settu einvigis- haldiö i tvisýna stöðu, þvi Filipps- eyingar höfðu samþykkt að leggja fram 5 miljón dollara i verölaunafé fyrir keppendur. Fischer sendi inná þing FIDE 1974 kröfulista um væntanlegt einvigi og hafði listinn að geyma 900 atriði. Oll þessi atriði nema eitt voru samþykkt og Fischer tefldi þvi ekki. Þeir Fischer og Karpov hafa margsinnis hist, á Spáni i Japan og Bandarlkjunumm. 1 sendiráði Filippseyja hefur i tvigang legið fram samningsuppkast og i a.m.k. annað skiptið voru mál afar nærri þvi að fá góðan endi þegar upp úr slitnaði. Það mun einkum hafa setið i Karpov, að i sliku einvigi myndi Fischer bera titilinn „heimsmeistari I skák”. Það er vitaskuld harmleikur út af fyrir sig að Fischer skuli ekki hafa teflt neitt siðan „Einvigi aldarinnar” lauk. Til þess kunna að liggja margar ástæður, sem sumar hverjar hljóta að liggja hjá honum sjálfum. Hinu mega menn ekki gleyma, a.m.k. ekki þeir sem meta skáklistina ein- hvers, að þessi göfuga iþrótt verður aldrei söm og jöfn eftir framgöngu Fischers. Skákmenn geta þakkað honum fyrir marg- háttaða leiðréttingu sinna mála. Fischer mun nú búa i Pasadena i Bandarikjunum hjá móður sinni og roskinni konu, Claudiu að nafni, en hún mun sjá um flest mál fyrir hann. Kunnugir segja hann stauraðan, en þó mun hann hafa talsverðar tekjur af þeirri einu skákbók sem hann ritaði, „60 minnisverðar skákir”. Bók sem hefur að geyma allar þær skákir sem hann tefldi á ferli sinum selst einnig grimmt. Gall- inn er bara sá að Fischer sjálfur fær ekki sent fyrir lifsstarf sitt, heldur litlir karlar sem höfðu vit á þvl að safna skákum hans þegar sýnt var hvilikur afburðamaður var þarna á ferö.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.